Hvað amar eiginlega að okkur? Jakob Frímann Magnússon skrifar 5. júní 2023 09:31 Eftir ófarir og sársauka af völdum hrunsins hefur athygli okkar á undanförnum árum mjög beinst að áskorunum að utan, einkum heimsfaraldri og vopnaskaki í austurvegi. Ef tímabærri athygli er beint inn á við - að okkur sjálfum - blasir þessi hryggðarmynd við: Vaxandi fjöldi Íslendinga er andlega laskaður! Tugþúsundir landsmanna glíma við geðræn veikindi og fer fjölgandi frá ári til árs. Við eigum heimsmet í neyslu geðlyfja og heilbrigðiskerfi okkar nær ekki utan um vandann nema að litlu leyti þótt auknum fjármunum kunni að vera til að dreifa. Ísland mælist þrátt fyrir allt 6. ríkasta þjóð heims skv. OECD (Efnahags- og framfarastofnuninni). Þetta er auðvitað óboðlegt ástand. Ef við svipumst um stund eftir mögulegum orsökum þessa vaxandi heilsubrests, kemur sitthvað til álita. Hvað er það í samfélagsgerð okkar og háttum sem valdið getur svo ískyggilegum heilsubresti á vorum dögum? Við eigum þrátt fyrir allt að heita velferðarsamfélag sem fjárfest hefur allmyndarlega í menntun, heilbrigðiskerfi og lykilinnviðum. Erum að auki auðug að auðlindum og nýjum, sívaxandi tekjustofnum ríkissjóðs. Hvað greinir okkur frá þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við, Norðurlöndum og öðrum þróuðum Evrópuríkjum, annað en hryssingslegt veðurfarið? „The Drugs don´t Work“ Kann það að vera sú rótgróna og viðvarandi spenna sem einkennt hefur líf venjulegs fólks undanfarna hálfa öld og tengja mætti öldugangi og ófyrirsjáanleika íslensks efnahagslífs? Óttinn við að ná ekki endum saman um næstu mánaðamót? Að þurfa að horfast í augu við tóman ísskáp? Að ráða ekki við snarhækkaðar afborganir lána? Hið krampakennda og bólguþrútna efnahagsástand sem landsmenn hafa búið við langtímum saman, allt frá stofnun lýðveldisins, hreiðrar um sig í undirvitundinni eins og mara. Efnahagssveiflurnar gera okkur betur stæð eitt árið en fátæk það næsta. Ástandið er aldrei fyrirsjáanlegt eins og sjálfsagt þykir í þróðuðum nágrannaríkjum okkar. Gæti hér verið að finna rót þeirrar streitu sem smám saman leiðir til heilsubrests, óbærilegs ástands sem einungis rótsterk og rándýr lyf megna að sefa tímabundið? Meðulin sem gripið hefur verið til í Seðlabankanum gegn óstöðugleika efnahagslífins, virðast hins vegar ekkert megna að sefa, þrátt fyrir ítrekuð fyrirheit þar að lútandi. Sem rispuð vínylplata hljómar hér misserum saman viðlag gamla Verve-lagsins„The Drugs don´t Work“. Lækningajurtirnar úr garði Seðlabankans við Kalkofnveg virðast sumsé skammgóður vermir, líkt og lyfin sem daglega eru skenkt þeim tugþúsundum Íslendinga sem glíma við stöðugan kvíða og þunglyndi – af völdum ástandsins. Hér þarf nýjan gangráð Við verðum að horfast í augu við, greina og viðurkenna okkar stóralvarlega, viðvarandi þjóðarvanda. Ráðast síðan að rótum hans. Skammtímalækningar og snákaolíumeðferðir munu hér lítt gagnast. Heilsa sjálfs þjóðarlíkamans er í húfi. Víkjum okkur ekki undan óhjákvæmilegri breytingu, jafnvel þó til sársaukafulls uppskurðar þurfi að koma. Þessi óstöðugi púls efnahagslífsins er hreinlega ekki boðlegur lengur. Nýr, nútímalegur og traustur gangráður mundi hér miklu breyta til betri vegar og langrar framtíðar. Meinið blasir við. Lækningin sömuleiðis. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Eftir ófarir og sársauka af völdum hrunsins hefur athygli okkar á undanförnum árum mjög beinst að áskorunum að utan, einkum heimsfaraldri og vopnaskaki í austurvegi. Ef tímabærri athygli er beint inn á við - að okkur sjálfum - blasir þessi hryggðarmynd við: Vaxandi fjöldi Íslendinga er andlega laskaður! Tugþúsundir landsmanna glíma við geðræn veikindi og fer fjölgandi frá ári til árs. Við eigum heimsmet í neyslu geðlyfja og heilbrigðiskerfi okkar nær ekki utan um vandann nema að litlu leyti þótt auknum fjármunum kunni að vera til að dreifa. Ísland mælist þrátt fyrir allt 6. ríkasta þjóð heims skv. OECD (Efnahags- og framfarastofnuninni). Þetta er auðvitað óboðlegt ástand. Ef við svipumst um stund eftir mögulegum orsökum þessa vaxandi heilsubrests, kemur sitthvað til álita. Hvað er það í samfélagsgerð okkar og háttum sem valdið getur svo ískyggilegum heilsubresti á vorum dögum? Við eigum þrátt fyrir allt að heita velferðarsamfélag sem fjárfest hefur allmyndarlega í menntun, heilbrigðiskerfi og lykilinnviðum. Erum að auki auðug að auðlindum og nýjum, sívaxandi tekjustofnum ríkissjóðs. Hvað greinir okkur frá þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við, Norðurlöndum og öðrum þróuðum Evrópuríkjum, annað en hryssingslegt veðurfarið? „The Drugs don´t Work“ Kann það að vera sú rótgróna og viðvarandi spenna sem einkennt hefur líf venjulegs fólks undanfarna hálfa öld og tengja mætti öldugangi og ófyrirsjáanleika íslensks efnahagslífs? Óttinn við að ná ekki endum saman um næstu mánaðamót? Að þurfa að horfast í augu við tóman ísskáp? Að ráða ekki við snarhækkaðar afborganir lána? Hið krampakennda og bólguþrútna efnahagsástand sem landsmenn hafa búið við langtímum saman, allt frá stofnun lýðveldisins, hreiðrar um sig í undirvitundinni eins og mara. Efnahagssveiflurnar gera okkur betur stæð eitt árið en fátæk það næsta. Ástandið er aldrei fyrirsjáanlegt eins og sjálfsagt þykir í þróðuðum nágrannaríkjum okkar. Gæti hér verið að finna rót þeirrar streitu sem smám saman leiðir til heilsubrests, óbærilegs ástands sem einungis rótsterk og rándýr lyf megna að sefa tímabundið? Meðulin sem gripið hefur verið til í Seðlabankanum gegn óstöðugleika efnahagslífins, virðast hins vegar ekkert megna að sefa, þrátt fyrir ítrekuð fyrirheit þar að lútandi. Sem rispuð vínylplata hljómar hér misserum saman viðlag gamla Verve-lagsins„The Drugs don´t Work“. Lækningajurtirnar úr garði Seðlabankans við Kalkofnveg virðast sumsé skammgóður vermir, líkt og lyfin sem daglega eru skenkt þeim tugþúsundum Íslendinga sem glíma við stöðugan kvíða og þunglyndi – af völdum ástandsins. Hér þarf nýjan gangráð Við verðum að horfast í augu við, greina og viðurkenna okkar stóralvarlega, viðvarandi þjóðarvanda. Ráðast síðan að rótum hans. Skammtímalækningar og snákaolíumeðferðir munu hér lítt gagnast. Heilsa sjálfs þjóðarlíkamans er í húfi. Víkjum okkur ekki undan óhjákvæmilegri breytingu, jafnvel þó til sársaukafulls uppskurðar þurfi að koma. Þessi óstöðugi púls efnahagslífsins er hreinlega ekki boðlegur lengur. Nýr, nútímalegur og traustur gangráður mundi hér miklu breyta til betri vegar og langrar framtíðar. Meinið blasir við. Lækningin sömuleiðis. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar