NormX: Heitir og kaldir pottar fyrir íslenskar aðstæður NormX 27. júní 2023 09:07 Í verslun NormX, í Auðbrekku 6 í Kópavogi, er hægt að skoða allar gerðir potta ásamt úrvali fylgi- og aukahluta fyrir pottinn og pottaferðina. Heitir pottar hafa lengi verið vinsælir hérlendis, hvort sem þeir eru á heimilum landsmanna eða í sumarbústöðum. Undanfarin ár hafa svo kaldir pottar bæst við flóruna og notið sívaxandi vinsælda enda er talið að kalt vatnið geri fólki almennt gott. NormX hefur yfir fjögurra áratuga reynslu af smíði heitra potta sem hafa fengið góðar viðtökur enda sameinast þar góð gæði og gott verð að sögn Orra Stefánssonar, sölu- og verslunarstjóri NormX. „Pottarnir okkar eru mjög sterkir og henta íslenskri veðráttu því mjög vel. Í því sambandi má nefna að það eru margir pottar frá okkur sem eru komnir vel á fertugsaldurinn enn eru í fullri notkun sem segir töluvert um gæði þeirra. Pottarnir eru framleiddir úr gegn heilu Polyethylene plasti með UV-vörn sem kemur í veg fyrir að sólin hafi áhrif á lit þeirra. Auk þess er mjög auðvelt að þrífa þá.“ Orri Stefánsson er sölu- og verslunarstjóri NormX. Og ekki skemmir sanngjarnt verð bæti hann við. „Pottarnir okkar kosta frá 148.000 kr. en vinsælasti potturinn okkar, sem ber nafnið Grettislaug og er 1400 L., kostar 285.000 kr. Ég get alveg fullyrt að það sé erfitt að finna sambærilegan pott á svo góðu verði hér á landi.“ Utan Grettislaugar bera pottarnir frá NormX nöfnin Gvendarlaug, Unnarlaug, Snorralaug og Geirslaug, „Þeir eru misstórir og koma allir í þremur litum, dökkgráum, ljósgráum og bláum.“ Hægt er að klæða pottagrindurnar með marvíslegum efnum. Hér er notuð álklæðning. Kaldir pottar njóta sívaxandi vinsælda Kaldi potturinn ber nafnið Sigurlaug og kemur einnig í sömu þremur litunum. „Það er búið að vera ævintýralegt að fylgjast með auknum vinsældum köldu pottanna undanfarin ár. Nú eru kaldir pottar komnir í flestar stærri sundlaugar landsins og vinsældir sjósund hafa aukist mikið. Það kemur því ekki á óvart að sífellt fleiri kaupa kaldan pott til að nota heima eða jafnvel í sumarbústaðnum. Köld böð gera líkamanum svo gott, geta minnkað bólgur og flýtt fyrir endurheimt eftir erfiðar æfingar.“ NormX er rótgróið fyrirtæki sem fagnaði 40 ára afmæli á síðasta ári. Framleiðsla þess fer fram í verksmiðju NormX í Vogum á Vatnsleysuströnd en verslun og sýningarsalur er í Auðbrekku 6 í Kópavogi. Persónuleg og góð þjónusta er í forgrunni hjá starfsfólki NormX að sögn Orra. „Það hefur m.a. í för með sér að sama fólkið mætir til okkar aftur og aftur þegar það skiptir um húsnæði eða fjárfestir í sumarhúsi. Viðskiptavinir okkar vita að hverju þeir ganga hér, úrvals vörum og góðri þjónustu.“ Flott tvenna. Það er alltaf að aukast að fólk taki kalda pottinn með þeim heita. Gott úrval aukahluta Ásamt því að bjóða upp á gott úrval af pottum býður NormX einnig upp á allt sem þarf til að koma sér upp potti á pallinn, t.d. hitastýringar, tengibúnað og burðargrindur undir pottana. „Burðargrindurnar okkar eru mjög vinsælar og einfalda málið mikið þegar kemur að því að ganga frá pottinum á pallinum. Grindurnar koma í nokkrum útfærslum auk þess sem hægt er að fá þær með lengingu á einni hlið sem er heppilegt ef fólk vill hafa pláss til að leggja lokið upp að vegg.“ Einnig er hægt að taka eitt eða fleiri horn af grindunum, allt eftir því hvernig fólk vill hafa uppsetninguna. „Grindurnar koma óklæddar þannig að fólk getur klætt þær með því efni sem það vill. Einnig má nefna að hægt er að bæta við nuddi í alla potta frá okkur.“ „Fljótum og njótum“ hengirúmin hafa svo sannarlega slegið í gegn og eru sívinsæl. NormX býður upp á gott úrval aukahluta. Þar má helst nefna úrval af hitamælum, háfa í laufveiðar, bursta í þrifin, vatnsheld spil, klór og hreinsiefni. „Fljótandi „hengirúmin“ okkar hafa síðan slegið í gegn og njóta stöðugra vinsælda enda er frábær slökun að fljóta og njóta í þeim. Nýjasta viðbótin í aukahlutum eru mjög falleg og vönduð plastglös sem hafa heldur betur slegið í gegn. Þau eru tilvalin við pottinn, á pallinn eða í útileguna eða sem tækifærisgjöf.“ Nýjasta viðbótin í aukhlutum er frábær plastglös sem hafa slegið í gegn. Þau fást í nokkrum litum og gerðum. Heimilið stækkað með einföldum hætti Fyrir nokkru síðan hóf NormX sölu á vörum finnska framleiðandans Cover sem hefur verið leiðandi í framleiðslu svalaskjóla, garðskála og handriða í tæpa fjóra áratugi að sögn Orra. „Á landi þar sem er allra veðra von er frábært að geta stækkað stofuna með garðskála eða byggja hreinlega yfir svalirnar og njóta þeirra allt árið um kring. Íslendingar hafa mjög góða reynslu af lausnum frá Cover en hægt er að skoða sýnishorn í verslun okkar.“ Hægt að fá margar útfærslur af sólskálum og svalaskjólum. Nánar á normx.is. Hús og heimili Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
NormX hefur yfir fjögurra áratuga reynslu af smíði heitra potta sem hafa fengið góðar viðtökur enda sameinast þar góð gæði og gott verð að sögn Orra Stefánssonar, sölu- og verslunarstjóri NormX. „Pottarnir okkar eru mjög sterkir og henta íslenskri veðráttu því mjög vel. Í því sambandi má nefna að það eru margir pottar frá okkur sem eru komnir vel á fertugsaldurinn enn eru í fullri notkun sem segir töluvert um gæði þeirra. Pottarnir eru framleiddir úr gegn heilu Polyethylene plasti með UV-vörn sem kemur í veg fyrir að sólin hafi áhrif á lit þeirra. Auk þess er mjög auðvelt að þrífa þá.“ Orri Stefánsson er sölu- og verslunarstjóri NormX. Og ekki skemmir sanngjarnt verð bæti hann við. „Pottarnir okkar kosta frá 148.000 kr. en vinsælasti potturinn okkar, sem ber nafnið Grettislaug og er 1400 L., kostar 285.000 kr. Ég get alveg fullyrt að það sé erfitt að finna sambærilegan pott á svo góðu verði hér á landi.“ Utan Grettislaugar bera pottarnir frá NormX nöfnin Gvendarlaug, Unnarlaug, Snorralaug og Geirslaug, „Þeir eru misstórir og koma allir í þremur litum, dökkgráum, ljósgráum og bláum.“ Hægt er að klæða pottagrindurnar með marvíslegum efnum. Hér er notuð álklæðning. Kaldir pottar njóta sívaxandi vinsælda Kaldi potturinn ber nafnið Sigurlaug og kemur einnig í sömu þremur litunum. „Það er búið að vera ævintýralegt að fylgjast með auknum vinsældum köldu pottanna undanfarin ár. Nú eru kaldir pottar komnir í flestar stærri sundlaugar landsins og vinsældir sjósund hafa aukist mikið. Það kemur því ekki á óvart að sífellt fleiri kaupa kaldan pott til að nota heima eða jafnvel í sumarbústaðnum. Köld böð gera líkamanum svo gott, geta minnkað bólgur og flýtt fyrir endurheimt eftir erfiðar æfingar.“ NormX er rótgróið fyrirtæki sem fagnaði 40 ára afmæli á síðasta ári. Framleiðsla þess fer fram í verksmiðju NormX í Vogum á Vatnsleysuströnd en verslun og sýningarsalur er í Auðbrekku 6 í Kópavogi. Persónuleg og góð þjónusta er í forgrunni hjá starfsfólki NormX að sögn Orra. „Það hefur m.a. í för með sér að sama fólkið mætir til okkar aftur og aftur þegar það skiptir um húsnæði eða fjárfestir í sumarhúsi. Viðskiptavinir okkar vita að hverju þeir ganga hér, úrvals vörum og góðri þjónustu.“ Flott tvenna. Það er alltaf að aukast að fólk taki kalda pottinn með þeim heita. Gott úrval aukahluta Ásamt því að bjóða upp á gott úrval af pottum býður NormX einnig upp á allt sem þarf til að koma sér upp potti á pallinn, t.d. hitastýringar, tengibúnað og burðargrindur undir pottana. „Burðargrindurnar okkar eru mjög vinsælar og einfalda málið mikið þegar kemur að því að ganga frá pottinum á pallinum. Grindurnar koma í nokkrum útfærslum auk þess sem hægt er að fá þær með lengingu á einni hlið sem er heppilegt ef fólk vill hafa pláss til að leggja lokið upp að vegg.“ Einnig er hægt að taka eitt eða fleiri horn af grindunum, allt eftir því hvernig fólk vill hafa uppsetninguna. „Grindurnar koma óklæddar þannig að fólk getur klætt þær með því efni sem það vill. Einnig má nefna að hægt er að bæta við nuddi í alla potta frá okkur.“ „Fljótum og njótum“ hengirúmin hafa svo sannarlega slegið í gegn og eru sívinsæl. NormX býður upp á gott úrval aukahluta. Þar má helst nefna úrval af hitamælum, háfa í laufveiðar, bursta í þrifin, vatnsheld spil, klór og hreinsiefni. „Fljótandi „hengirúmin“ okkar hafa síðan slegið í gegn og njóta stöðugra vinsælda enda er frábær slökun að fljóta og njóta í þeim. Nýjasta viðbótin í aukahlutum eru mjög falleg og vönduð plastglös sem hafa heldur betur slegið í gegn. Þau eru tilvalin við pottinn, á pallinn eða í útileguna eða sem tækifærisgjöf.“ Nýjasta viðbótin í aukhlutum er frábær plastglös sem hafa slegið í gegn. Þau fást í nokkrum litum og gerðum. Heimilið stækkað með einföldum hætti Fyrir nokkru síðan hóf NormX sölu á vörum finnska framleiðandans Cover sem hefur verið leiðandi í framleiðslu svalaskjóla, garðskála og handriða í tæpa fjóra áratugi að sögn Orra. „Á landi þar sem er allra veðra von er frábært að geta stækkað stofuna með garðskála eða byggja hreinlega yfir svalirnar og njóta þeirra allt árið um kring. Íslendingar hafa mjög góða reynslu af lausnum frá Cover en hægt er að skoða sýnishorn í verslun okkar.“ Hægt að fá margar útfærslur af sólskálum og svalaskjólum. Nánar á normx.is.
Hús og heimili Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira