ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2023 11:31 Roland Eradze á í viðræðum við ÍBV um að gerast aðstoðarþjálfari en Carlos Martin var áhugasamur um starfið. Vísir/Bára Dröfn/Diego Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. Roland Valur Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, á í viðræðum við ÍBV um að hann verði næsti aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Viðræður á milli aðila standa yfir og framkvæmdastjóri ÍBV segir að þær gangi vel. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins er ÍBV í viðræðum við Roland Eradze að gerast aðstoðarþjálfari karlaliðsins. Roland hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari H.C Motor bæði í Úkraínu og þýsku B-deildinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Roland lék á sínum tíma með ÍBV. #Handkastið pic.twitter.com/zyYEcJ2Mno— Arnar Daði (@arnardadi) July 10, 2023 „Þetta hefur ekki staðið lengi yfir,“ sagði Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson greindi fyrst frá því á Twitter í morgun að samkvæmt hans heimildum stæðu viðræður yfir á milli ÍBV og Roland Vals. „Viðræðurnar ganga vel og við erum bjartsýnir á að þær klárist fljótlega,“ sagði Ellert enn fremur en Roland Eradze hefur verið í þjálfarateymi úkraínska liðsins HC Motor síðan árið 2020. HC Motor tók þátt í Evrópudeildinni í handknattleik í vetur en féll úr leik í 16-liða úrslitum gegn króatíska liðinu RK Nexe. z Þá spilaði liðið í þýsku B-deildinni þar sem ekki var spilað í Úkraínu vegna stríðsins sem þar geysar. Roland Valur lék með Val, Stjörnunni og ÍBV hér á landi sem leikmaður og lék 52 landsleiki fyrir Íslands hönd eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Þá hefur hann verið í þjálfarateymi yngri landsliða Íslands, hjá FH, Fram og nú síðast í Úkraínu hjá HC Motor. Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttamaður ræddi við Roland Val í mars á síðasta ári þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann þurfti þá að skilja við leikmenn sína úti í Úkraínu og koma sjálfur heim til Íslands. Carlos Santos fer ekki til Eyja Í síðustu viku bárust fregnir af því að ÍBV hefði haft samband við Carlos Martin Santos, þjálfara Harðar á Ísafirði, um að verða aðstoðarmaður Magnúsar Stefánssonar sem tók við þjálfarastarfinu hjá Íslandsmeisturum ÍBV að tímabilinu loknu. Harðverjar sendu inn kvörtun til HSÍ vegna málsins og óskuðu eftir því að sambandið beitti sér af festu gegn ÍBV þar sem þeir vildu meina að reglur hefðu verið brotnar. Ísfirðingar kröfðust þess að fá 3,5 milljónir fyrir Santos sem ÍBV var ekki tilbúið að borga. Eyjamenn hafa greinilega leitað á önnur mið í kjölfarið og vill Ellert meina að of mikið hafi verið gert úr því máli. „Það er búið og var aldrei neitt,“ sagði Ellert við Vísi í morgun. Eins og áður segir verður Magnús Stefánsson við stjórnvölinn hjá ÍBV á næsta tímabili en hann var aðstoðarmaður Erlings Richardssonar á síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta tímabil Magnúsar sem aðalþjálfari og því eflaust kærkomið að fá reynslubolta eins og Roland Eradze inn í teymið. „Við erum að horfa í og nýta hans reyslu og sérþekkingu,“ sagði Ellert Scheving framkvæmdastjóri við Vísi en Roland Valur myndi einnig koma að markmannsþjálfun hjá ÍBV. Olís-deild karla ÍBV Hörður Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
Roland Valur Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, á í viðræðum við ÍBV um að hann verði næsti aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Viðræður á milli aðila standa yfir og framkvæmdastjóri ÍBV segir að þær gangi vel. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins er ÍBV í viðræðum við Roland Eradze að gerast aðstoðarþjálfari karlaliðsins. Roland hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari H.C Motor bæði í Úkraínu og þýsku B-deildinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Roland lék á sínum tíma með ÍBV. #Handkastið pic.twitter.com/zyYEcJ2Mno— Arnar Daði (@arnardadi) July 10, 2023 „Þetta hefur ekki staðið lengi yfir,“ sagði Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson greindi fyrst frá því á Twitter í morgun að samkvæmt hans heimildum stæðu viðræður yfir á milli ÍBV og Roland Vals. „Viðræðurnar ganga vel og við erum bjartsýnir á að þær klárist fljótlega,“ sagði Ellert enn fremur en Roland Eradze hefur verið í þjálfarateymi úkraínska liðsins HC Motor síðan árið 2020. HC Motor tók þátt í Evrópudeildinni í handknattleik í vetur en féll úr leik í 16-liða úrslitum gegn króatíska liðinu RK Nexe. z Þá spilaði liðið í þýsku B-deildinni þar sem ekki var spilað í Úkraínu vegna stríðsins sem þar geysar. Roland Valur lék með Val, Stjörnunni og ÍBV hér á landi sem leikmaður og lék 52 landsleiki fyrir Íslands hönd eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Þá hefur hann verið í þjálfarateymi yngri landsliða Íslands, hjá FH, Fram og nú síðast í Úkraínu hjá HC Motor. Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttamaður ræddi við Roland Val í mars á síðasta ári þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann þurfti þá að skilja við leikmenn sína úti í Úkraínu og koma sjálfur heim til Íslands. Carlos Santos fer ekki til Eyja Í síðustu viku bárust fregnir af því að ÍBV hefði haft samband við Carlos Martin Santos, þjálfara Harðar á Ísafirði, um að verða aðstoðarmaður Magnúsar Stefánssonar sem tók við þjálfarastarfinu hjá Íslandsmeisturum ÍBV að tímabilinu loknu. Harðverjar sendu inn kvörtun til HSÍ vegna málsins og óskuðu eftir því að sambandið beitti sér af festu gegn ÍBV þar sem þeir vildu meina að reglur hefðu verið brotnar. Ísfirðingar kröfðust þess að fá 3,5 milljónir fyrir Santos sem ÍBV var ekki tilbúið að borga. Eyjamenn hafa greinilega leitað á önnur mið í kjölfarið og vill Ellert meina að of mikið hafi verið gert úr því máli. „Það er búið og var aldrei neitt,“ sagði Ellert við Vísi í morgun. Eins og áður segir verður Magnús Stefánsson við stjórnvölinn hjá ÍBV á næsta tímabili en hann var aðstoðarmaður Erlings Richardssonar á síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta tímabil Magnúsar sem aðalþjálfari og því eflaust kærkomið að fá reynslubolta eins og Roland Eradze inn í teymið. „Við erum að horfa í og nýta hans reyslu og sérþekkingu,“ sagði Ellert Scheving framkvæmdastjóri við Vísi en Roland Valur myndi einnig koma að markmannsþjálfun hjá ÍBV.
Olís-deild karla ÍBV Hörður Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira