UEFA aftur gagnrýnt vegna miðamála og aðstæðna í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2023 07:01 Þessir áhorfendur virðast hafa skemmt sér vel en það átti ekki við um alla. Brendan Moran/Getty Images Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sætir nú gagnrýni vegna hvernig staðið var að málum í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu karla megin. Er þetta annað árið í röð sem það gerist. Manchester City varð um helgina Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó. Leikurinn fór fram á Atatürk-Ólympíuvellinum í Istanbúl í Tyrklandi. Á leikdegi fóru að berast fregnir af því að stuðningsfólk væri strandað á leið sinni á leikinn, að fólk kæmist ekki inn á völlinn þrátt fyrir að vera með gildan miða og því um líkt. Sama var upp á teningnum þegar Liverpool og Real Madríd mættust í París. Þá greip lögreglan til þeirra ráða að skjóta táragasi á fólk og hlaut hún mikla gagnrýni fyrir sem og UEFA. The Independent greinir frá því að UEFA sæti nú mikilli gagnrýni þar sem „hættulegt kaos“ myndaðist í aðdraganda leiksins. Stuðningfólk beggja liða segir að aðstæðurnar hafi ekki verið eins og best verði á kosið og öryggi þeirra hafi ekki verið tryggt. Stuðningsfólk þurfti að ferðast í smárútu í allt að þrjá tíma án vatns og án þess að komast á klósettið. Lítil sem engin aðstoð eftir leik fyrir eldra fólk eða fólk í hjólastól. Enduðu flest á að þurfa að taka leigubíla sem rukkuðu 30 þúsund íslenskar krónur. Aðeins tveir sölubásar fyrir heila stúku af áhorfendum. Fólk beið í allt að tvo tíma eftir að geta keypt vatn. Minna en 20 klósett á sérstöku áhorfendasvæði þar sem allt að 20 þúsund manns voru. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir að halda leik sem þennan á leikvangi sem er jafn illa í stakk búinn við slíkum fjölda eins og raun bar vitni. Völlurinn er staðsettur rúmlega 20 kílómetra frá miðbæ Istanbúl. Situation in Istanbul. 4+ hours until kick-off #UCLFinal pic.twitter.com/DowVOjIEOu— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) June 10, 2023 Það var snemma ljóst að mikill flöskuháls myndi myndast þar sem aðeins eru í raun tvær götur sem liggja að vellinum. Báðar leiðir fylltust heilum sex tímum fyrir leik og skildi það fólk eftir strandað á götunni. Þá er lestarkerfi svæðisins í nýrra lagi og í engan veginn undir það búið að þjóna slíkum fjölda og mætti á leikinn. UEFA hefur verið gagnrýnt fyrir að skoða aðstæður ekki betur þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar átti að fara fram í Istanbúl bæði 2020 og svo 2021 en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu karla megin á næstu leiktíð fer fram á Wembley í Lundúnum þann 1. júní. Það er ljóst að pressan verður mikil á UEFA að sá leikur fari fram án allra vandræða. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Manchester City varð um helgina Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó. Leikurinn fór fram á Atatürk-Ólympíuvellinum í Istanbúl í Tyrklandi. Á leikdegi fóru að berast fregnir af því að stuðningsfólk væri strandað á leið sinni á leikinn, að fólk kæmist ekki inn á völlinn þrátt fyrir að vera með gildan miða og því um líkt. Sama var upp á teningnum þegar Liverpool og Real Madríd mættust í París. Þá greip lögreglan til þeirra ráða að skjóta táragasi á fólk og hlaut hún mikla gagnrýni fyrir sem og UEFA. The Independent greinir frá því að UEFA sæti nú mikilli gagnrýni þar sem „hættulegt kaos“ myndaðist í aðdraganda leiksins. Stuðningfólk beggja liða segir að aðstæðurnar hafi ekki verið eins og best verði á kosið og öryggi þeirra hafi ekki verið tryggt. Stuðningsfólk þurfti að ferðast í smárútu í allt að þrjá tíma án vatns og án þess að komast á klósettið. Lítil sem engin aðstoð eftir leik fyrir eldra fólk eða fólk í hjólastól. Enduðu flest á að þurfa að taka leigubíla sem rukkuðu 30 þúsund íslenskar krónur. Aðeins tveir sölubásar fyrir heila stúku af áhorfendum. Fólk beið í allt að tvo tíma eftir að geta keypt vatn. Minna en 20 klósett á sérstöku áhorfendasvæði þar sem allt að 20 þúsund manns voru. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir að halda leik sem þennan á leikvangi sem er jafn illa í stakk búinn við slíkum fjölda eins og raun bar vitni. Völlurinn er staðsettur rúmlega 20 kílómetra frá miðbæ Istanbúl. Situation in Istanbul. 4+ hours until kick-off #UCLFinal pic.twitter.com/DowVOjIEOu— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) June 10, 2023 Það var snemma ljóst að mikill flöskuháls myndi myndast þar sem aðeins eru í raun tvær götur sem liggja að vellinum. Báðar leiðir fylltust heilum sex tímum fyrir leik og skildi það fólk eftir strandað á götunni. Þá er lestarkerfi svæðisins í nýrra lagi og í engan veginn undir það búið að þjóna slíkum fjölda og mætti á leikinn. UEFA hefur verið gagnrýnt fyrir að skoða aðstæður ekki betur þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar átti að fara fram í Istanbúl bæði 2020 og svo 2021 en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu karla megin á næstu leiktíð fer fram á Wembley í Lundúnum þann 1. júní. Það er ljóst að pressan verður mikil á UEFA að sá leikur fari fram án allra vandræða.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti