„Við höfum ekkert að fela“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júní 2023 13:01 Árni Stefánsson er forstjóri Húsasmiðjunnar. Húsasmiðjan/Vísir/Vilhelm Forstjóri Húsasmiðjunnar hafnar því að vörur hafi verið hækkaðar í verði til þess eins að telja neytendum trú um að afsláttur á sumarútsölu væri meiri. Valdar vörur í sumarbæklingi hafi farið á almennt listaverð í nokkra daga áður en allsherjarútsala hófst. Fyrirtækið hafi ekkert að fela. Í gærkvöldi ræddi Vísir við verkefnastjóra verðlagseftirlits hjá ASÍ sem sagðist hafa, með hjálp sjálfvirks gagnagrunns verðlags, nappað Húsasmiðjuna við að hækka vörur til þess eins að lækka þær aftur nokkrum dögum síðar og láta þannig afsláttinn virðast meiri. Forstjóri Húsasmiðjunnar vísar því hins vegar til föðurhúsanna. Sumarbæklingur verslunarkeðjunnar hafi komið út 8. júní, þar sem valdar vörur hafi verið á afslætti til 25. júní. Í kjölfarið hafi vörurnar farið á almennt listaverð. Í gær hafi hins vegar hafist sumarútsala, þar sem mun fleiri vörur væru á afslætti, sem væri almennt hærri en í bæklingnum. „Stóra málið í þessu er það að það eru engar verðlistahækkanir sem hafa verið síðustu daga á þessum vörum, og okkur þykir þetta alveg skammarleg framsetning,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Ósanngjörn framsetning Það sé ósanngjarnt að setja málið upp á þann hátt að Húsasmiðjan hafi ætlað sér að blekkja neytendur. „Ég ber virðingu fyrir því að menn vilji sýna aðhald og kanna verð, en það fylgir því líka ábyrgð að slá svona hlutum fram. Við höfum ekkert að fela.“ Í framsetningu ASÍ hafi aðeins verið að finna vörur sem voru í sumarbæklingnum, en ekki vörur sem voru á almennu listaverði áður en þær fóru á sumarútsölu. „Það er hægt að setja tölur fram á allan hátt. Það hefði allt eins mátt skrifa sömu frétt og nefna dæmi um að nú væru þúsundir vara komin á mun lægra verð en þær voru fyrir viku. Það er svolítið sérstakt að þarna eru bara pikkaðar út vörur sem voru á tilboði fyrir í ákveðnum bæklingi,“ segir Árni. Verðlag ASÍ Verslun Neytendur Tengdar fréttir Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna. 29. júní 2023 22:08 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Í gærkvöldi ræddi Vísir við verkefnastjóra verðlagseftirlits hjá ASÍ sem sagðist hafa, með hjálp sjálfvirks gagnagrunns verðlags, nappað Húsasmiðjuna við að hækka vörur til þess eins að lækka þær aftur nokkrum dögum síðar og láta þannig afsláttinn virðast meiri. Forstjóri Húsasmiðjunnar vísar því hins vegar til föðurhúsanna. Sumarbæklingur verslunarkeðjunnar hafi komið út 8. júní, þar sem valdar vörur hafi verið á afslætti til 25. júní. Í kjölfarið hafi vörurnar farið á almennt listaverð. Í gær hafi hins vegar hafist sumarútsala, þar sem mun fleiri vörur væru á afslætti, sem væri almennt hærri en í bæklingnum. „Stóra málið í þessu er það að það eru engar verðlistahækkanir sem hafa verið síðustu daga á þessum vörum, og okkur þykir þetta alveg skammarleg framsetning,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Ósanngjörn framsetning Það sé ósanngjarnt að setja málið upp á þann hátt að Húsasmiðjan hafi ætlað sér að blekkja neytendur. „Ég ber virðingu fyrir því að menn vilji sýna aðhald og kanna verð, en það fylgir því líka ábyrgð að slá svona hlutum fram. Við höfum ekkert að fela.“ Í framsetningu ASÍ hafi aðeins verið að finna vörur sem voru í sumarbæklingnum, en ekki vörur sem voru á almennu listaverði áður en þær fóru á sumarútsölu. „Það er hægt að setja tölur fram á allan hátt. Það hefði allt eins mátt skrifa sömu frétt og nefna dæmi um að nú væru þúsundir vara komin á mun lægra verð en þær voru fyrir viku. Það er svolítið sérstakt að þarna eru bara pikkaðar út vörur sem voru á tilboði fyrir í ákveðnum bæklingi,“ segir Árni.
Verðlag ASÍ Verslun Neytendur Tengdar fréttir Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna. 29. júní 2023 22:08 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna. 29. júní 2023 22:08