„Ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur“ Máni Snær Þorláksson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. júlí 2023 21:05 Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir að almenningur tapi á uppgjöri Lindarhvols. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir leyndina við uppgjör Lindarhvols hafa hvatt hann til að halda málinu á lofti. Hann segir ljóst að það sé almenningur sem tapi ef ekkert verður aðhafst í málinu. Mikið hefur verið fjallað um Lindarhvol síðan þingmaður Pírata birti greinargerð setts ríkisendurskoðana um félagið í gær. Fyrir það hafði mikil leynd hvílt yfir skýrslunni og rifist var um hvort það ætti að birta hana eða ekki. Það var einmitt þessi leynd sem hvatti Þorstein til að fylgja málinu eftir. „Ég er tortrygginn maður að eðlisfari og ég var alveg sannfærður um það að það leyndist þarna fiskur undir steini,“ segir Þorsteinn í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. „Ég var líka alveg sannfærður um það að það væri ekki hægt að afgreiða 2020 skýrsluna án þess að hafa greinargerð Sigurðar til hliðsjónar. Ég held að útkoma hennar núna hafi einmitt staðfest þetta.“ Ríkissjóður verði fyrir fjártjóni Þorsteinn fer yfir það sem vekur athygli hans í greinargerðinni sem birt var í gær. „Það er það að við upphaf Lindarhvols voru settar starfsreglur, siðareglur. Þær hafa allar verið þverbrotnar, virðist vera eftir því sem hér kemur fram.“ Fögur fyrirheit hafi því brugðist að mati Þorsteins. „Við erum með nýlegt dæmi um Íslandsbanka þar sem allt brást líka,“ segir hann. „Það er nákvæmlega eins og hér nema hér verður ríkissjóður fyrir fjártjóni, það er alveg klárt. Hann verður fyrir fjártjóni vegna þess að það er verið að selja eignir undir verði.“ Almenningur sé að tapa Þorsteinn segir að greinargerðin segi honum að það þurfi að taka málið upp. Skoða þurfi hverja sölu sem þar fór fram. „Það er alveg klárt mál,“ segir hann. „Það er ekkert mat gert á þessum eignum af hálfu Lindarhvols sjálfs sem þeir fara svo að selja. Þeir taka hrátt mat annars staðar frá, sem er frá núll upp í þrjátíu milljarða, eftir því hvað þú ert að selja.“ Þá segir Þorsteinn að í sumum tilfellum hafi verð verið lækkað til þess að það væri auðveldara að ná því. „Svo segja menn að þetta sé stórglæsileg niðurstaða, af því það kemur einhver plús tala.“ Hver er það sem græðir á þessu? „Ég ætla ekki að fjölyrða um það hver græðir á þessu. En ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur. Það er verið að selja hans eignir þarna, hans eigur. Það erum við sem töpum á þessu ef þetta verður látið óhreyft.“ Starfsemi Lindarhvols Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um Lindarhvol síðan þingmaður Pírata birti greinargerð setts ríkisendurskoðana um félagið í gær. Fyrir það hafði mikil leynd hvílt yfir skýrslunni og rifist var um hvort það ætti að birta hana eða ekki. Það var einmitt þessi leynd sem hvatti Þorstein til að fylgja málinu eftir. „Ég er tortrygginn maður að eðlisfari og ég var alveg sannfærður um það að það leyndist þarna fiskur undir steini,“ segir Þorsteinn í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. „Ég var líka alveg sannfærður um það að það væri ekki hægt að afgreiða 2020 skýrsluna án þess að hafa greinargerð Sigurðar til hliðsjónar. Ég held að útkoma hennar núna hafi einmitt staðfest þetta.“ Ríkissjóður verði fyrir fjártjóni Þorsteinn fer yfir það sem vekur athygli hans í greinargerðinni sem birt var í gær. „Það er það að við upphaf Lindarhvols voru settar starfsreglur, siðareglur. Þær hafa allar verið þverbrotnar, virðist vera eftir því sem hér kemur fram.“ Fögur fyrirheit hafi því brugðist að mati Þorsteins. „Við erum með nýlegt dæmi um Íslandsbanka þar sem allt brást líka,“ segir hann. „Það er nákvæmlega eins og hér nema hér verður ríkissjóður fyrir fjártjóni, það er alveg klárt. Hann verður fyrir fjártjóni vegna þess að það er verið að selja eignir undir verði.“ Almenningur sé að tapa Þorsteinn segir að greinargerðin segi honum að það þurfi að taka málið upp. Skoða þurfi hverja sölu sem þar fór fram. „Það er alveg klárt mál,“ segir hann. „Það er ekkert mat gert á þessum eignum af hálfu Lindarhvols sjálfs sem þeir fara svo að selja. Þeir taka hrátt mat annars staðar frá, sem er frá núll upp í þrjátíu milljarða, eftir því hvað þú ert að selja.“ Þá segir Þorsteinn að í sumum tilfellum hafi verð verið lækkað til þess að það væri auðveldara að ná því. „Svo segja menn að þetta sé stórglæsileg niðurstaða, af því það kemur einhver plús tala.“ Hver er það sem græðir á þessu? „Ég ætla ekki að fjölyrða um það hver græðir á þessu. En ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur. Það er verið að selja hans eignir þarna, hans eigur. Það erum við sem töpum á þessu ef þetta verður látið óhreyft.“
Starfsemi Lindarhvols Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira