Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2023 12:24 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. Hægt sé að velja milli þess að vera með kerfi þar sem nafnlaun hækka hóflega, með svipuðum hætti og í öðrum þjóðum, og þá getum verið með lága vexti. Eða hafa kerfi þar sem það eru miklar launahækkanir og sömuleiðis háa vexti. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ásgeir í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ásgeir sagðist hafa áhyggjur af því að háir vextir fari að koma meira niður á þjóðinni á komandi mánuðum Þörf sé á meiri samstöðu og trausti í íslensku samfélagi. Ásgeir segir að ef launafólk samþykki launahækkanir sem séu minni en verðbólga sé það í raun launaminnkun. Þá verði fólk að geta vænst þess að verðbólgan sé að ganga niður. Að atvinnurekendur svari ekki launahækkunum með því að færa þær inn í verðlagið. „Af þeim ástæðum hefur ég í þau þrettán skipti sem við höfum hækkað vexti, talað um þjóðarsátt,“ sagði Ásgeir. Ásgeir sagðist skilja að fólk væri lítið tilbúið til að semja um lækkun raunlauna, því væri þetta ekki hægt nema allir væru í sama báti og það ríkti sæmilegt traust og agi meðal atvinnurekanda varðandi það að halda aftur af verðhækkunum. „Um leið og verðbólgan fer niður, þá mun Seðlabankinn lækka vexti,“ sagði Ásgeir meðal annars í þættinum. Hann sagði að líka þyrfti sátt um að reyna að tryggja að þeir tekjulægstu yrðu ekki illa úti vegna verðbólgu og vaxtahækkun. Seðlabankinn hefði ekki tæki til þess heldur virkuðu þau jafnt yfir alla. Hlusta má á spjall þeirra Kristjáns og Ásgeirs í spilaranum hér að neðan. Ásgeir tók fram að það yrði að horfast í augu við það að allir þyrftu að taka ábyrgð. Seðlabankinn og hann sjálfur myndu gera það varðandi það sem að þeim kæmi. „Við hefðum ekkert þurft að hækka vexti svona hátt,“ sagði Ásgeir. „Ef við hefðum unnið betur saman.“ Hann sagði þjóðinni vera að fjölga mjög hratt og fjölgunin væri eiginlega fordæmalaus. Það setti þrýsting á margt í íslensku samfélagi. Þar á meðal væri húsnæðismarkaðurinn, leikskólar og aðrir skólar, það vantaði skóla og kennara og sagði hann þrýsting vera á mörgu öðru. „Vaxtahækkanir eru ekkert sérstaklega gott meðal við þessu öllu saman,“ sagði Ásgeir. Kristján greip þá inni í og spurði hvort vaxtahækkanir væru í rauninni eina meðalið í boði. Hann sæi ekki betur en það væri eina tólið sem verið væri að beita og markmiðið með vaxtahækkunum væri að kæfa fasteignamarkaðinn. Ásgeir sagðist vilja gefa aðilum vinnumarkaðarins og ríkisstjórninni tíma til að bregðast við. Seðlabankinn hefði meiri valdheimildir og gæti sett efnahagslífið í niðursveiflu. Það væri hins vegar ekki æskilegt. „Ég á engan annan kost en þann, sem seðlabankastjóri og með þá ábyrgð sem ég er með, að undirbúa þjóðina og bankann að við þurfum að fara inn í þann tíma að það verði ekki þessi sátt. Að það verði áfram höfrungahlaup, verkföll og svo framvegis. Þá eru verðtryggð lán að koma aftur,“ sagði Ásgeir. Hann sagði verið væri að leggja línurnar fyrir bankana að þar eigi að bregðast við of hárri greiðslubyrði. Fólk þurfi að gera það einnig. Fari allt á versta veg, verði fólk að vera undirbúið. Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Sjá meira
Hægt sé að velja milli þess að vera með kerfi þar sem nafnlaun hækka hóflega, með svipuðum hætti og í öðrum þjóðum, og þá getum verið með lága vexti. Eða hafa kerfi þar sem það eru miklar launahækkanir og sömuleiðis háa vexti. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ásgeir í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ásgeir sagðist hafa áhyggjur af því að háir vextir fari að koma meira niður á þjóðinni á komandi mánuðum Þörf sé á meiri samstöðu og trausti í íslensku samfélagi. Ásgeir segir að ef launafólk samþykki launahækkanir sem séu minni en verðbólga sé það í raun launaminnkun. Þá verði fólk að geta vænst þess að verðbólgan sé að ganga niður. Að atvinnurekendur svari ekki launahækkunum með því að færa þær inn í verðlagið. „Af þeim ástæðum hefur ég í þau þrettán skipti sem við höfum hækkað vexti, talað um þjóðarsátt,“ sagði Ásgeir. Ásgeir sagðist skilja að fólk væri lítið tilbúið til að semja um lækkun raunlauna, því væri þetta ekki hægt nema allir væru í sama báti og það ríkti sæmilegt traust og agi meðal atvinnurekanda varðandi það að halda aftur af verðhækkunum. „Um leið og verðbólgan fer niður, þá mun Seðlabankinn lækka vexti,“ sagði Ásgeir meðal annars í þættinum. Hann sagði að líka þyrfti sátt um að reyna að tryggja að þeir tekjulægstu yrðu ekki illa úti vegna verðbólgu og vaxtahækkun. Seðlabankinn hefði ekki tæki til þess heldur virkuðu þau jafnt yfir alla. Hlusta má á spjall þeirra Kristjáns og Ásgeirs í spilaranum hér að neðan. Ásgeir tók fram að það yrði að horfast í augu við það að allir þyrftu að taka ábyrgð. Seðlabankinn og hann sjálfur myndu gera það varðandi það sem að þeim kæmi. „Við hefðum ekkert þurft að hækka vexti svona hátt,“ sagði Ásgeir. „Ef við hefðum unnið betur saman.“ Hann sagði þjóðinni vera að fjölga mjög hratt og fjölgunin væri eiginlega fordæmalaus. Það setti þrýsting á margt í íslensku samfélagi. Þar á meðal væri húsnæðismarkaðurinn, leikskólar og aðrir skólar, það vantaði skóla og kennara og sagði hann þrýsting vera á mörgu öðru. „Vaxtahækkanir eru ekkert sérstaklega gott meðal við þessu öllu saman,“ sagði Ásgeir. Kristján greip þá inni í og spurði hvort vaxtahækkanir væru í rauninni eina meðalið í boði. Hann sæi ekki betur en það væri eina tólið sem verið væri að beita og markmiðið með vaxtahækkunum væri að kæfa fasteignamarkaðinn. Ásgeir sagðist vilja gefa aðilum vinnumarkaðarins og ríkisstjórninni tíma til að bregðast við. Seðlabankinn hefði meiri valdheimildir og gæti sett efnahagslífið í niðursveiflu. Það væri hins vegar ekki æskilegt. „Ég á engan annan kost en þann, sem seðlabankastjóri og með þá ábyrgð sem ég er með, að undirbúa þjóðina og bankann að við þurfum að fara inn í þann tíma að það verði ekki þessi sátt. Að það verði áfram höfrungahlaup, verkföll og svo framvegis. Þá eru verðtryggð lán að koma aftur,“ sagði Ásgeir. Hann sagði verið væri að leggja línurnar fyrir bankana að þar eigi að bregðast við of hárri greiðslubyrði. Fólk þurfi að gera það einnig. Fari allt á versta veg, verði fólk að vera undirbúið.
Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Sjá meira