„Leit út eins og einhver sem hefur misst tuttugu kílóa lóð á fótinn sinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2023 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir er þessa dagana á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana sem hefjast í lok næsta mánaðar. Instagram/@katrintanja CrossFit Castro taldi sig kannast við blikið í augum Katrínar Tönju Davíðsdóttur þegar hún sýndi það og sannaði að hún á enn erindi að keppa meðal þeirra bestu í heimi. Katrín Tanja er kominn aftur á heimsleikana og það gerði hún með miklum stæl. Katrín er tvöfaldur heimsmeistari en átti slakt ár í fyrra þar sem hún náði ekki að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið. Eins og áður á ferlinum þá átti hún magnaða endurkomu í hóp þeirra bestu árið eftir. Dave Castro er aftur kominn með puttana í skipulagningu heimsleikanna eftir að hafa þurft að taka pokann sinn sem íþróttastjóri CrossFit samtakanna í janúar 2022. Castro fékk aftur starf hjá samtökunum fimm mánuðum síðar og hefur nú fengið stöðuhækkun þótt að hann sé enn ekki kominn í sitt gamla starf. Það breytir ekki því að Castro hefur aftur áhrif við hönnun heimsleikanna. Castro er mikill aðdáandi Katrínar Tönju og fer ekkert leynt með þá aðdáun sína. Hann var mjög ánægður að sjá sína konu tryggja sig inn á leikana. Það sem meira er þá taldi hann sig sjá merki um að gamli heimsmeistarinn væri mættur til leiks á ný. „Miðað við hvernig undanúrslitin þróuðust á síðasta ári þá hefðir þú haldið að Karín Tanja væri í skýjunum með að ná öðru sætinu í undanúrslitunum í ár. En þegar kynnirinn kallaði upp nafnið hennar þá leit Katrín ekki út fyrir að vera mjög spennt. Hún leit út eins og einhver sem hefur misst tuttugu kíló lóð á fótinn sinn,“ skrifaði Dave Castro. „Seinna um kvöldið þá fagnaði hún því kannski að hafa tryggt sig inn á sína tíundu heimsleikana en ef eitthvað er að marka frammistöðu hennar í Pasadena þá var hún ekki bara mætt til þess bara að tryggja sig inn á heimsleikana. Katrín Davíðsdóttir er mikill keppnismaður. Tvöfaldur heimsmeistari. Hún kom til að vinna. Hún gerir það alltaf,“ skrifaði Castro. „Hvort að Katrín sé nógu öflug til að komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum í ár er enn galopið. Með því að komast á pallinn í undanúrslitunum þá hefur hún gefið aðdáendum sínum margt til að vera spennt fyrir varðandi framhaldið. Þótt að Katrín sjálf hafi ekki verð allt of hrifin af öðru sætinu. Síðasta þegar Katrín missti af heimsleikunum þá kom hún til baka og varð heimsmeistari. Tvö ár í röð,“ skrifaði Castro. „Það var fyrir átta árum en 2023 tímabilið hennar á margt sameiginlegt með 2015 tímabilinu. Nýtt heimili. Ný nálgun. Man einhver eftir því hvar Katrín endaði í undaúrslitamótinu þá. Önnur,“ skrifaði Castro eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sjá meira
Katrín Tanja er kominn aftur á heimsleikana og það gerði hún með miklum stæl. Katrín er tvöfaldur heimsmeistari en átti slakt ár í fyrra þar sem hún náði ekki að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið. Eins og áður á ferlinum þá átti hún magnaða endurkomu í hóp þeirra bestu árið eftir. Dave Castro er aftur kominn með puttana í skipulagningu heimsleikanna eftir að hafa þurft að taka pokann sinn sem íþróttastjóri CrossFit samtakanna í janúar 2022. Castro fékk aftur starf hjá samtökunum fimm mánuðum síðar og hefur nú fengið stöðuhækkun þótt að hann sé enn ekki kominn í sitt gamla starf. Það breytir ekki því að Castro hefur aftur áhrif við hönnun heimsleikanna. Castro er mikill aðdáandi Katrínar Tönju og fer ekkert leynt með þá aðdáun sína. Hann var mjög ánægður að sjá sína konu tryggja sig inn á leikana. Það sem meira er þá taldi hann sig sjá merki um að gamli heimsmeistarinn væri mættur til leiks á ný. „Miðað við hvernig undanúrslitin þróuðust á síðasta ári þá hefðir þú haldið að Karín Tanja væri í skýjunum með að ná öðru sætinu í undanúrslitunum í ár. En þegar kynnirinn kallaði upp nafnið hennar þá leit Katrín ekki út fyrir að vera mjög spennt. Hún leit út eins og einhver sem hefur misst tuttugu kíló lóð á fótinn sinn,“ skrifaði Dave Castro. „Seinna um kvöldið þá fagnaði hún því kannski að hafa tryggt sig inn á sína tíundu heimsleikana en ef eitthvað er að marka frammistöðu hennar í Pasadena þá var hún ekki bara mætt til þess bara að tryggja sig inn á heimsleikana. Katrín Davíðsdóttir er mikill keppnismaður. Tvöfaldur heimsmeistari. Hún kom til að vinna. Hún gerir það alltaf,“ skrifaði Castro. „Hvort að Katrín sé nógu öflug til að komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum í ár er enn galopið. Með því að komast á pallinn í undanúrslitunum þá hefur hún gefið aðdáendum sínum margt til að vera spennt fyrir varðandi framhaldið. Þótt að Katrín sjálf hafi ekki verð allt of hrifin af öðru sætinu. Síðasta þegar Katrín missti af heimsleikunum þá kom hún til baka og varð heimsmeistari. Tvö ár í röð,“ skrifaði Castro. „Það var fyrir átta árum en 2023 tímabilið hennar á margt sameiginlegt með 2015 tímabilinu. Nýtt heimili. Ný nálgun. Man einhver eftir því hvar Katrín endaði í undaúrslitamótinu þá. Önnur,“ skrifaði Castro eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sjá meira