Frumsýna heimildamynd um víðtækt dómarasvindl í handbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júlí 2023 11:00 Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, er grunaður um að hafa reynt að fá dómara til að hagræða úrslitum leikja. getty/Igor Soban Í kvöld verður fyrri hluti heimildamyndar um hagræðingu úrslita í handbolta frumsýndur á TV 2 í Danmörku. Myndin nefnist Grunsamlegur leikur og hefur verið í vinnslu í fjögur ár. Fyrri hlutinn verður sýndur í kvöld en sá seinni eftir viku. I fire år har vi på TV 2 arbejdet på denne historie. Jeg håber, I vil se med de næste to onsdage klokken 20 på TV 2, når vi sender dokumentaren Mistænkeligt spil . Første afsnit er også ude på TV 2 Play allerede fra i morgen tidlig #hndbld #handball pic.twitter.com/G3qyaHCvub— Lars Bruun-Mortensen (@larsbmo) July 4, 2023 Í maí var Dragan Nachevski, formaður dómaranefndar EHF, settur til hliðar vegna uppljóstrana TV 2. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Nachevski bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Í staðinn var honum lofað enn frekara brautargengi á framabrautinni. Dómarinn kemur ekki fram undir nafni í myndinni. Hann segist ekki hafa látið undan pressu frá Nachevski og reynt að hafa áhrif á úrslit leiksins. Dómarinn tilkynnti málið þó ekki til EHF enda kvaðst hann viss um að ekkert yrði gert og málinu stungið ofan í skúffu. Nachevski hefur sjálfur neitað sök en handboltadómstóll EHF er með mál Norður-Makedóníumannsins til rannsóknar. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Gjorgji Nachevski er einnig með grunaður um að vera með óhreint mjöl í pokahorninu.getty/Sanjin Strukic Sonur Nachevski, Gjorgij, er í hópi fremstu dómara heims. Hann var settur til hliðar vegna gruns um hagræðingu úrslita. Þetta kom fram í skýrslu fyrirtækisins SportRadar um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nokkrir dómaranna sem áttu að hafa tekið þátt í því dæmdu á HM 2023, meðal annars Nachevski. Auk þess að hafa tekið þátt í að hagræða úrslitum leikja er Nachevski yngri grunaður um að hafa tengsl við skipulögð glæpasamtök. Handbolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Myndin nefnist Grunsamlegur leikur og hefur verið í vinnslu í fjögur ár. Fyrri hlutinn verður sýndur í kvöld en sá seinni eftir viku. I fire år har vi på TV 2 arbejdet på denne historie. Jeg håber, I vil se med de næste to onsdage klokken 20 på TV 2, når vi sender dokumentaren Mistænkeligt spil . Første afsnit er også ude på TV 2 Play allerede fra i morgen tidlig #hndbld #handball pic.twitter.com/G3qyaHCvub— Lars Bruun-Mortensen (@larsbmo) July 4, 2023 Í maí var Dragan Nachevski, formaður dómaranefndar EHF, settur til hliðar vegna uppljóstrana TV 2. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Nachevski bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Í staðinn var honum lofað enn frekara brautargengi á framabrautinni. Dómarinn kemur ekki fram undir nafni í myndinni. Hann segist ekki hafa látið undan pressu frá Nachevski og reynt að hafa áhrif á úrslit leiksins. Dómarinn tilkynnti málið þó ekki til EHF enda kvaðst hann viss um að ekkert yrði gert og málinu stungið ofan í skúffu. Nachevski hefur sjálfur neitað sök en handboltadómstóll EHF er með mál Norður-Makedóníumannsins til rannsóknar. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Gjorgji Nachevski er einnig með grunaður um að vera með óhreint mjöl í pokahorninu.getty/Sanjin Strukic Sonur Nachevski, Gjorgij, er í hópi fremstu dómara heims. Hann var settur til hliðar vegna gruns um hagræðingu úrslita. Þetta kom fram í skýrslu fyrirtækisins SportRadar um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nokkrir dómaranna sem áttu að hafa tekið þátt í því dæmdu á HM 2023, meðal annars Nachevski. Auk þess að hafa tekið þátt í að hagræða úrslitum leikja er Nachevski yngri grunaður um að hafa tengsl við skipulögð glæpasamtök.
Handbolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira