Semur um vopnahlé við uppreisnarmenn á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2023 10:38 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á í basli með mjög íhaldssama og umdeilda þingmenn Repúblikanaflokksins. AP/Andrew Harnik Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, komst í gærkvöldi að samkomulagi við hóp þingmanna Repúblikanaflokksins sem hafa haldið þinginu í gíslingu í viku. Hann fundaði með hópi þingmanna í klukkustund í gær og tilkynnti í kjölfarið að greitt yrði atkvæði um fimm frumvörp og tillögur í þessari viku. Þar á meðal er þingsályktunartillaga um að fordæma nýjar vopnareglur sem ríkisstjórn Joe Biden, forseta, hefur komið á. Washington Post segir McCarthy hafi einnig orðið við kröfum þessa hóps um umfangsmeiri niðurskurð. Hópurinn vill einnig fá meiri aðkomu að öllum viðræðum um frumvörp og að McCarthy fái ekki hjálp Demókrata við að koma frumvörpum í gegnum þingið. Þá sagðist McCarthy ætla að funda frekar með þingmönnunum sem hafa staðið í þessari uppreisn á næstu vikum. Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Þeir héldu þinginu í gíslingu í síðustu viku með því að koma í veg fyrir að hægt væri að greiða atkvæði. Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. AP fréttaveitan segir að þó McCarthy hafi tilkynnt að atkvæðagreiðslur færu fram í þessari viku, hafi hann viðurkennt að standa frammi fyrir sambærilegri uppreisn aftur á næstunni. „Kannski verðum við aftur á sama stað í næstu viku,“ sagði Matt Gaetz, er hann gekk af fundinum með McCarthy í gær. Matt Rosendale, sem einnig tilheyrir uppreisnarhópnum, sagði að hópurinn þurfi að sjá árangur í niðurskurðarmálum, annars verði þinghald stöðvað á nýjan leik. Repúblikanar eru að byrja að semja fjárlagafrumvarp en McCarthy hefur samkvæmt frétt Washington Post, gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að ganga lengra í niðurskurði en samkomulag hans við Biden segir til um. Það gæti leitt til þess að rekstur alríkisins í Bandaríkjunum yrði stöðvaður. Fjárlagafrumvarp þyrfti einnig að verða samþykkt í öldungadeildinni og Repúblikanar þar hafa sagt að þeir séu mótfallnir niðurskurði í varnarmálum. Demókratar þar, sem eru í meirihluta, hafa einnig sagt að niðurskurður í velferðarmálum komi ekki til greina. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Þar á meðal er þingsályktunartillaga um að fordæma nýjar vopnareglur sem ríkisstjórn Joe Biden, forseta, hefur komið á. Washington Post segir McCarthy hafi einnig orðið við kröfum þessa hóps um umfangsmeiri niðurskurð. Hópurinn vill einnig fá meiri aðkomu að öllum viðræðum um frumvörp og að McCarthy fái ekki hjálp Demókrata við að koma frumvörpum í gegnum þingið. Þá sagðist McCarthy ætla að funda frekar með þingmönnunum sem hafa staðið í þessari uppreisn á næstu vikum. Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Þeir héldu þinginu í gíslingu í síðustu viku með því að koma í veg fyrir að hægt væri að greiða atkvæði. Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. AP fréttaveitan segir að þó McCarthy hafi tilkynnt að atkvæðagreiðslur færu fram í þessari viku, hafi hann viðurkennt að standa frammi fyrir sambærilegri uppreisn aftur á næstunni. „Kannski verðum við aftur á sama stað í næstu viku,“ sagði Matt Gaetz, er hann gekk af fundinum með McCarthy í gær. Matt Rosendale, sem einnig tilheyrir uppreisnarhópnum, sagði að hópurinn þurfi að sjá árangur í niðurskurðarmálum, annars verði þinghald stöðvað á nýjan leik. Repúblikanar eru að byrja að semja fjárlagafrumvarp en McCarthy hefur samkvæmt frétt Washington Post, gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að ganga lengra í niðurskurði en samkomulag hans við Biden segir til um. Það gæti leitt til þess að rekstur alríkisins í Bandaríkjunum yrði stöðvaður. Fjárlagafrumvarp þyrfti einnig að verða samþykkt í öldungadeildinni og Repúblikanar þar hafa sagt að þeir séu mótfallnir niðurskurði í varnarmálum. Demókratar þar, sem eru í meirihluta, hafa einnig sagt að niðurskurður í velferðarmálum komi ekki til greina.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40
McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36
Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06