Vill gera hið ómögulega þar til hann er áttræður Máni Snær Þorláksson skrifar 5. júlí 2023 15:09 Tom Cruise á frumsýningu sjöundu Mission: Impossible kvikmyndarinnar. Þær verða heldur betur fleiri ef hann fær einhverju um það ráðið. EPA/BIANCA DE MARCHI Tom Cruise fagnaði á dögunum 61 árs afmæli. Aldurinn er þó engin ástæða til að hætta að gera kvikmyndir að hans mati og vonast hann til að geta haldið því áfram þar til hann verður áttatíu ára gamall. Mission: Impossible - Dead Reckoning Part One verður frumsýnd um helgina en um er að ræða sjöundu myndina þar sem Tom Cruise tekst á við hið ómögulega í hlutverki Ethan Hunt. Í viðtali við Sydney Morning Herald sagði Cruise að hann vilji alls ekki leggja hlutverkið á hilluna. Þvert á móti vill hann halda áfram í að minnsta kosti tvo áratugi í viðbót. Cruise virðist fá innblástur frá Harrison Ford, en hann var áttatíu ára að leika í fimmtu Indiana Jones kvikmyndinni sem frumsýnd var á dögunum. „Harrison Ford er goðsögn,“ segir Cruise sem bendir á að hann eigi tuttugu ár eftir ef hann miðar við Ford. „Ég vona að ég geti haldið áfram að gera Mission: Impossible myndir þar til ég er á hans aldri.“ „Oppenheimer fyrst, svo Barbie“ Í viðtalinu ræðir Cruise einnig um ást sína á kvikmyndahúsum. „Ég ólst upp við að sjá kvikmyndir á stóra skjánum,“ segir hann og bætir því við að kvikmyndirnar hans séu gerðar með það í huga að fólk fari í bíó að sjá þær. Sjálfur fer Cruise ennþá í bíó og ætlar hann einmitt á tvær myndir í bíó á næstu dögum. Það eru kvikmyndirnar Barbie í leikstjórn Greta Gerwig og Oppenheimer í leikstjórn Christopher Nolan en myndirnar eru frumsýndar sama daginn. This summer is full of amazing movies to see in theaters. Congratulations, Harrison Ford, on 40 years of Indy and one of the most iconic characters in history. I love a double feature, and it doesn't get more explosive (or more pink) than one with Oppenheimer and Barbie. pic.twitter.com/udWHHj4fAe— Tom Cruise (@TomCruise) June 28, 2023 „Ég vil sjá bæði Barbie og Oppenheimer. Ég ætla á þær báðar fyrstu helgina. Á föstudaginn ætla ég að sjá Oppenheimer fyrst, svo Barbie á laugardeginum.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Mission: Impossible - Dead Reckoning Part One verður frumsýnd um helgina en um er að ræða sjöundu myndina þar sem Tom Cruise tekst á við hið ómögulega í hlutverki Ethan Hunt. Í viðtali við Sydney Morning Herald sagði Cruise að hann vilji alls ekki leggja hlutverkið á hilluna. Þvert á móti vill hann halda áfram í að minnsta kosti tvo áratugi í viðbót. Cruise virðist fá innblástur frá Harrison Ford, en hann var áttatíu ára að leika í fimmtu Indiana Jones kvikmyndinni sem frumsýnd var á dögunum. „Harrison Ford er goðsögn,“ segir Cruise sem bendir á að hann eigi tuttugu ár eftir ef hann miðar við Ford. „Ég vona að ég geti haldið áfram að gera Mission: Impossible myndir þar til ég er á hans aldri.“ „Oppenheimer fyrst, svo Barbie“ Í viðtalinu ræðir Cruise einnig um ást sína á kvikmyndahúsum. „Ég ólst upp við að sjá kvikmyndir á stóra skjánum,“ segir hann og bætir því við að kvikmyndirnar hans séu gerðar með það í huga að fólk fari í bíó að sjá þær. Sjálfur fer Cruise ennþá í bíó og ætlar hann einmitt á tvær myndir í bíó á næstu dögum. Það eru kvikmyndirnar Barbie í leikstjórn Greta Gerwig og Oppenheimer í leikstjórn Christopher Nolan en myndirnar eru frumsýndar sama daginn. This summer is full of amazing movies to see in theaters. Congratulations, Harrison Ford, on 40 years of Indy and one of the most iconic characters in history. I love a double feature, and it doesn't get more explosive (or more pink) than one with Oppenheimer and Barbie. pic.twitter.com/udWHHj4fAe— Tom Cruise (@TomCruise) June 28, 2023 „Ég vil sjá bæði Barbie og Oppenheimer. Ég ætla á þær báðar fyrstu helgina. Á föstudaginn ætla ég að sjá Oppenheimer fyrst, svo Barbie á laugardeginum.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira