Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 0-2 | Spútnikliðið getur ekki hætt að vinna Dagur Lárusson skrifar 12. júní 2023 21:05 Vísir/Hulda Margrét Nýliðar FH héldu góðu gengi sínu í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu áfram með frábærum 2-0 sigri á Stjörnunni þegar liðin mættust í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ. Gestirnir í FH byrjaði leikinn af miklum krafti og pressuðu Stjörnukonur vel og börðust eins og grenjandi ljón. Það skilaði sér á 6.mínútu leiksins þegar Mackenzie fékk boltann á vinstri vængnum, sneri glæsilega á varnarmann áður en hún hélt inn á teig þar sem hún fann Hildigunni Ýr eina á auðum sjó og af á hana og Hildigunnur skoraði framhjá Auði í marki Stjörnunnar, staða orðin 0-1. Það tók FH ekki langan tíma að tvöfalda forystu sína því sex mínútum síðar var Mackenzie aftur á ferðinni en þá fann hún Esther Rós inni á teignum og Esther skoraði af miklu öryggi. Staðan orðin 0-2. Stjörnukonur sóttu í sig veðrið eftir þetta og áttu nokkur góð tækifæri en Aldís Guðlaugsdóttir var vandanum vaxin í marki FH og varði vel. Staðan var 0-2 í hálfleiknum því á brattan að sækja fyrir Stjörnuna í seinni hálfleiknum. Það var þó ekki mikið um færi í seinni hálfleiknum þar sem FH-ingar vörðust mjög vel og náðu að halda út. Lokatölur í Garðabænum 0-2 og FH því komið með þrettán stig í deildinni og komast upp fyrir Stjörnuna sem er ennþá með ellefu stig. Af hverju vann FH? FH liðið mætti mikið ákveðnara til leiks og það má segja að fyrsti stundarfjórðungurinn hafi sett tóninn og ákveðið úrslitin í leiknum. Hápressan og baráttan í FH-liðinu skein í gegnum í þessum leik og þá sérstaklega í byrjun leiks. Hverjir stóðu uppúr? Mackenzie var óstöðvandi í sóknarleik FH. Hún lagði upp bæði mörk liðsins af miklu harðfylgi og Stjörnukonur réðu ekkert við hana. Aldís varði einnig mjög vel í marki FH. Hvað fór illa? Stjörnukonur fengu klárlega færi til þess að jafna leikinn en þær náðu aldrei að sigra Aldísi, þær voru einfaldlega ekki á skotskónum í kvöld. Frábært framlag hjá leikmönnum FH Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir sigur síns liðs gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Nei ég myndi nú ekki segja að það hafi allt gengið upp í kvöld, þá hefðum við unnið þetta stærra, en það gekk mikið upp,“ byrjaði Guðni Eiríksson að segja. „Þetta var frábært framlag hjá leikmönnum FH og þær eru vel að þessum sigri komnar,“ hélt Guðni áfram að segja. Guðni talaði um mikilvægi þess að liðið myndi spila sinn leik og hann taldi að stelpurnar gerðu það. „Við vildum spila okkar leik, pressa hátt uppi og vera þéttar þegar við þyrftum á því að halda og fá þá skyndisóknir út frá því. Þær gerðu allt þetta mjög vel.“ Guðni vildi meina að liðið sitt hafi sett tóninn í byrjun leiks. „Já það er rétt hjá þér, við settum tóninn klárlega í byrjun leiks og við höfum gert það áður í sumar og það var gott og jákvætt að sjá að það leikplan hafi gengið upp.“ Að lokum talaði Guðni síðan um stemningu í kringum liðið. „Það fylgir stemning þegar liðið vinnur mikið af leikjum og við erum búnar að spila vel upp á síðkastið þannig þetta helst allt í hendur. Það er gaman að sjá stuðningsmennina svona með í þessu og ég vona að þetta haldi áfram svona,“ endaði Guðni á að segja. Ansi margt sem fór úrskeiðis Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Það var ansi margt sem fór úrskeiðis og kannski of margt til þess að telja upp hér,“ byrjaði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Við fáum mjög góð færi til þess að setja mark okkar á þennan leik en við náum ekki að nýta þau þannig það fór ekki nægilega vel. Við fáum meðal annars fyrsta alvöru færi í leiknum en við náðum ekki að nýta það,“ hélt Kristján áfram. „Við fáum nokkur færi einar gegn markmanni en við náum ekki að skora og síðan inn á milli eru tæknileg mistök sem við vorum klaufar að gera. Við skulum kannski bara orða það þannig að við vorum ekki á skotskónum í dag.“ Kristján vildi meina að liðið sitt hafi einnig verið undir í baráttunni. „Við erum undir í ákveðinni baráttu inná vellinum á milli leikmanna og það er alveg ljóst. Ég á samt eftir að skora mörkin betur en það var klárlega auðveldar fyrir FH liðið að skora heldur en okkur,“ endaði Kristján Guðmundsson að segja eftir leik. Besta deild kvenna FH Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn
Nýliðar FH héldu góðu gengi sínu í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu áfram með frábærum 2-0 sigri á Stjörnunni þegar liðin mættust í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ. Gestirnir í FH byrjaði leikinn af miklum krafti og pressuðu Stjörnukonur vel og börðust eins og grenjandi ljón. Það skilaði sér á 6.mínútu leiksins þegar Mackenzie fékk boltann á vinstri vængnum, sneri glæsilega á varnarmann áður en hún hélt inn á teig þar sem hún fann Hildigunni Ýr eina á auðum sjó og af á hana og Hildigunnur skoraði framhjá Auði í marki Stjörnunnar, staða orðin 0-1. Það tók FH ekki langan tíma að tvöfalda forystu sína því sex mínútum síðar var Mackenzie aftur á ferðinni en þá fann hún Esther Rós inni á teignum og Esther skoraði af miklu öryggi. Staðan orðin 0-2. Stjörnukonur sóttu í sig veðrið eftir þetta og áttu nokkur góð tækifæri en Aldís Guðlaugsdóttir var vandanum vaxin í marki FH og varði vel. Staðan var 0-2 í hálfleiknum því á brattan að sækja fyrir Stjörnuna í seinni hálfleiknum. Það var þó ekki mikið um færi í seinni hálfleiknum þar sem FH-ingar vörðust mjög vel og náðu að halda út. Lokatölur í Garðabænum 0-2 og FH því komið með þrettán stig í deildinni og komast upp fyrir Stjörnuna sem er ennþá með ellefu stig. Af hverju vann FH? FH liðið mætti mikið ákveðnara til leiks og það má segja að fyrsti stundarfjórðungurinn hafi sett tóninn og ákveðið úrslitin í leiknum. Hápressan og baráttan í FH-liðinu skein í gegnum í þessum leik og þá sérstaklega í byrjun leiks. Hverjir stóðu uppúr? Mackenzie var óstöðvandi í sóknarleik FH. Hún lagði upp bæði mörk liðsins af miklu harðfylgi og Stjörnukonur réðu ekkert við hana. Aldís varði einnig mjög vel í marki FH. Hvað fór illa? Stjörnukonur fengu klárlega færi til þess að jafna leikinn en þær náðu aldrei að sigra Aldísi, þær voru einfaldlega ekki á skotskónum í kvöld. Frábært framlag hjá leikmönnum FH Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir sigur síns liðs gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Nei ég myndi nú ekki segja að það hafi allt gengið upp í kvöld, þá hefðum við unnið þetta stærra, en það gekk mikið upp,“ byrjaði Guðni Eiríksson að segja. „Þetta var frábært framlag hjá leikmönnum FH og þær eru vel að þessum sigri komnar,“ hélt Guðni áfram að segja. Guðni talaði um mikilvægi þess að liðið myndi spila sinn leik og hann taldi að stelpurnar gerðu það. „Við vildum spila okkar leik, pressa hátt uppi og vera þéttar þegar við þyrftum á því að halda og fá þá skyndisóknir út frá því. Þær gerðu allt þetta mjög vel.“ Guðni vildi meina að liðið sitt hafi sett tóninn í byrjun leiks. „Já það er rétt hjá þér, við settum tóninn klárlega í byrjun leiks og við höfum gert það áður í sumar og það var gott og jákvætt að sjá að það leikplan hafi gengið upp.“ Að lokum talaði Guðni síðan um stemningu í kringum liðið. „Það fylgir stemning þegar liðið vinnur mikið af leikjum og við erum búnar að spila vel upp á síðkastið þannig þetta helst allt í hendur. Það er gaman að sjá stuðningsmennina svona með í þessu og ég vona að þetta haldi áfram svona,“ endaði Guðni á að segja. Ansi margt sem fór úrskeiðis Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Það var ansi margt sem fór úrskeiðis og kannski of margt til þess að telja upp hér,“ byrjaði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Við fáum mjög góð færi til þess að setja mark okkar á þennan leik en við náum ekki að nýta þau þannig það fór ekki nægilega vel. Við fáum meðal annars fyrsta alvöru færi í leiknum en við náðum ekki að nýta það,“ hélt Kristján áfram. „Við fáum nokkur færi einar gegn markmanni en við náum ekki að skora og síðan inn á milli eru tæknileg mistök sem við vorum klaufar að gera. Við skulum kannski bara orða það þannig að við vorum ekki á skotskónum í dag.“ Kristján vildi meina að liðið sitt hafi einnig verið undir í baráttunni. „Við erum undir í ákveðinni baráttu inná vellinum á milli leikmanna og það er alveg ljóst. Ég á samt eftir að skora mörkin betur en það var klárlega auðveldar fyrir FH liðið að skora heldur en okkur,“ endaði Kristján Guðmundsson að segja eftir leik.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti