Rúnar bestur og Elín Klara best og efnilegust Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 12:27 Elín Klara Þorkelsdóttir var valin bæði best og efnilegust, og Rúnar Kárason valinn bestur, í Olís-deildunum í vetur. Samsett/HULDA MARGRÉT/Vilhelm Það er umtalsverður munur á aldri og reynslu þeirra leikmanna sem í dag voru útnefndir bestu leikmenn Olís-deild karla og kvenna í handbolta á síðustu leiktíð. Fyrir valinu urðu Elín Klara Þorkelsdóttir og Rúnar Kárason. Verðlaunahóf HSÍ fór fram í Minigarðinum í dag. Til stóð að hófið yrði í beinu streymi á Youtube-síðu HSÍ en ekkert varð af því. Kosið var um það eftir að deildakeppninni í vor lauk hverjir hverjir hefðu skarað fram úr á leiktíðinni, eða sem sagt áður en að úrslitakeppnin hófst. Elín Klara, leikstjórnandi Hauka, afrekaði það að vera kosin bæði best og efnilegust en hún er aðeins átján ára gömul. Hinn 35 ára gamli Rúnar Kárason, hægri skytta ÍBV í vetur, var hins vegar valinn bestur í Olís-deild karla rétt eins og í úrslitakeppninni eftir að hafa orðið Íslandsmeistari. Hann kveður nú Eyjaliðið og spilar með Fram á næstu leiktíð. Þjálfarar ársins í Olís-deildunum voru valdir þjálfarar deildarmeistaranna; Sigurður Bragason hjá kvennaliði ÍBV og Snorri Steinn Guðjónsson hjá karlaliði Vals, sem nú er orðinn landsliðsþjálfari. Öll verðlaun á hófinu má sjá hér að neðan. Háttvísiverðlaun HDSÍ: Blær Hinriksson Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir Dómarar ársins: Anton Gylfi Pálsson Jónas Elíasson Olísdeildir: Efnilegasti leikmaður Olísdeildar kvenna: Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar Efnilegasti leikmaður Olísdeildar karla: Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding Þorsteinn Leó Gunnarsson var efnilegastur í Olís-deild karla í vetur og vann sig inn í A-landsliðið.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Besti markvörður Olísdeildar kvenna: Marta Wawrzynkowska, ÍBV Besti markvörður Olísdeildar karla: Björgvin Páll Gústavsson, Valur Besti varnarmaður Olísdeildar kvenna: Sunna Jónsdóttir, ÍBV Besti varnarmaður Olísdeildar karla: Alexander Örn Júlíusson, Valur Besti sóknarmaður Olísdeildar kvenna: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV Besti sóknarmaður Olísdeildar karla: Benedikt Gunnar Óskarsson, Valur Sigurður Bragason gerði kvennalið ÍBV að bæði deildar- og bikarmeistara á síðustu leiktíð.vísir/Diego Þjálfari ársins í Olísdeild kvenna: Sigurður Bragason, ÍBV Þjálfari ársins í Olísdeild karla: Snorri Steinn Guðjónsson, Valur Besti leikmaður Olísdeildar kvenna: Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar Besti leikmaður Olísdeildar karla: Rúnar Kárason, ÍBV Sigríðarbikarinn: Sunna Jónsdóttir, ÍBV Valdimarsbikarinn: Rúnar Kárason, ÍBV Grill66 deildir: Efnilegasti leikmaður Grill66 deildar kvenna: Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta Efnilegasti leikmaður Grill66 deildar karla: Reynir Þór Stefánsson, Fram Besti markvörður Grill66 deildar kvenna: Hildur Öder Einarsdóttir, ÍR Besti markvörður Grill66 deildar karla: Sigurjón Guðmundsson, HK Besti varnarmaður Grill66 deildar kvenna: Susan Ines Barinas Gaboa, Afturelding Besti varnarmaður Grill66 deildar karla: Halldór Ingi Óskarsson, Víkingur Besti sóknarmaður Grill66 deildar kvenna: Sylvia Björt Blöndal, Afturelding Besti sóknarmaður Grill66 deildar karla: Símon Michael Guðjónsson, HK Þjálfari ársins í Grill66 deild kvenna: Guðmundur Helgi Pálsson, Afturelding Þjálfari ársins í Grill66 deild karla: Sebastian Alexanderson, HK Besti leikmaður Grill66 deildar kvenna: Karen Tinna Demian, ÍR Besti leikmaður Grill66 deildar karla: Símon Michael Guðjónsson, HK Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Verðlaunahóf HSÍ fór fram í Minigarðinum í dag. Til stóð að hófið yrði í beinu streymi á Youtube-síðu HSÍ en ekkert varð af því. Kosið var um það eftir að deildakeppninni í vor lauk hverjir hverjir hefðu skarað fram úr á leiktíðinni, eða sem sagt áður en að úrslitakeppnin hófst. Elín Klara, leikstjórnandi Hauka, afrekaði það að vera kosin bæði best og efnilegust en hún er aðeins átján ára gömul. Hinn 35 ára gamli Rúnar Kárason, hægri skytta ÍBV í vetur, var hins vegar valinn bestur í Olís-deild karla rétt eins og í úrslitakeppninni eftir að hafa orðið Íslandsmeistari. Hann kveður nú Eyjaliðið og spilar með Fram á næstu leiktíð. Þjálfarar ársins í Olís-deildunum voru valdir þjálfarar deildarmeistaranna; Sigurður Bragason hjá kvennaliði ÍBV og Snorri Steinn Guðjónsson hjá karlaliði Vals, sem nú er orðinn landsliðsþjálfari. Öll verðlaun á hófinu má sjá hér að neðan. Háttvísiverðlaun HDSÍ: Blær Hinriksson Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir Dómarar ársins: Anton Gylfi Pálsson Jónas Elíasson Olísdeildir: Efnilegasti leikmaður Olísdeildar kvenna: Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar Efnilegasti leikmaður Olísdeildar karla: Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding Þorsteinn Leó Gunnarsson var efnilegastur í Olís-deild karla í vetur og vann sig inn í A-landsliðið.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Besti markvörður Olísdeildar kvenna: Marta Wawrzynkowska, ÍBV Besti markvörður Olísdeildar karla: Björgvin Páll Gústavsson, Valur Besti varnarmaður Olísdeildar kvenna: Sunna Jónsdóttir, ÍBV Besti varnarmaður Olísdeildar karla: Alexander Örn Júlíusson, Valur Besti sóknarmaður Olísdeildar kvenna: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV Besti sóknarmaður Olísdeildar karla: Benedikt Gunnar Óskarsson, Valur Sigurður Bragason gerði kvennalið ÍBV að bæði deildar- og bikarmeistara á síðustu leiktíð.vísir/Diego Þjálfari ársins í Olísdeild kvenna: Sigurður Bragason, ÍBV Þjálfari ársins í Olísdeild karla: Snorri Steinn Guðjónsson, Valur Besti leikmaður Olísdeildar kvenna: Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar Besti leikmaður Olísdeildar karla: Rúnar Kárason, ÍBV Sigríðarbikarinn: Sunna Jónsdóttir, ÍBV Valdimarsbikarinn: Rúnar Kárason, ÍBV Grill66 deildir: Efnilegasti leikmaður Grill66 deildar kvenna: Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta Efnilegasti leikmaður Grill66 deildar karla: Reynir Þór Stefánsson, Fram Besti markvörður Grill66 deildar kvenna: Hildur Öder Einarsdóttir, ÍR Besti markvörður Grill66 deildar karla: Sigurjón Guðmundsson, HK Besti varnarmaður Grill66 deildar kvenna: Susan Ines Barinas Gaboa, Afturelding Besti varnarmaður Grill66 deildar karla: Halldór Ingi Óskarsson, Víkingur Besti sóknarmaður Grill66 deildar kvenna: Sylvia Björt Blöndal, Afturelding Besti sóknarmaður Grill66 deildar karla: Símon Michael Guðjónsson, HK Þjálfari ársins í Grill66 deild kvenna: Guðmundur Helgi Pálsson, Afturelding Þjálfari ársins í Grill66 deild karla: Sebastian Alexanderson, HK Besti leikmaður Grill66 deildar kvenna: Karen Tinna Demian, ÍR Besti leikmaður Grill66 deildar karla: Símon Michael Guðjónsson, HK
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira