„Sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 13:39 Guðmundur B. Ólafsson kynnti nýjan landsliðsþjálfara til leiks á blaðamannafundi í dag. Dagur Sigurðsson var einn þeirra sem rætt var óformlega við vegna starfsins en Degi blöskraði hvernig HSÍ vann málið. vísir/Vilhelm og Getty „Hann má alveg hafa sína gagnrýni á þessu,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út gagnrýni Dags Sigurðssonar á vinnubrögð sambandsins við ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson var í dag kynntur sem nýr landsliðsþjálfari til næstu þriggja ára. Snorri og Dagur voru á meðal fyrstu manna sem að HSÍ hafði samband við í leit að arftaka Guðmundar Guðmundssonar, fyrir þremur mánuðum síðan. Dagur, sem er núverandi landsliðsþjálfari Japans, sagðist hins vegar í viðtali við Vísi í apríl telja fund sinn með HSÍ hafa verið vísi að leikriti. Dagur gagnrýndi vinnubrögð HSÍ harðlega og sagðist skilja að „Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin“. Til að mynda hafi HSÍ stungið upp á því að funda með Degi á kaffihúsi, þó fundurinn hafi á endanum farið fram annars staðar, og að fimm vikum eftir fundinn hefði enn ekki heyrst múkk frá HSÍ. „Við Dagur áttum fund saman og ég ætla ekki að fara að greina neitt nánar frá því,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundinum í dag. „Við áttum mjög heiðarlegt og gott spjall. Hann upplýsti það, eins og hann hefur upplýst í fjölmiðlum, að hann er með samning við Japan til ágúst 2024, svo það setti þá mynd í ákveðna stöðu. Við vissum því bara af þeim kosti en sá kostur varð ekki ofan á.“ Spurður enn frekar út í gagnrýni Dags á vinnubrögð formannsins svaraði Guðmundur: „Ég fer ekkert út í nein persónuleg samtöl við Dag. Hann má alveg hafa sína gagnrýni á því. Ég held að við höfum alveg staðið rétt að þessu og hef ekki meira um það að segja. Ég fer ekki í hnútukast við menn fyrir að gagnrýna mig. Það er alveg sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt.“ Klippa: Guðmundur um gagnrýni Dags Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir Bein útsending: Snorri Steinn kynntur sem landsliðsþjálfari Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson var í dag kynntur sem nýr landsliðsþjálfari til næstu þriggja ára. Snorri og Dagur voru á meðal fyrstu manna sem að HSÍ hafði samband við í leit að arftaka Guðmundar Guðmundssonar, fyrir þremur mánuðum síðan. Dagur, sem er núverandi landsliðsþjálfari Japans, sagðist hins vegar í viðtali við Vísi í apríl telja fund sinn með HSÍ hafa verið vísi að leikriti. Dagur gagnrýndi vinnubrögð HSÍ harðlega og sagðist skilja að „Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin“. Til að mynda hafi HSÍ stungið upp á því að funda með Degi á kaffihúsi, þó fundurinn hafi á endanum farið fram annars staðar, og að fimm vikum eftir fundinn hefði enn ekki heyrst múkk frá HSÍ. „Við Dagur áttum fund saman og ég ætla ekki að fara að greina neitt nánar frá því,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundinum í dag. „Við áttum mjög heiðarlegt og gott spjall. Hann upplýsti það, eins og hann hefur upplýst í fjölmiðlum, að hann er með samning við Japan til ágúst 2024, svo það setti þá mynd í ákveðna stöðu. Við vissum því bara af þeim kosti en sá kostur varð ekki ofan á.“ Spurður enn frekar út í gagnrýni Dags á vinnubrögð formannsins svaraði Guðmundur: „Ég fer ekkert út í nein persónuleg samtöl við Dag. Hann má alveg hafa sína gagnrýni á því. Ég held að við höfum alveg staðið rétt að þessu og hef ekki meira um það að segja. Ég fer ekki í hnútukast við menn fyrir að gagnrýna mig. Það er alveg sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt.“ Klippa: Guðmundur um gagnrýni Dags
Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir Bein útsending: Snorri Steinn kynntur sem landsliðsþjálfari Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Bein útsending: Snorri Steinn kynntur sem landsliðsþjálfari Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00