Er búsetufrelsisfólk annars flokks? Guðrún Njálsdóttir skrifar 4. júní 2023 12:00 Búsetufrelsi er jákvætt hugtak. Að breyta um lífsstíl getur reynst mörgum erfitt en flestum gæfa. Sú ákvörðun okkar hjóna að breyta til við starfslok, láta drauminn rætast og flytja í frístundahúsið okkar var mikið gæfuspor. Við gerðum það þrátt fyrir að vita að við gætum aðeins skráð aðsetur okkar hjá Þjóðskrá undir formerkinu „ótilgreint“, gerðum við það með glöðu geði. Það fullkomlega löglegt að skrá sig á þennan hátt og væntanlega er fólk skráð „ótilgreint“ í flestum sveitarfélögum landsins. Fljótlega kom þó í ljós að skilningur margra á þessari skráningu er annar en við héldum. Víða ber á þekkingarleysi og tortryggni í okkar garð t.d. hjá stofnunum, fyrirtækjum og meðal almennings. Það væri hægt að nefna mörg sérkennileg dæmi um skerta þjónustu og svör sem við höfum upplifað, dæmi sem þarf að kynna, skrifa um og berjast fyrir nauðsynlegum og sanngjörnum breytingum. Við töldum að með samvinnu við sveitarstjórn væri hægt að bæta úr mörgum þeim atriðum sem gerir fólki í sömu stöðu erfitt fyrir. Við stofnuðum því samtök hér í Grímsnesi og Grafningshreppi sem við köllum Búsetufrelsi. Samtökin hafa það markmið að berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunamálum hópsins. Það er stór hópur hér í sveitinni sem býr á þennan hátt og hefur gert í áraraðir. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengum við frambjóðendur beggja lista á fund með okkur og óskuðum eftir samráði. Báðir listar lýstu þá yfir vilja til samráðs, en eftir kosningar hafnaði þó núverandi meirihluti allri samvinnu á grundvelli ólögmætis þessara íbúa. Hvenær varð það ólöglegt að tala saman enda ekkert ólöglegt við skráningu okkar hjá Þjóðskrá? Nýlega ritaði oddviti sveitarstjórnar í Grímsnesi- og Grafningshreppi grein og lýsti vandvæðum sem hlytust af þessum hópi „ótilgreint“ því allar upplýsingar vantaði um okkur. Búsetufrelsi brást snarlega við og buðum fram þessar upplýsingar, fullkomna skráningu og yfirlit yfir alla íbúa í hreppnum sem eru skráðir ótilgreindir. Sveitarstjórn hafnaði þó upplýsingunum sem er sérkennilegt í ljósi orða oddvitans í fyrrgreindri blaðagrein. Því er staðan þannig að sveitarstjórn hefur ekki mikilvægar upplýsingar um raunverulegt aðsetur okkar, nauðsynlegar upplýsingar sem varða öryggi íbúa t.d. ef upp kemur náttúruvá. Að hafna samtali er líka einkennilegt því einhverjar skyldur hefur sveitarstjórn gagnvart kjósendum sínum og íbúum sveitarfélagsins. Við erum jú íbúar þessa hrepps og greiðum hér okkar fasteignagjöld og útsvar. Stundum spyrjum við hjónin okkur hvort við séum orðin annars flokks fólk, þrátt fyrir að hafa alla tíð greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Í raun hafa sveitarstjórnir ýmis ráð ef vilji er fyrir hendi og lausnamiðuð hugsun með í för. Ráðamenn eru ekki í takt við raunveruleikann ef þeir halda að búsetufrelsi sé ekki komið til með að vera. Það er alveg útilokað að snúa þessari þróun við, allra síst á okkar tímum þegar æ fleiri vilja búa í nánum tengslum við náttúruna, fjarvinna færist í aukana og vinna án staðsetningar dagurinn í dag. Höfundur er búsetufrelsiskona og íbúi í Grímsnesi- og Grafningshreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Búsetufrelsi er jákvætt hugtak. Að breyta um lífsstíl getur reynst mörgum erfitt en flestum gæfa. Sú ákvörðun okkar hjóna að breyta til við starfslok, láta drauminn rætast og flytja í frístundahúsið okkar var mikið gæfuspor. Við gerðum það þrátt fyrir að vita að við gætum aðeins skráð aðsetur okkar hjá Þjóðskrá undir formerkinu „ótilgreint“, gerðum við það með glöðu geði. Það fullkomlega löglegt að skrá sig á þennan hátt og væntanlega er fólk skráð „ótilgreint“ í flestum sveitarfélögum landsins. Fljótlega kom þó í ljós að skilningur margra á þessari skráningu er annar en við héldum. Víða ber á þekkingarleysi og tortryggni í okkar garð t.d. hjá stofnunum, fyrirtækjum og meðal almennings. Það væri hægt að nefna mörg sérkennileg dæmi um skerta þjónustu og svör sem við höfum upplifað, dæmi sem þarf að kynna, skrifa um og berjast fyrir nauðsynlegum og sanngjörnum breytingum. Við töldum að með samvinnu við sveitarstjórn væri hægt að bæta úr mörgum þeim atriðum sem gerir fólki í sömu stöðu erfitt fyrir. Við stofnuðum því samtök hér í Grímsnesi og Grafningshreppi sem við köllum Búsetufrelsi. Samtökin hafa það markmið að berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunamálum hópsins. Það er stór hópur hér í sveitinni sem býr á þennan hátt og hefur gert í áraraðir. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengum við frambjóðendur beggja lista á fund með okkur og óskuðum eftir samráði. Báðir listar lýstu þá yfir vilja til samráðs, en eftir kosningar hafnaði þó núverandi meirihluti allri samvinnu á grundvelli ólögmætis þessara íbúa. Hvenær varð það ólöglegt að tala saman enda ekkert ólöglegt við skráningu okkar hjá Þjóðskrá? Nýlega ritaði oddviti sveitarstjórnar í Grímsnesi- og Grafningshreppi grein og lýsti vandvæðum sem hlytust af þessum hópi „ótilgreint“ því allar upplýsingar vantaði um okkur. Búsetufrelsi brást snarlega við og buðum fram þessar upplýsingar, fullkomna skráningu og yfirlit yfir alla íbúa í hreppnum sem eru skráðir ótilgreindir. Sveitarstjórn hafnaði þó upplýsingunum sem er sérkennilegt í ljósi orða oddvitans í fyrrgreindri blaðagrein. Því er staðan þannig að sveitarstjórn hefur ekki mikilvægar upplýsingar um raunverulegt aðsetur okkar, nauðsynlegar upplýsingar sem varða öryggi íbúa t.d. ef upp kemur náttúruvá. Að hafna samtali er líka einkennilegt því einhverjar skyldur hefur sveitarstjórn gagnvart kjósendum sínum og íbúum sveitarfélagsins. Við erum jú íbúar þessa hrepps og greiðum hér okkar fasteignagjöld og útsvar. Stundum spyrjum við hjónin okkur hvort við séum orðin annars flokks fólk, þrátt fyrir að hafa alla tíð greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Í raun hafa sveitarstjórnir ýmis ráð ef vilji er fyrir hendi og lausnamiðuð hugsun með í för. Ráðamenn eru ekki í takt við raunveruleikann ef þeir halda að búsetufrelsi sé ekki komið til með að vera. Það er alveg útilokað að snúa þessari þróun við, allra síst á okkar tímum þegar æ fleiri vilja búa í nánum tengslum við náttúruna, fjarvinna færist í aukana og vinna án staðsetningar dagurinn í dag. Höfundur er búsetufrelsiskona og íbúi í Grímsnesi- og Grafningshreppi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun