„Í dag veit ég hver ég er og hvernig ég vil að fólk komi fram við mig“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. júlí 2023 09:01 Tónlistarkonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt undir listamannsnafninu Gugusar, var að reynda frá sér persónulega lagið Vonin. Vísir/Vilhelm „Þetta er lag sem ég samdi þegar ég var að fara í gegnum mjög erfiða tíma og ég sleppti alveg tökunum í textasmíðinni. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að semja tónlist þar sem ég er algjörlega að opna mig,“ segir hin nítján ára gamla tónlistarkona Guðlaug Sóley, Gugusar, um lagið Vonin sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Vonin: Klippa: Gugusar - Vonin Orðin allt önnur manneskja „Þetta er svona svolítið brútal texti en mér þykir samt mjög vænt um hann. Mér þykir örugglega mest vænt um þetta lag af öllum lögum sem ég hef samið, því það fór svo mikið hjarta í það.“ Lagið var í vinnslu í heilt ár og segir Gugusar merkilega tilfinningu að vera loksins að koma því út núna. „Það er mjög áhugavert að sjá hvert ég er komin síðan ég byrjaði á því. Ég er búin að vera að vinna í því jafnt og þétt og frá byrjun hef ég alltaf verið með sama textann og sömu hugmyndirnar. Það er dálítið klikkað að finna að ég er á allt öðrum stað núna en þegar ég byrjaði upprunalega að semja það. Þegar ég hugsa til baka þá átta ég mig á því að það er svo rosalega mikill munur á mér sem persónu eftir að hafa farið í gegnum ýmislegt. Ég er orðin allt önnur manneskja.“ Gugusar samdi lagið Vonin á heilu ári og segir magnað að fylgjast með breytingunum sem hún sjálf hefur farið í gegnum á þeim tíma.Aðsend Mikilvægt að læra að setja sig í fyrsta sæti Gugusar segir að ýmislegt hafi spilað inn í þessa vegferð hjá sér síðastliðið ár. „Andlega heilsan mín er komin á svo miklu betri stað og ég er að umkringja mig svo góðu fólki í dag. Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar maður er í erfiðleikum með sjálfa sig og andlega heilsu, að einbeita sér að því að vera með gott fólk í kringum sig og læra að setja sig í fyrsta sæti.“ Meðal þess sem hefur jákvæð áhrif á andlegu heilsuna hjá henni er að fara í ræktina en segir hún þá rútínu gera virkilega góða hluti fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu hjá sér. „Ég fór líka að spila mikið golf með mömmu og útiveran og samveran í því er frábær. Það eru svona alls konar litlir hlutir sem hjálpa manni svo mikið. Svo fékk ég auðvitað líka aðstoð bæði frá Kvíðameðferðarstöðinni og Bjarkarhlíð sem hjálpaði mér rosalega mikið.“ Gugusar sat fyrir í nýjustu Fokk Ofbeldi herferð UN WOMEN.Anna Maggý Hætti að gera tónlist um tíma Gugusar byrjaði fjórtán ára gömul að gefa út tónlist og semur alla sína tónlist sjálf ásamt því að pródúsera allt frá A til Ö. Því má segja að tónlistin sé órjúfanlegur hluti af því hver hún er. „Ég var í vondu sambandi og á meðan því stóð hætti ég alveg að gera tónlist. Tónlist er það sem ég elska mest þannig að það er smá klikkað að ég hafi bara hætt því. Þegar mér leið mjög illa byrjaði ég svo aftur að prófa að semja tónlist og samdi helling af textum sem útrás. Það hjálpaði mér svo ótrúlega mikið og út frá því byrjaði allt að stefna upp á við hjá mér. En auðvitað tekur allt tíma og það að fara í gegnum þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Ég á líka mjög stuðningsríka fjölskyldu og vini og hjálpin frá þeim var svo ótrúlega verðmæt.“ Fann sjálfa sig aftur Hún segist því hafa endurheimt stóran part af sjálfri sér við að byrja aftur að tengjast tónlistinni. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tónlistin hjálpar mér. Tónlist er einhvern veginn alltaf til staðar fyrir mig, þó að ég hafi hætt að gera tónlist um tíma og misst allan áhuga á því. Það var líka tímabil þar sem ég þurfti að afbóka gigg á síðustu stundu vegna andlegrar heilsu sem mér þótti ótrúlega erfitt að gera en mér bara leið svo illa. Ég bara gat ekki farið aftur upp á svið, sett upp grímu og dansað um, ég var búin að gera það svo oft. Að dansa og syngja eins og allt væri í lagi en svo leið mér ótrúlega illa að innan. Svo þegar ég byrjaði að semja aftur þá var það bara eins og nýtt frelsi, mér leið eins og ég væri bara að finna mig sjálfa aftur.“ Gugusar segir tónlistina hafa bjargað sér oft í gegnum lífið.Vísir/Vilhelm Segir vonina alltaf til staðar Lagið Vonin fjallar um að vera svolítið fastur í slæmu sambandi. „Á þessum tíma hélt ég svo fast í vonina að ég gæti breytt manneskju, sem er ekki hægt og ég veit það núna. Eitt það erfiðasta í þessu var að átta sig á því að maður getur ekki breytt einhverjum. Þannig að þetta er svolítið þungur texti. Svo er ótrúlega áhugavert að hugsa núna til baka um að lagið heiti Vonin, því það er alltaf von. Ég held að vonin hafi hjálpað líka, að vera alltaf með einhverja von, þó að hún hafi verið lítil eða minni á sínum tíma. Núna þegar ég er á miklu betri stað þá hugsa ég bara vá hvað það var gott að halda í vonina, setja sjálfa sig í fyrsta sæti og vinna í sér. Þó að það sé líka leiðinlegt og erfitt þá er alltaf einhver von.“ Gugusar segir mikilvægt að muna að það sé alltaf von. Vísir/Vilhelm „Það skemmtilegasta sem ég geri“ Það hefur ótal margt breyst hjá Gugusar að undanförnu og þykir henni nú fátt skemmtilegra en að flytja tónlistina sína. „Það er svo ótrúlega gaman að koma fram núna og það er svo gaman að finna aftur fyrir þessari ástríðu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, ég er svo heppin að fá að vinna við þetta líka og að geta eytt öllum þeim tíma sem ég vil í þetta. Það er svo frábært og það er svo gaman að gera þetta þegar manni líður vel.“ Gugusar vinnur nú að nýrri plötu og er Vonin fyrsta lagið af henni. „Hún kemur vonandi út á þessu ári. Síðan á ég alltaf eftir að halda útgáfutónleika fyrir síðustu plötu sem ég gaf út en þeir verða á þessu ári.“ Gugusar stefnir á útgáfutónleika og nýja plötu á þessu ári.Berglaug Áttaði sig á því að hún gæti þetta Síðasta platan hennar 12:48 kom út í nóvember síðastliðnum. „Ég var rosa lengi að vinna í þeirri plötu og það var mjög erfitt á sínum tíma, örugglega eitt erfiðasta tónlistarverkefni sem ég hef gert. Ég held að rosa margir tengi við það að vera fastur á einhverju lagi og eiga erfitt með að gefa út efnið.“ Hún segist þó hafa upplifað mikinn létti við útgáfuna. „Sérstaklega af því að ég hætti alveg að gefa út tónlist um tíma og þá hætti ég alveg að vinna í lögunum á plötunni. Þannig að þegar ég var loksins að senda hana frá mér leið mér eins og ég gæti aðeins farið að anda aftur og áttaði mig líka á því að ég gat þetta. Þegar maður er búinn að vera að vinna svona lengi að einhverju þá er það frekar mögnuð tilfinning.“ Upplifir stundum pressu að hafa byrjað ung Gugusar er sem áður segir aðeins nítján ára gömul en býr yfir mikilli reynslu í tónlistinni og gaf meðal annars út sína fyrstu plötu fimmtán ára gömul. „Það er svolítið fyndið að byrja svona ungur í einhverju svona. Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé orðin alltof gömul núna því maður fór af stað svo ungur. En það er bara eitthvað í hausnum á manni og ég er búin að tala við mikið af tónlistarfólki á mínum aldri sem tengir við þetta, að geta farið fram úr sér við að hugsa að maður sé orðinn X gamall og eigi bara ákveðið langan tíma eftir í tónlistinni. Það er klárlega eitthvað sem kemur upp í hugann, sérstaklega af því að ég var svo ung þegar ég gaf út mína fyrstu plötu. Þá finnst mér stundum lítið að ég sé bara búin að gefa út eina plötu síðan þá, eins og það skipti máli. Maður á svo mikinn tíma eftir, aldur skiptir engu máli í list eða í raun öðrum fögum. Ég vona allavega að ég verði enn að gera tónlist þegar að ég er orðin eldgömul.“ Gugusar er þekkt fyrir lifandi sviðsframkomu og danshæfileika sína en hún flýgur oft um sviðið á meðan hún syngur.Nesman Breki New York, Færeyjar, Bretland og Vestmannaeyjar Það er mikið um að vera hjá Gugusar sem er rétt að byrja. Hún spilaði í New York í vor og var að koma af tónlistarhátíð í Færeyjum þar sem hún spilaði síðustu helgi. Ásamt því útskrifaðist hún úr Myndlistarskólanum í Reykjavík í vor og hlakkar til að finna frumlegar leiðir til að sameina myndlistina og tónlistina. „Ég ætla svo að sjálfsögðu að halda áfram að vinna í tónlistinni og gigga en ég verð meðal annars að spila á Húkkaranum í Eyjum um Verslunarmannahelgina. Ég var líka þar í fyrra og það var ótrúlega gaman svo að ég hlakka mikil til. Svo er ég að fara að spila á tónlistarhátíð í Bretlandi í ágúst og það er alls konar spennandi framundan. Ég fylgi bara flæðinu eins og alltaf,“ segir Gugusar og bætir við að hún ætli að halda áfram að byggja upp gott samband við sjálfa sig og hafa trú á sér. Útskrifarverk Gugusar úr Myndlistarskólanum í Reykjavík. Instagram @gugusar_ Aðspurð að lokum hvort hún búi yfir einhverju lífsmottói sem reynist henni vel svarar hún: „Ég hugsa að allt gerist af ástæðu og ég veit ekki afhverju en ég hef einhvern veginn alltaf hugsað það, síðan ég var lítil. Það getur verið mjög erfitt að pæla í því en ég er einhvern veginn alltaf með það í huganum. Það hjálpar mér líka að komast í gegnum erfiðleika og sama hvað ég hef gengið í gegnum er ég samt þakklát fyrir reynsluna sem kennir mér svo margt. Í dag veit ég miklu meira hver ég er, hvernig ég vil að fólk komi fram við mig og hvernig ég vil koma fram við það.“ Tónlist Menning Geðheilbrigði Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Öllum fannst mjög undarlegt að ég kynni þetta“ Tónlistarkonan Gugusar hefur með sanni átt viðburðaríkt og öflugt ár í tónlistarheiminum en hún hefur vakið mikla athygli fyrir einstakan hljóm sinn og kraftmikla sviðsframkomu. Gugusar, sem heitir réttu nafni Guðlaug Sóley, finnst ekkert skemmtilegra en að semja tónlist en hún var að senda frá sér plötuna 12:48. Blaðamaður hitti á hana í kaffi og fékk að spyrja hana spjörunum úr. 23. nóvember 2022 06:01 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Vonin: Klippa: Gugusar - Vonin Orðin allt önnur manneskja „Þetta er svona svolítið brútal texti en mér þykir samt mjög vænt um hann. Mér þykir örugglega mest vænt um þetta lag af öllum lögum sem ég hef samið, því það fór svo mikið hjarta í það.“ Lagið var í vinnslu í heilt ár og segir Gugusar merkilega tilfinningu að vera loksins að koma því út núna. „Það er mjög áhugavert að sjá hvert ég er komin síðan ég byrjaði á því. Ég er búin að vera að vinna í því jafnt og þétt og frá byrjun hef ég alltaf verið með sama textann og sömu hugmyndirnar. Það er dálítið klikkað að finna að ég er á allt öðrum stað núna en þegar ég byrjaði upprunalega að semja það. Þegar ég hugsa til baka þá átta ég mig á því að það er svo rosalega mikill munur á mér sem persónu eftir að hafa farið í gegnum ýmislegt. Ég er orðin allt önnur manneskja.“ Gugusar samdi lagið Vonin á heilu ári og segir magnað að fylgjast með breytingunum sem hún sjálf hefur farið í gegnum á þeim tíma.Aðsend Mikilvægt að læra að setja sig í fyrsta sæti Gugusar segir að ýmislegt hafi spilað inn í þessa vegferð hjá sér síðastliðið ár. „Andlega heilsan mín er komin á svo miklu betri stað og ég er að umkringja mig svo góðu fólki í dag. Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar maður er í erfiðleikum með sjálfa sig og andlega heilsu, að einbeita sér að því að vera með gott fólk í kringum sig og læra að setja sig í fyrsta sæti.“ Meðal þess sem hefur jákvæð áhrif á andlegu heilsuna hjá henni er að fara í ræktina en segir hún þá rútínu gera virkilega góða hluti fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu hjá sér. „Ég fór líka að spila mikið golf með mömmu og útiveran og samveran í því er frábær. Það eru svona alls konar litlir hlutir sem hjálpa manni svo mikið. Svo fékk ég auðvitað líka aðstoð bæði frá Kvíðameðferðarstöðinni og Bjarkarhlíð sem hjálpaði mér rosalega mikið.“ Gugusar sat fyrir í nýjustu Fokk Ofbeldi herferð UN WOMEN.Anna Maggý Hætti að gera tónlist um tíma Gugusar byrjaði fjórtán ára gömul að gefa út tónlist og semur alla sína tónlist sjálf ásamt því að pródúsera allt frá A til Ö. Því má segja að tónlistin sé órjúfanlegur hluti af því hver hún er. „Ég var í vondu sambandi og á meðan því stóð hætti ég alveg að gera tónlist. Tónlist er það sem ég elska mest þannig að það er smá klikkað að ég hafi bara hætt því. Þegar mér leið mjög illa byrjaði ég svo aftur að prófa að semja tónlist og samdi helling af textum sem útrás. Það hjálpaði mér svo ótrúlega mikið og út frá því byrjaði allt að stefna upp á við hjá mér. En auðvitað tekur allt tíma og það að fara í gegnum þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Ég á líka mjög stuðningsríka fjölskyldu og vini og hjálpin frá þeim var svo ótrúlega verðmæt.“ Fann sjálfa sig aftur Hún segist því hafa endurheimt stóran part af sjálfri sér við að byrja aftur að tengjast tónlistinni. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tónlistin hjálpar mér. Tónlist er einhvern veginn alltaf til staðar fyrir mig, þó að ég hafi hætt að gera tónlist um tíma og misst allan áhuga á því. Það var líka tímabil þar sem ég þurfti að afbóka gigg á síðustu stundu vegna andlegrar heilsu sem mér þótti ótrúlega erfitt að gera en mér bara leið svo illa. Ég bara gat ekki farið aftur upp á svið, sett upp grímu og dansað um, ég var búin að gera það svo oft. Að dansa og syngja eins og allt væri í lagi en svo leið mér ótrúlega illa að innan. Svo þegar ég byrjaði að semja aftur þá var það bara eins og nýtt frelsi, mér leið eins og ég væri bara að finna mig sjálfa aftur.“ Gugusar segir tónlistina hafa bjargað sér oft í gegnum lífið.Vísir/Vilhelm Segir vonina alltaf til staðar Lagið Vonin fjallar um að vera svolítið fastur í slæmu sambandi. „Á þessum tíma hélt ég svo fast í vonina að ég gæti breytt manneskju, sem er ekki hægt og ég veit það núna. Eitt það erfiðasta í þessu var að átta sig á því að maður getur ekki breytt einhverjum. Þannig að þetta er svolítið þungur texti. Svo er ótrúlega áhugavert að hugsa núna til baka um að lagið heiti Vonin, því það er alltaf von. Ég held að vonin hafi hjálpað líka, að vera alltaf með einhverja von, þó að hún hafi verið lítil eða minni á sínum tíma. Núna þegar ég er á miklu betri stað þá hugsa ég bara vá hvað það var gott að halda í vonina, setja sjálfa sig í fyrsta sæti og vinna í sér. Þó að það sé líka leiðinlegt og erfitt þá er alltaf einhver von.“ Gugusar segir mikilvægt að muna að það sé alltaf von. Vísir/Vilhelm „Það skemmtilegasta sem ég geri“ Það hefur ótal margt breyst hjá Gugusar að undanförnu og þykir henni nú fátt skemmtilegra en að flytja tónlistina sína. „Það er svo ótrúlega gaman að koma fram núna og það er svo gaman að finna aftur fyrir þessari ástríðu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, ég er svo heppin að fá að vinna við þetta líka og að geta eytt öllum þeim tíma sem ég vil í þetta. Það er svo frábært og það er svo gaman að gera þetta þegar manni líður vel.“ Gugusar vinnur nú að nýrri plötu og er Vonin fyrsta lagið af henni. „Hún kemur vonandi út á þessu ári. Síðan á ég alltaf eftir að halda útgáfutónleika fyrir síðustu plötu sem ég gaf út en þeir verða á þessu ári.“ Gugusar stefnir á útgáfutónleika og nýja plötu á þessu ári.Berglaug Áttaði sig á því að hún gæti þetta Síðasta platan hennar 12:48 kom út í nóvember síðastliðnum. „Ég var rosa lengi að vinna í þeirri plötu og það var mjög erfitt á sínum tíma, örugglega eitt erfiðasta tónlistarverkefni sem ég hef gert. Ég held að rosa margir tengi við það að vera fastur á einhverju lagi og eiga erfitt með að gefa út efnið.“ Hún segist þó hafa upplifað mikinn létti við útgáfuna. „Sérstaklega af því að ég hætti alveg að gefa út tónlist um tíma og þá hætti ég alveg að vinna í lögunum á plötunni. Þannig að þegar ég var loksins að senda hana frá mér leið mér eins og ég gæti aðeins farið að anda aftur og áttaði mig líka á því að ég gat þetta. Þegar maður er búinn að vera að vinna svona lengi að einhverju þá er það frekar mögnuð tilfinning.“ Upplifir stundum pressu að hafa byrjað ung Gugusar er sem áður segir aðeins nítján ára gömul en býr yfir mikilli reynslu í tónlistinni og gaf meðal annars út sína fyrstu plötu fimmtán ára gömul. „Það er svolítið fyndið að byrja svona ungur í einhverju svona. Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé orðin alltof gömul núna því maður fór af stað svo ungur. En það er bara eitthvað í hausnum á manni og ég er búin að tala við mikið af tónlistarfólki á mínum aldri sem tengir við þetta, að geta farið fram úr sér við að hugsa að maður sé orðinn X gamall og eigi bara ákveðið langan tíma eftir í tónlistinni. Það er klárlega eitthvað sem kemur upp í hugann, sérstaklega af því að ég var svo ung þegar ég gaf út mína fyrstu plötu. Þá finnst mér stundum lítið að ég sé bara búin að gefa út eina plötu síðan þá, eins og það skipti máli. Maður á svo mikinn tíma eftir, aldur skiptir engu máli í list eða í raun öðrum fögum. Ég vona allavega að ég verði enn að gera tónlist þegar að ég er orðin eldgömul.“ Gugusar er þekkt fyrir lifandi sviðsframkomu og danshæfileika sína en hún flýgur oft um sviðið á meðan hún syngur.Nesman Breki New York, Færeyjar, Bretland og Vestmannaeyjar Það er mikið um að vera hjá Gugusar sem er rétt að byrja. Hún spilaði í New York í vor og var að koma af tónlistarhátíð í Færeyjum þar sem hún spilaði síðustu helgi. Ásamt því útskrifaðist hún úr Myndlistarskólanum í Reykjavík í vor og hlakkar til að finna frumlegar leiðir til að sameina myndlistina og tónlistina. „Ég ætla svo að sjálfsögðu að halda áfram að vinna í tónlistinni og gigga en ég verð meðal annars að spila á Húkkaranum í Eyjum um Verslunarmannahelgina. Ég var líka þar í fyrra og það var ótrúlega gaman svo að ég hlakka mikil til. Svo er ég að fara að spila á tónlistarhátíð í Bretlandi í ágúst og það er alls konar spennandi framundan. Ég fylgi bara flæðinu eins og alltaf,“ segir Gugusar og bætir við að hún ætli að halda áfram að byggja upp gott samband við sjálfa sig og hafa trú á sér. Útskrifarverk Gugusar úr Myndlistarskólanum í Reykjavík. Instagram @gugusar_ Aðspurð að lokum hvort hún búi yfir einhverju lífsmottói sem reynist henni vel svarar hún: „Ég hugsa að allt gerist af ástæðu og ég veit ekki afhverju en ég hef einhvern veginn alltaf hugsað það, síðan ég var lítil. Það getur verið mjög erfitt að pæla í því en ég er einhvern veginn alltaf með það í huganum. Það hjálpar mér líka að komast í gegnum erfiðleika og sama hvað ég hef gengið í gegnum er ég samt þakklát fyrir reynsluna sem kennir mér svo margt. Í dag veit ég miklu meira hver ég er, hvernig ég vil að fólk komi fram við mig og hvernig ég vil koma fram við það.“
Tónlist Menning Geðheilbrigði Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Öllum fannst mjög undarlegt að ég kynni þetta“ Tónlistarkonan Gugusar hefur með sanni átt viðburðaríkt og öflugt ár í tónlistarheiminum en hún hefur vakið mikla athygli fyrir einstakan hljóm sinn og kraftmikla sviðsframkomu. Gugusar, sem heitir réttu nafni Guðlaug Sóley, finnst ekkert skemmtilegra en að semja tónlist en hún var að senda frá sér plötuna 12:48. Blaðamaður hitti á hana í kaffi og fékk að spyrja hana spjörunum úr. 23. nóvember 2022 06:01 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Öllum fannst mjög undarlegt að ég kynni þetta“ Tónlistarkonan Gugusar hefur með sanni átt viðburðaríkt og öflugt ár í tónlistarheiminum en hún hefur vakið mikla athygli fyrir einstakan hljóm sinn og kraftmikla sviðsframkomu. Gugusar, sem heitir réttu nafni Guðlaug Sóley, finnst ekkert skemmtilegra en að semja tónlist en hún var að senda frá sér plötuna 12:48. Blaðamaður hitti á hana í kaffi og fékk að spyrja hana spjörunum úr. 23. nóvember 2022 06:01