Viðræðum Kviku og Íslandsbanka slitið: „Það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru“ Árni Sæberg skrifar 29. júní 2023 20:10 Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka. Vísir/Vilhelm Forstjóri Kviku banka segir Íslandsbanka eftir sem áður gott fyrirtæki og að hann sjái vel fyrir sér að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðum um sameiningu félaganna tveggja, að loknum hluthafafundi Íslandsbanka. Kvika banki tilkynnti eftir lokun markaða í dag að bankinn hefði slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þar kom fram að undanfarna mánuði hafi staðið yfir viðræður um mögulegan samruna bankanna. Félögin hafi ásamt erlendum og innlendum ráðgjöfum sínum unnið að því að meta mögulega samlegð af samruna og stöðu sameinaðs félags á markaði. Viðræður hófust í febrúar síðastliðnum. „Í ljósi atburða síðustu daga og þess að fyrirséð er að boðað verði til hluthafafundar hjá Íslandsbanka og mögulegs stjórnarkjörs, telur stjórn Kviku ekki forsendur til þess að halda samningaviðræðum áfram,“ segir í yfirlýsingu frá Kviku. Tjáir sig ekki um niðurstöður fjármálaeftirlitsins Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða tíðindi dagsins. Hann segir ekki endilega rétt að hann tjái sig um niðurstöður athugunar fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á framkvæmd Íslandsbanka á útboði um fjórðungshlut í bankanum. „Við erum búnir að vera í viðræðum við Íslandsbanka síðan í febrúar og eftir þær viðræður þá treysti ég mér alveg til að segja að Íslandsbanki er gott fyrirtæki, góður banki, mikið af öflugu starfsfólki. Þannig að það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru, miðað við í hvaða ferli við höfum verið með Íslandsbanka, af því að þetta er gott félag.“ Ný stjórn taki jafnvel við Í tilkynningu Kviku segir að félagið sé tilbúið til frekari viðræðna um sameiningu að réttum forsendum uppfylltum. Marinó segir þó ekki ljóst hvaða forsendur það eru. „Það er erfitt að segja akkúrat hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og við segjum í tilkynningunni, það er fyrirséð að Íslandsbanki ætlar að halda hluthafafund. Þar verður jafn jafnvel kosin stjórn og ég held að það sé eðlilegt að Íslandsbanki fari í gegnum það og þá er hægt að taka stöðuna,“ segir hann. Til þess að halda viðræðum áfram þurfi auðvitað tvo til, en Kvika sé tilbúin til þess að taka viðræður aftur upp á ný, enda sé Íslandsbanki gott félag. „Það er bara kakan“ Bæði félög hafa gefið það út að ávinningur af samruna þeirra yrði mikill og með honum yrði til stærsti banki á Íslandi. Þá hefur verið talað um að ávinningur yrði jafnvel meiri Kviku-megin. Hvernig stendur Kviku banki og þá sérstaklega í ljósi þessara frétta? „Félagið stendur ágætlega ef við horfum á undanfarin uppgjör, rekstur félagsins gengur vel. En hvort það sé betra fyrir annað félag að sameinast, ef félög sameinast, þá er verið að búa til eitt félag. Þannig þá er erfitt að segja fyrir hvort félagið það er betra. Þetta er svipað og ef þú bakar köku, hvort er það betra fyrir hveitið eða eggið? Það er bara kakan.“ Engin óvissa með framtíðina Marinó segir framtíðarsýn Kviku ekkert óljósa. Félagið hafi náð gríðarlegum árangri undanfarin ár, til að mynda með því að auka viðskiptabankastarfsemi, til dæmis í gegnum sparnaðarinnlán og annað því um líkt. Eruð þið með góða fjármögnun? „Já, ef þú skoðar síðasta uppgjör hjá okkur. Við erum með gríðarlega sterka lausafjárstöðu og félagið er mjög vel fjármagnað.“ Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kvika banki Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Kvika banki tilkynnti eftir lokun markaða í dag að bankinn hefði slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þar kom fram að undanfarna mánuði hafi staðið yfir viðræður um mögulegan samruna bankanna. Félögin hafi ásamt erlendum og innlendum ráðgjöfum sínum unnið að því að meta mögulega samlegð af samruna og stöðu sameinaðs félags á markaði. Viðræður hófust í febrúar síðastliðnum. „Í ljósi atburða síðustu daga og þess að fyrirséð er að boðað verði til hluthafafundar hjá Íslandsbanka og mögulegs stjórnarkjörs, telur stjórn Kviku ekki forsendur til þess að halda samningaviðræðum áfram,“ segir í yfirlýsingu frá Kviku. Tjáir sig ekki um niðurstöður fjármálaeftirlitsins Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða tíðindi dagsins. Hann segir ekki endilega rétt að hann tjái sig um niðurstöður athugunar fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á framkvæmd Íslandsbanka á útboði um fjórðungshlut í bankanum. „Við erum búnir að vera í viðræðum við Íslandsbanka síðan í febrúar og eftir þær viðræður þá treysti ég mér alveg til að segja að Íslandsbanki er gott fyrirtæki, góður banki, mikið af öflugu starfsfólki. Þannig að það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru, miðað við í hvaða ferli við höfum verið með Íslandsbanka, af því að þetta er gott félag.“ Ný stjórn taki jafnvel við Í tilkynningu Kviku segir að félagið sé tilbúið til frekari viðræðna um sameiningu að réttum forsendum uppfylltum. Marinó segir þó ekki ljóst hvaða forsendur það eru. „Það er erfitt að segja akkúrat hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og við segjum í tilkynningunni, það er fyrirséð að Íslandsbanki ætlar að halda hluthafafund. Þar verður jafn jafnvel kosin stjórn og ég held að það sé eðlilegt að Íslandsbanki fari í gegnum það og þá er hægt að taka stöðuna,“ segir hann. Til þess að halda viðræðum áfram þurfi auðvitað tvo til, en Kvika sé tilbúin til þess að taka viðræður aftur upp á ný, enda sé Íslandsbanki gott félag. „Það er bara kakan“ Bæði félög hafa gefið það út að ávinningur af samruna þeirra yrði mikill og með honum yrði til stærsti banki á Íslandi. Þá hefur verið talað um að ávinningur yrði jafnvel meiri Kviku-megin. Hvernig stendur Kviku banki og þá sérstaklega í ljósi þessara frétta? „Félagið stendur ágætlega ef við horfum á undanfarin uppgjör, rekstur félagsins gengur vel. En hvort það sé betra fyrir annað félag að sameinast, ef félög sameinast, þá er verið að búa til eitt félag. Þannig þá er erfitt að segja fyrir hvort félagið það er betra. Þetta er svipað og ef þú bakar köku, hvort er það betra fyrir hveitið eða eggið? Það er bara kakan.“ Engin óvissa með framtíðina Marinó segir framtíðarsýn Kviku ekkert óljósa. Félagið hafi náð gríðarlegum árangri undanfarin ár, til að mynda með því að auka viðskiptabankastarfsemi, til dæmis í gegnum sparnaðarinnlán og annað því um líkt. Eruð þið með góða fjármögnun? „Já, ef þú skoðar síðasta uppgjör hjá okkur. Við erum með gríðarlega sterka lausafjárstöðu og félagið er mjög vel fjármagnað.“
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kvika banki Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira