Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. júlí 2023 07:01 Mynd með húmor: Síðastliðinn föstudag lauk þriggja ára verkefni sem fyrirtækið Skref fyrir skref leiddi og gekk út á að þróa, prófa og búa til kennslu- og þjálfunarefni fyrir þá tvo aldurshópa sem erfiðast gengur að fá vinnu: Fólk sem er 25 ára og yngri og fólk sem er 55 ára plús. Verkefnið var styrkt af ESB og unnið í samstarfi við sex önnur lönd. „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. Eitt sinn var ég að tala við unga athafnakonu sem rekur fyrirtæki en er af erlendu bergi brotin. Hún segir þá við mig að það sé stundum rosalega erfitt að vera ungur einstaklingur, sem á rætur í íslensku samfélagi en vera með fyrirtæki. Oft lendi maður þá í dauðadalnum svokallaða, eða Death Valley eins og það er notað á enskunni, þar sem maður er búin að nota allar bjargir og kemst ekki lengra,“ segir Hansína B. Einarsdóttir eigandi Skref fyrir skref. Og þá fór ég allt í einu að hugsa: Hvers vegna erum við ekki að nýta þekkingu þessa tveggja hópa betur? Annars vegar unga fólkið sem til dæmis kann á tæknina jafn vel og að drekka vatn og er svo óhrætt við að takast á við hlutina. Hins vegar 55 ára plús hópinn sem býr yfir svo mikilli reynslu, tengslaneti og öðru en fær ekki vinnu vegna þess að litið er á kennitöluna þeirra eins og fólkið sé einhver úreltur andskoti,“ segir Hansína og útskýrir að tölur sýna að það eru þessir tveir hópar sem eiga hvað erfiðast að fá vinnu í atvinnuleit. Úr varð verkefnið INTERGEN, sem Skref fyrir skref hannaði, sótti um styrk fyrir hjá ESB í samstarfi við sex önnur lönd, en þessi lönd eru: Frakkland, Bretland, Ítalía, Grikkland, Lettland og Finnland. Skref fyrir skref, ásamt breska fyrirtækinu Apreca, leiddi INTERGEN verkefnið, sem tók þrjú ár en því lauk á sérstökum viðburði sem haldinn var í Sandgerði síðastliðinn föstudag. „Það sem við gerðum í samstarfi við þessi lönd var að hanna, þróa og prófa kennslu- og þjálfunarefni fyrir þessa tvo aldurshópa til að auka atvinnufærnina þeirra,“ segir Hansína. Peningar í potti ESB Það þekkja margir til Hansínu, lengi vel sem forsvarsmann fyrirtækisins Skref fyrir skref, einn af stofnendum FKA og fleira en síðar sem eiganda hótel Glyms sem hún og eiginmaðurinn byggðu og ráku í um tíu ár í Hvalfirði. Þau hættu hótelrekstri árið 2011 og Hansína hélt áfram með rekstur starfsþróunarfyrirtækisins Skref fyrir skref, sem hún viðurkennir reyndar að hafi svo sem aldrei alveg hætt. Flest verkefnin hjá Skrefinu eins og Hansína kallar fyrirtækið, eru verkefni sem unnin eru með erlendum samstarfsaðilum. Því já; ótrúlegt en satt, Skref fyrir skref er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur fengið fjöldann allan af styrkjum frá ESB fyrir verkefni sem unnin eru sem samstarfsverkefni landa á sviði fræðslu fyrir fullorðna. Útgangspunkturinn er þá alltaf að auka á atvinnufærni fólks, þótt áherslur eða viðfangsefni verkefna séu mismunandi. „Það má segja að boltinn hafi fyrst farið að rúlla hjá Skrefinu í þessum ESB sjóðaverkefnum í kjölfar verkefnis sem við stóðum að um síðustu aldamót og snerist um konur í stjórnendastörfum. Eftir að ég hætti með rekstur Glyms hringdi Rannís í mig og spurði hvers vegna ég skoðaði ekki Erasmus styrkina hjá ESB, en á Íslandi eru það aðallega háskólarnir sem eru að fá þessa styrki,“ segir Hansína og bætir við. Það er heljarinnar vinna að fá svona styrki. Ég sótti um styrk í gegnum Rannis fyrsta árið árið 2015 og 2016, og síðan aftur 2019 og hlaut brautargengi með þau verkefni sem ég var að óska eftir styrkjum fyrir. Í dag er Skrefið að vinna í verkefnum með um 36 aðilum í flestum löndum Evrópu, þannig að þótt við séum búin að stýra mörgum ESB styrktarverkefnum, erum við líka samstarfsaðilar í verkefnum annarra.“ Nú hafa margir reynt við þessa styrki á Íslandi en fáum kannski tekist að komast í gegn, sérílagi mörgum sinnum. Í hverju felst galdurinn? „Ætli það sé ekki orðsporið, góð umsögn og þessi faglega saga sem Skrefið hefur. Við erum fyrirtæki sem höfum sýnt að við kunnum og getum hlutina faglega, erum með afar færa samstarfsaðila og okkur er treystandi til að skila af okkur því sem okkur er treyst fyrir að gera með þessum styrkjum. Við höfum staðið okkur vel og fáum áhugaverð tilboð um samstarf, allt þetta held ég að skipti máli, “ svarar Hansína. Þá segir Hansína það líka geta verið afar flókið ferli að finna réttu samstarfsaðilana í öðrum löndum til að vinna með. Það hafi til dæmis sýnt sig hjá ESB að ekki eru allir skráðir styrkþegar sem standa við það sem verið er að veita fjármuni í og þess vegna sé ESB að herða á reglunum til muna. „Eitt er síðan að finna góða samstarfsaðila í öðrum löndum, sem hægt er að treysta faglega að standa við sitt. Hitt er síðan töluverð vinna að passa í upphafi að skýra verkefnið það vel út, að allir séu með sama skilninginn á því út á hvað verkefnið gengur og hverju því er ætlað að skila.“ Hér má sjá samstarfshóp INTERGEN verkefnisins og myndir frá lokaviðburði verkefnisins sem haldinn var í Sandgerði. Hansína B. Einarsdóttir framkvæmdastjóri Skref fyrir skref segir margt áhugavert hafa komið í ljós í verkefninu. Til dæmis að flest löndin eru að leita af sömu eiginleikum hjá starfsfólki og að aldurinn skiptir litlu máli þegar hagsmunir fólks liggja saman. „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ INTERGEN verkefnið fór af stað korter í Covid segir Hansína, sem þýðir að auðvitað litaðist það nokkuð af heimsfaraldrinum hvernig það var unnið. „Við þurftum til dæmis að taka viðtöl við bæði stór og smá fyrirtæki í öllum þessum löndum til að reyna að draga fram þá eiginleika sem fyrirtæki eru helst að falast eftir hjá starfsmönnum í ráðningum, sjá hvort það væri eitthvað keimlíkt á milli landanna þótt menningarmunurinn sé mikill og reyna að átta okkur á því hvernig hægt væri að vinna með þessar niðurstöður að þjálfunarefni til að auka á atvinnufærni þeirra tveggja aldursópa sem við vorum að horfa á.“ Voru niðurstöðurnar ólíkar á milli landa? „Nei, það var mjög athyglisvert að sjá að fyrirtæki í þessum löndum eru meira og minna að leita af því sama. Ég nefni sem dæmi stafræna þekkingu, færni til að leysa úr vandamálum, jákvætt hugarfar, færni til að takast á við breytingar, tungumálakunnátta og fleira. Menningarmunurinn kom meira í ljós á milli landa þegar lengra var komið með verkefnið?“ Hvað áttu við með því? „Við bjuggum til fjölbreytt kennslu- og þjálfunarefni fyrir þessa tvo ólíku aldurshópa, allt frá því að vera lesefni yfir í skemmtileg myndbönd. Það sem sum löndin fóru hins vegar að hiksta á var að við vorum með kynjajafnrétti í efninu, eitthvað sem sum löndin sögðu bara: Ef við förum að sýna konu sem stjórnanda eða leiðbeinanda í þessu, þá er enginn að fara að hlusta á okkur….“ Þetta sagði Hansína hafa verið ákveðinn hausverk og áskorun að leysa úr. Allt hafi þetta þó unnist á endanum en oft séu það einmitt svona hlutir sem koma upp og kenna manni svo margt þegar kemur að því að samtvinna lönd og verkefni. En hvað með þessa tvo ólíku aldurshópa: Var hægt að búa til sama efni fyrir 25 ára og yngri og 55 ára plús? „Já það er svo skemmtilegt að þegar að á reynir, kemur í ljós að aldursmunur skiptir akkúrat engu máli þegar kemur að atvinnufærni. Því við viljum öll gera vel og að okkur gangi sem best í starfi. Ég myndi líkja þessu við frímerkjasafnara sem er 17 ára og hittir annan frímerkjasafnara sem er 77 ára. Þegar þessir tveir aðilar ræða saman kemur í ljós að aldurinn er algjörlega afstæður, því það sem sameinar þessa tvo einstaklinga er áhuginn á því að safna frímerkjum og báðir hafa ýmislegt til málanna að leggja.“ Þar sem Skrefið er staðsett í Sandgerði segir Hansína að fyrirtækið hafi unnið nokkuð með Vinnumálastofnun Suðurnesja og fólki í þessum aldurshópum sem var á skrá í atvinnuleit. „Þetta var rosalega skemmtileg vinna því þarna hóuðum við saman fólki á sitthvorum endanum í aldurshópum, sem voru í atvinnuleit og saman töluðum við um það hvers konar efni myndi nýtast þeim í þjálfun. Þetta var vægast sagt yndislega skemmtilegt og oft margt fyndið sem kom upp. Því að það var alls ekki þannig að aldurinn væri nokkuð að skipta máli. Frekar að hóparnir tali ólík tungumál og nái því ekki alltaf að skilja hvorn annan,“ segir Hansína og hlær. Ég man til dæmis eftir ungum afar tölvufærum manni og frábærum leiðbeinanda sem notaði oft frasa um Enter gaurinn, svo Enter, Enterinn þetta og Enterinn hitt. Á endanum sagði einn í eldri aldurshópnum: „Ég bara veit ekki alveg um hvað þú ert að tala því að ég þekki ekkert þennan ENTER gaur.““ Starfsframi Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19. júlí 2021 07:01 Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7. janúar 2021 07:01 Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8. desember 2020 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Eitt sinn var ég að tala við unga athafnakonu sem rekur fyrirtæki en er af erlendu bergi brotin. Hún segir þá við mig að það sé stundum rosalega erfitt að vera ungur einstaklingur, sem á rætur í íslensku samfélagi en vera með fyrirtæki. Oft lendi maður þá í dauðadalnum svokallaða, eða Death Valley eins og það er notað á enskunni, þar sem maður er búin að nota allar bjargir og kemst ekki lengra,“ segir Hansína B. Einarsdóttir eigandi Skref fyrir skref. Og þá fór ég allt í einu að hugsa: Hvers vegna erum við ekki að nýta þekkingu þessa tveggja hópa betur? Annars vegar unga fólkið sem til dæmis kann á tæknina jafn vel og að drekka vatn og er svo óhrætt við að takast á við hlutina. Hins vegar 55 ára plús hópinn sem býr yfir svo mikilli reynslu, tengslaneti og öðru en fær ekki vinnu vegna þess að litið er á kennitöluna þeirra eins og fólkið sé einhver úreltur andskoti,“ segir Hansína og útskýrir að tölur sýna að það eru þessir tveir hópar sem eiga hvað erfiðast að fá vinnu í atvinnuleit. Úr varð verkefnið INTERGEN, sem Skref fyrir skref hannaði, sótti um styrk fyrir hjá ESB í samstarfi við sex önnur lönd, en þessi lönd eru: Frakkland, Bretland, Ítalía, Grikkland, Lettland og Finnland. Skref fyrir skref, ásamt breska fyrirtækinu Apreca, leiddi INTERGEN verkefnið, sem tók þrjú ár en því lauk á sérstökum viðburði sem haldinn var í Sandgerði síðastliðinn föstudag. „Það sem við gerðum í samstarfi við þessi lönd var að hanna, þróa og prófa kennslu- og þjálfunarefni fyrir þessa tvo aldurshópa til að auka atvinnufærnina þeirra,“ segir Hansína. Peningar í potti ESB Það þekkja margir til Hansínu, lengi vel sem forsvarsmann fyrirtækisins Skref fyrir skref, einn af stofnendum FKA og fleira en síðar sem eiganda hótel Glyms sem hún og eiginmaðurinn byggðu og ráku í um tíu ár í Hvalfirði. Þau hættu hótelrekstri árið 2011 og Hansína hélt áfram með rekstur starfsþróunarfyrirtækisins Skref fyrir skref, sem hún viðurkennir reyndar að hafi svo sem aldrei alveg hætt. Flest verkefnin hjá Skrefinu eins og Hansína kallar fyrirtækið, eru verkefni sem unnin eru með erlendum samstarfsaðilum. Því já; ótrúlegt en satt, Skref fyrir skref er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur fengið fjöldann allan af styrkjum frá ESB fyrir verkefni sem unnin eru sem samstarfsverkefni landa á sviði fræðslu fyrir fullorðna. Útgangspunkturinn er þá alltaf að auka á atvinnufærni fólks, þótt áherslur eða viðfangsefni verkefna séu mismunandi. „Það má segja að boltinn hafi fyrst farið að rúlla hjá Skrefinu í þessum ESB sjóðaverkefnum í kjölfar verkefnis sem við stóðum að um síðustu aldamót og snerist um konur í stjórnendastörfum. Eftir að ég hætti með rekstur Glyms hringdi Rannís í mig og spurði hvers vegna ég skoðaði ekki Erasmus styrkina hjá ESB, en á Íslandi eru það aðallega háskólarnir sem eru að fá þessa styrki,“ segir Hansína og bætir við. Það er heljarinnar vinna að fá svona styrki. Ég sótti um styrk í gegnum Rannis fyrsta árið árið 2015 og 2016, og síðan aftur 2019 og hlaut brautargengi með þau verkefni sem ég var að óska eftir styrkjum fyrir. Í dag er Skrefið að vinna í verkefnum með um 36 aðilum í flestum löndum Evrópu, þannig að þótt við séum búin að stýra mörgum ESB styrktarverkefnum, erum við líka samstarfsaðilar í verkefnum annarra.“ Nú hafa margir reynt við þessa styrki á Íslandi en fáum kannski tekist að komast í gegn, sérílagi mörgum sinnum. Í hverju felst galdurinn? „Ætli það sé ekki orðsporið, góð umsögn og þessi faglega saga sem Skrefið hefur. Við erum fyrirtæki sem höfum sýnt að við kunnum og getum hlutina faglega, erum með afar færa samstarfsaðila og okkur er treystandi til að skila af okkur því sem okkur er treyst fyrir að gera með þessum styrkjum. Við höfum staðið okkur vel og fáum áhugaverð tilboð um samstarf, allt þetta held ég að skipti máli, “ svarar Hansína. Þá segir Hansína það líka geta verið afar flókið ferli að finna réttu samstarfsaðilana í öðrum löndum til að vinna með. Það hafi til dæmis sýnt sig hjá ESB að ekki eru allir skráðir styrkþegar sem standa við það sem verið er að veita fjármuni í og þess vegna sé ESB að herða á reglunum til muna. „Eitt er síðan að finna góða samstarfsaðila í öðrum löndum, sem hægt er að treysta faglega að standa við sitt. Hitt er síðan töluverð vinna að passa í upphafi að skýra verkefnið það vel út, að allir séu með sama skilninginn á því út á hvað verkefnið gengur og hverju því er ætlað að skila.“ Hér má sjá samstarfshóp INTERGEN verkefnisins og myndir frá lokaviðburði verkefnisins sem haldinn var í Sandgerði. Hansína B. Einarsdóttir framkvæmdastjóri Skref fyrir skref segir margt áhugavert hafa komið í ljós í verkefninu. Til dæmis að flest löndin eru að leita af sömu eiginleikum hjá starfsfólki og að aldurinn skiptir litlu máli þegar hagsmunir fólks liggja saman. „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ INTERGEN verkefnið fór af stað korter í Covid segir Hansína, sem þýðir að auðvitað litaðist það nokkuð af heimsfaraldrinum hvernig það var unnið. „Við þurftum til dæmis að taka viðtöl við bæði stór og smá fyrirtæki í öllum þessum löndum til að reyna að draga fram þá eiginleika sem fyrirtæki eru helst að falast eftir hjá starfsmönnum í ráðningum, sjá hvort það væri eitthvað keimlíkt á milli landanna þótt menningarmunurinn sé mikill og reyna að átta okkur á því hvernig hægt væri að vinna með þessar niðurstöður að þjálfunarefni til að auka á atvinnufærni þeirra tveggja aldursópa sem við vorum að horfa á.“ Voru niðurstöðurnar ólíkar á milli landa? „Nei, það var mjög athyglisvert að sjá að fyrirtæki í þessum löndum eru meira og minna að leita af því sama. Ég nefni sem dæmi stafræna þekkingu, færni til að leysa úr vandamálum, jákvætt hugarfar, færni til að takast á við breytingar, tungumálakunnátta og fleira. Menningarmunurinn kom meira í ljós á milli landa þegar lengra var komið með verkefnið?“ Hvað áttu við með því? „Við bjuggum til fjölbreytt kennslu- og þjálfunarefni fyrir þessa tvo ólíku aldurshópa, allt frá því að vera lesefni yfir í skemmtileg myndbönd. Það sem sum löndin fóru hins vegar að hiksta á var að við vorum með kynjajafnrétti í efninu, eitthvað sem sum löndin sögðu bara: Ef við förum að sýna konu sem stjórnanda eða leiðbeinanda í þessu, þá er enginn að fara að hlusta á okkur….“ Þetta sagði Hansína hafa verið ákveðinn hausverk og áskorun að leysa úr. Allt hafi þetta þó unnist á endanum en oft séu það einmitt svona hlutir sem koma upp og kenna manni svo margt þegar kemur að því að samtvinna lönd og verkefni. En hvað með þessa tvo ólíku aldurshópa: Var hægt að búa til sama efni fyrir 25 ára og yngri og 55 ára plús? „Já það er svo skemmtilegt að þegar að á reynir, kemur í ljós að aldursmunur skiptir akkúrat engu máli þegar kemur að atvinnufærni. Því við viljum öll gera vel og að okkur gangi sem best í starfi. Ég myndi líkja þessu við frímerkjasafnara sem er 17 ára og hittir annan frímerkjasafnara sem er 77 ára. Þegar þessir tveir aðilar ræða saman kemur í ljós að aldurinn er algjörlega afstæður, því það sem sameinar þessa tvo einstaklinga er áhuginn á því að safna frímerkjum og báðir hafa ýmislegt til málanna að leggja.“ Þar sem Skrefið er staðsett í Sandgerði segir Hansína að fyrirtækið hafi unnið nokkuð með Vinnumálastofnun Suðurnesja og fólki í þessum aldurshópum sem var á skrá í atvinnuleit. „Þetta var rosalega skemmtileg vinna því þarna hóuðum við saman fólki á sitthvorum endanum í aldurshópum, sem voru í atvinnuleit og saman töluðum við um það hvers konar efni myndi nýtast þeim í þjálfun. Þetta var vægast sagt yndislega skemmtilegt og oft margt fyndið sem kom upp. Því að það var alls ekki þannig að aldurinn væri nokkuð að skipta máli. Frekar að hóparnir tali ólík tungumál og nái því ekki alltaf að skilja hvorn annan,“ segir Hansína og hlær. Ég man til dæmis eftir ungum afar tölvufærum manni og frábærum leiðbeinanda sem notaði oft frasa um Enter gaurinn, svo Enter, Enterinn þetta og Enterinn hitt. Á endanum sagði einn í eldri aldurshópnum: „Ég bara veit ekki alveg um hvað þú ert að tala því að ég þekki ekkert þennan ENTER gaur.““
Starfsframi Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19. júlí 2021 07:01 Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7. janúar 2021 07:01 Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8. desember 2020 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00
Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01
Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19. júlí 2021 07:01
Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7. janúar 2021 07:01
Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8. desember 2020 07:00