Sveitarstjórn, stattu með sjálfri þér í dag og segðu Nei! Margrét Erlendsdóttir skrifar 14. júní 2023 12:30 Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar verður afgreidd á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kl. 17 í dag. Ef sveitarstjórnin ætlar ekki að ganga gegn eigin orðum og svíkja sjálfa sig þá á hún aðeins einn kost. Hún verður að hafna umsókninni. Þann 15. febrúar sl. var haldinn íbúafundur í Árnesi þar sem kynnt var staða framkvæmdaleyfis hjá sveitarstjórn. Frá því er skemmst að segja að sveitarstjórinn fór þar ýtarlega yfir hvort sveitarfélagið myndi hafa einhvern fjárhagslegan ávinning af Hvammsvirkjun. Stutta svarið var nei og afstaða sveitarstjórans var skýr þegar hann sagði: „Mér finnst nærsamfélagið ekki hafa neitt upp úr þessu mér finnst við ekki njóta ávinnings af þessari starfsemi. Þeim mun meiri gögn sem ég hef fengið og þeim mun meira sem ég fer í gegn um það þeim mun betri mynd fæ ég af þessu.“ Sveitarstjórinn skýrði m.a. út að samspil tekna sveitarsjóðs og framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga gæti orðið til þess að sveitarsjóður myndi beinlínis tapa á framkvæmdinni. Sveitarstjórinn sagði enga hafa dregið í efa að útreikningar hans væru réttir. Hann sagði líka að orkumálaráðherra, forstjóri Landsvirkjunar og hann sjálfur væru sammála því að setja þyrfti einhvers konar breytingar í lög til að tryggja nærumhverfinu sanngjarna skiptingu á auðlindinni. Og sjálfur sagðist hann telja að þetta þyrfti Alþingi að gera fyrir vorið. Efasemdir um lögmæti Á íbúafundinum sagði sveitarstjóri frá því að hann hefði fengið lögfræðing sveitarfélagsins til að óska eftir lögfræðiáliti á því hvort sveitarstjórn sem beri ábyrgð á rekstri sveitarfélags sé heimilt að lögum að veita leyfi til framkvæmda sem hafa hugsanlega neikvæð fjárhagsleg áhrif á sveitarfélagið. Það sem blasir við Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum. Ekkert hefur breyst sem gerir það að verkum að sveitarstjórn geti veitt leyfi fyrir Hvammsvirkjun með fullvissu fyrir því að framkvæmdin muni skapa sveitarfélaginu fjárhagslegan ávinning, hvað þá meira. Það hefur reyndar verið skipaður starfshópur á vegum fjármálaráðherra til að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu en hvað út úr því kemur og hvenær er ómögulegt að segja. Það er vandséð hvernig ábyrg sveitarstjórn getur veitt framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar að svo stöddu þó svo hún líti eingöngu á fjárhagslega hlið málsins. Allt hitt, sem er auðvitað svo miklu stærra en peningahlið þessa máls, verður ekki rætt um hér. Ekki nema til að segja það sem öllum ætti löngu að vera ljóst, að tjónið og skaðinn sem Hvammsvirkjun mun valda á náttúru og samfélag verður aldrei bætt. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Landsvirkjun Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar verður afgreidd á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kl. 17 í dag. Ef sveitarstjórnin ætlar ekki að ganga gegn eigin orðum og svíkja sjálfa sig þá á hún aðeins einn kost. Hún verður að hafna umsókninni. Þann 15. febrúar sl. var haldinn íbúafundur í Árnesi þar sem kynnt var staða framkvæmdaleyfis hjá sveitarstjórn. Frá því er skemmst að segja að sveitarstjórinn fór þar ýtarlega yfir hvort sveitarfélagið myndi hafa einhvern fjárhagslegan ávinning af Hvammsvirkjun. Stutta svarið var nei og afstaða sveitarstjórans var skýr þegar hann sagði: „Mér finnst nærsamfélagið ekki hafa neitt upp úr þessu mér finnst við ekki njóta ávinnings af þessari starfsemi. Þeim mun meiri gögn sem ég hef fengið og þeim mun meira sem ég fer í gegn um það þeim mun betri mynd fæ ég af þessu.“ Sveitarstjórinn skýrði m.a. út að samspil tekna sveitarsjóðs og framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga gæti orðið til þess að sveitarsjóður myndi beinlínis tapa á framkvæmdinni. Sveitarstjórinn sagði enga hafa dregið í efa að útreikningar hans væru réttir. Hann sagði líka að orkumálaráðherra, forstjóri Landsvirkjunar og hann sjálfur væru sammála því að setja þyrfti einhvers konar breytingar í lög til að tryggja nærumhverfinu sanngjarna skiptingu á auðlindinni. Og sjálfur sagðist hann telja að þetta þyrfti Alþingi að gera fyrir vorið. Efasemdir um lögmæti Á íbúafundinum sagði sveitarstjóri frá því að hann hefði fengið lögfræðing sveitarfélagsins til að óska eftir lögfræðiáliti á því hvort sveitarstjórn sem beri ábyrgð á rekstri sveitarfélags sé heimilt að lögum að veita leyfi til framkvæmda sem hafa hugsanlega neikvæð fjárhagsleg áhrif á sveitarfélagið. Það sem blasir við Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum. Ekkert hefur breyst sem gerir það að verkum að sveitarstjórn geti veitt leyfi fyrir Hvammsvirkjun með fullvissu fyrir því að framkvæmdin muni skapa sveitarfélaginu fjárhagslegan ávinning, hvað þá meira. Það hefur reyndar verið skipaður starfshópur á vegum fjármálaráðherra til að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu en hvað út úr því kemur og hvenær er ómögulegt að segja. Það er vandséð hvernig ábyrg sveitarstjórn getur veitt framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar að svo stöddu þó svo hún líti eingöngu á fjárhagslega hlið málsins. Allt hitt, sem er auðvitað svo miklu stærra en peningahlið þessa máls, verður ekki rætt um hér. Ekki nema til að segja það sem öllum ætti löngu að vera ljóst, að tjónið og skaðinn sem Hvammsvirkjun mun valda á náttúru og samfélag verður aldrei bætt. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar