Eins og að hlaupa tvö maraþon og ellefu Esjur Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júní 2023 08:00 Snorri þegar hann kom í mark en hann endaði í sæti 33 á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi. Mynd/sigurður Pétur Jóhannsson Ljósmyndarinn Snorri Björnsson tók þátt á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi í Austurríki á föstudaginn og náði frábærum árangri. Hann er loksins farinn að sætta sig við það að kalla sig hlaupara. Hlaupið fór fram í Innsbruck í Austurríki og hafnaði Snorri í 33.sæti mótsins í 85 kílómetra hlaupi. Hann fór vegalengdina á rúmlega ellefu klukkustundum. „Ég er svona að sætta mig við það og horfast í augu við það að ég sé orðinn hlaupari. Ég var alltaf bara í Crossfitinu en síðan fór maður svona hægt og rólega að fara hlaupa og síðan fór maður yfir í maraþonið en átti alltaf erfitt með að kalla mig hlaupa miðið við tímana sem ég var að fara á. En núna segir ég við sjálfan mig að ég sé hlaupari,“ segir Snorri Björns og heldur áfram. „Þetta er svona aðeins öðruvísi hlaup en maraþon því þá er hlaupið á jafnsléttu. Þetta er í raun andstæða og þú þarft að eiga við hæðarmetra. Ef við setjum þetta í samhengi þá er hækkunin þarna 6500 metra, svona eins og ellefu Esjur og svo er hlaupið tvö maraþon. Svo kemur ofan í þetta háfjallaloft, erfiðir stígar og mikill hiti.“ Snorri segir að hlaupið hafi sannarlega tekið á en ekki það erfiðast sem hann hefur gert. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá myndi ég segja að þegar ég fór fyrst Laugaveginn þá hafði ég aldrei upplifað aðra eins þjáningu, sjokk og áreynslu. Ég var bara eftir mig dagana, vikurnar og mánuðina eftir það hlaup. Þá vissi ég ekki við hverju ég átti að búast en núna er ég kominn með smá vott af reynslu, þó þetta hafi vissulega verið erfiðara hlaup.“ Hann segist hafa verið með skýrt plan í hausnum allt hlaupið. „Ég ætlaði bara að hlaupa mjög öruggt í byrjun og fara í rauninni of hægt ef ég gæti. Ef ég ætti eitthvað inni þá myndi ég taka það út í lokin, það var planið,“ segir Snorri en það kom honum verulega á óvart að hann skildi ná að lenda í sæti 33 á heimsmeistaramóti og er hann gríðarlega stoltur af afrekinu. Hér að neðan má sjá viðtal við Snorra sem var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hlaup Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Hlaupið fór fram í Innsbruck í Austurríki og hafnaði Snorri í 33.sæti mótsins í 85 kílómetra hlaupi. Hann fór vegalengdina á rúmlega ellefu klukkustundum. „Ég er svona að sætta mig við það og horfast í augu við það að ég sé orðinn hlaupari. Ég var alltaf bara í Crossfitinu en síðan fór maður svona hægt og rólega að fara hlaupa og síðan fór maður yfir í maraþonið en átti alltaf erfitt með að kalla mig hlaupa miðið við tímana sem ég var að fara á. En núna segir ég við sjálfan mig að ég sé hlaupari,“ segir Snorri Björns og heldur áfram. „Þetta er svona aðeins öðruvísi hlaup en maraþon því þá er hlaupið á jafnsléttu. Þetta er í raun andstæða og þú þarft að eiga við hæðarmetra. Ef við setjum þetta í samhengi þá er hækkunin þarna 6500 metra, svona eins og ellefu Esjur og svo er hlaupið tvö maraþon. Svo kemur ofan í þetta háfjallaloft, erfiðir stígar og mikill hiti.“ Snorri segir að hlaupið hafi sannarlega tekið á en ekki það erfiðast sem hann hefur gert. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá myndi ég segja að þegar ég fór fyrst Laugaveginn þá hafði ég aldrei upplifað aðra eins þjáningu, sjokk og áreynslu. Ég var bara eftir mig dagana, vikurnar og mánuðina eftir það hlaup. Þá vissi ég ekki við hverju ég átti að búast en núna er ég kominn með smá vott af reynslu, þó þetta hafi vissulega verið erfiðara hlaup.“ Hann segist hafa verið með skýrt plan í hausnum allt hlaupið. „Ég ætlaði bara að hlaupa mjög öruggt í byrjun og fara í rauninni of hægt ef ég gæti. Ef ég ætti eitthvað inni þá myndi ég taka það út í lokin, það var planið,“ segir Snorri en það kom honum verulega á óvart að hann skildi ná að lenda í sæti 33 á heimsmeistaramóti og er hann gríðarlega stoltur af afrekinu. Hér að neðan má sjá viðtal við Snorra sem var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Hlaup Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira