„Auðvitað er þetta gríðarlega mikilvægur leikur í riðlinum“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 20:31 Jón Dagur Þorsteinsson. Vísir/Valur Páll Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður OH Leuven í Belgíu og íslenska landsliðsins, segist fullur tilhlökkunar fyrir komandi landsliðverkefni í undankeppni EM. Ísland mætir Slóvakíu á sjálfan þjóðarhátíðardaginn, 17. júní kl. 18:45. „Það er stemming í hópnum og ég held að það séu allir fullir tilhlökkunar fyrir fyrsta leik.“ Ísland hefur leikið tvo leiki í J-riðli og náð í einn sigur. Jón samsinnti því að það væri gríðarlega mikilvægt upp á framhaldið að gera að ná í stig og jafnvel sigur. „Auðvitað er þetta gríðarlega mikilvægur leikur í riðlinum og það væri geggjað að ná í úrslit.“ Aðspurður um hvernig landsliðsþjálfarinn Åge Hareide væri að koma inn í íslenska hópinn sagði Jón Dagur að það væri allt til fyrirmyndar. „Mjög vel. Við erum búnir að vera saman allur hópurinn síðan í gær og við vorum búnir að taka einhverjar æfingar fyrir það. Mér líst mjög vel á allt.“ Jón Dagur lék eins og áður sagði í Belgíu í vetur og sagðist vera ánægður með tímabilið og sína spilamennsku, en það hefði gert honum gott að skipta um umhverfi, en hann lék áður með AGF í Danmörku. „Mér fannst gaman að breyta um umhverfi. Ég var búinn að vera í Danmörku í fjögur ár. Virkilega gaman að spila í Belgíu og ég er að koma vel undan tímabilinu.“ Hann gat ekki svarað því hvað tæki við á næsta tímabili, en ítrekaði að hann væri ánægður með dvölina í Belgíu. „Ég bara veit það ekki. Það gæti alveg gerst en ég er mjög ánægður þarna og mjög opinn.“ Þar næsti leikur Íslands er svo gegn stórliði Portúgal. Það er óneitnalega fiðringur í mönnum yfir þeirri áskorun. „Algjörlega. Þeir eru með frábært lið og Ronaldo að mæta, það verður bara mjög gaman.“ Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu á Laugardalsvelli á laugardag. Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Viðtalið við Jón Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan . Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
„Það er stemming í hópnum og ég held að það séu allir fullir tilhlökkunar fyrir fyrsta leik.“ Ísland hefur leikið tvo leiki í J-riðli og náð í einn sigur. Jón samsinnti því að það væri gríðarlega mikilvægt upp á framhaldið að gera að ná í stig og jafnvel sigur. „Auðvitað er þetta gríðarlega mikilvægur leikur í riðlinum og það væri geggjað að ná í úrslit.“ Aðspurður um hvernig landsliðsþjálfarinn Åge Hareide væri að koma inn í íslenska hópinn sagði Jón Dagur að það væri allt til fyrirmyndar. „Mjög vel. Við erum búnir að vera saman allur hópurinn síðan í gær og við vorum búnir að taka einhverjar æfingar fyrir það. Mér líst mjög vel á allt.“ Jón Dagur lék eins og áður sagði í Belgíu í vetur og sagðist vera ánægður með tímabilið og sína spilamennsku, en það hefði gert honum gott að skipta um umhverfi, en hann lék áður með AGF í Danmörku. „Mér fannst gaman að breyta um umhverfi. Ég var búinn að vera í Danmörku í fjögur ár. Virkilega gaman að spila í Belgíu og ég er að koma vel undan tímabilinu.“ Hann gat ekki svarað því hvað tæki við á næsta tímabili, en ítrekaði að hann væri ánægður með dvölina í Belgíu. „Ég bara veit það ekki. Það gæti alveg gerst en ég er mjög ánægður þarna og mjög opinn.“ Þar næsti leikur Íslands er svo gegn stórliði Portúgal. Það er óneitnalega fiðringur í mönnum yfir þeirri áskorun. „Algjörlega. Þeir eru með frábært lið og Ronaldo að mæta, það verður bara mjög gaman.“ Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu á Laugardalsvelli á laugardag. Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Viðtalið við Jón Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan .
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira