Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2023 11:36 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 miðað við sama tímabil síðasta árs. Ekkert lát er á vexti einkaneyslunnar sem áætlað er að hafi aukist um 4,9 prósent frá því á síðasta ári. Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar mun það benda til þess að heimili séu að einhverju leyti að ganga á sparnað til þess að ná endum saman þar sem einnig eru umtalsverðar verðhækkanir á neysluvörum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir það ekki þurfa neina skýrslu til að sýna fram á erfiða stöðu heimilanna. Með vaxtahækkunum sé verið að auka gjöld heimilanna um hundruð þúsunda á mánuði. „Það er gríðarlega alvarleg staða. Hvað á svo að gera? Hvað á að gera þegar sparnaðurinn er uppurinn? Þessu tímabili, þessum útgjöldum og þessum vaxtahækkunum er ekki lokið. Það mun taka sinn tíma að fara niður. Þá verður fólk í rauninni í verri stöðu heldur en það var áður. Það er gríðarlega vont að sjá fyrir sér,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir fólk vera orðið heldur örvæntingarfullt. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga á að aðstoða heimilin. „Stjórnvöld hafa bara engan áhuga á stöðu heimilanna. Það er nákvæmlega mín skoðun. Þau geta sagt það en aðgerðir tala hærra heldur en orðin og það bara sést að stjórnvöld og seðlabankinn hafa engar áhyggjur af heimilum landsins. Þau eru algjörlega tilbúin til að fórna þeim enn og aftur fyrir bankana,“ segir Ásthildur Lóa. Fjármál heimilisins Neytendur Flokkur fólksins Efnahagsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 miðað við sama tímabil síðasta árs. Ekkert lát er á vexti einkaneyslunnar sem áætlað er að hafi aukist um 4,9 prósent frá því á síðasta ári. Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar mun það benda til þess að heimili séu að einhverju leyti að ganga á sparnað til þess að ná endum saman þar sem einnig eru umtalsverðar verðhækkanir á neysluvörum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir það ekki þurfa neina skýrslu til að sýna fram á erfiða stöðu heimilanna. Með vaxtahækkunum sé verið að auka gjöld heimilanna um hundruð þúsunda á mánuði. „Það er gríðarlega alvarleg staða. Hvað á svo að gera? Hvað á að gera þegar sparnaðurinn er uppurinn? Þessu tímabili, þessum útgjöldum og þessum vaxtahækkunum er ekki lokið. Það mun taka sinn tíma að fara niður. Þá verður fólk í rauninni í verri stöðu heldur en það var áður. Það er gríðarlega vont að sjá fyrir sér,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir fólk vera orðið heldur örvæntingarfullt. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga á að aðstoða heimilin. „Stjórnvöld hafa bara engan áhuga á stöðu heimilanna. Það er nákvæmlega mín skoðun. Þau geta sagt það en aðgerðir tala hærra heldur en orðin og það bara sést að stjórnvöld og seðlabankinn hafa engar áhyggjur af heimilum landsins. Þau eru algjörlega tilbúin til að fórna þeim enn og aftur fyrir bankana,“ segir Ásthildur Lóa.
Fjármál heimilisins Neytendur Flokkur fólksins Efnahagsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira