Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2023 11:54 Bergþóra Baldursdóttir er hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. Í verðbólguspá Íslandsbanka, sem gefin var út í síðustu viku, var því spáð að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,2 prósent milli mánaða í júlí. Það myndi þýða að tólf mánaða verðbólga kæmi til með að hjaðna úr 8,9 prósentum í 7,8 prósent. Hagfræðingur hjá bankanum segir eina helstu ástæðu fyrir hjöðnunarspánni vera þá að á sama tíma í fyrra varð mikil verðbólguaukning. „Þannig að mælingin í fyrra er að detta út úr spánni. Þannig að við gerum ráð fyrir töluverðri hjöðnun,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Húsnæðisþátturinn létti róðurinn Þrátt fyrir yfirvofandi hjöðnun sé verðbólgan engu að síður mjög mikil. „En það sem er jákvætt í þessu eru til dæmis þessar tölur sem birtust í gær um íbúðamarkaðinn. Hann er að kólna mjög hratt aftur, og það getur haft áhrif á verðbólguna.“ Uppfærð vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var gefin út í gær, en hún lækkaði um 1,1 prósent á milli mánaða. Síðastliðið ár hefur hún hækkað um 2,7 prósent. „Að sjá húsnæðisverð lækka á milli mánaða mun hjálpa til við hjöðnunina, og hún verður líklegast, eða gæti verið meiri en spár eru að gera ráð fyrir vegna þess að fasteignaverð er að lækka.“ Vaxtalækkanir ekki í kortunum Spá Íslandsbanka gerir ráð fyrir að verðbólga verði í kringum átta prósent næstu mánuði, en hjaðni ekki mikið meira fyrr en í lok árs. „Verðbólgumarkmiðið er 2,5 prósent og við erum ennþá í kringum níu prósent. Þannig að það er alveg mjög langt í land, en þetta er klárlega eitthvað sem Seðlabankinn er mjög ánægður með.“ Þrátt fyrir það ætti fólk ekki að búast við vaxtalækkunum strax. „Við gerum ráð fyrir að peningastefnunefndin muni hækka vexti eilítið í ágúst og láta svo mögulega staðar numið,“ segir Bergþóra. Verðlag Húsnæðismál Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Í verðbólguspá Íslandsbanka, sem gefin var út í síðustu viku, var því spáð að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,2 prósent milli mánaða í júlí. Það myndi þýða að tólf mánaða verðbólga kæmi til með að hjaðna úr 8,9 prósentum í 7,8 prósent. Hagfræðingur hjá bankanum segir eina helstu ástæðu fyrir hjöðnunarspánni vera þá að á sama tíma í fyrra varð mikil verðbólguaukning. „Þannig að mælingin í fyrra er að detta út úr spánni. Þannig að við gerum ráð fyrir töluverðri hjöðnun,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Húsnæðisþátturinn létti róðurinn Þrátt fyrir yfirvofandi hjöðnun sé verðbólgan engu að síður mjög mikil. „En það sem er jákvætt í þessu eru til dæmis þessar tölur sem birtust í gær um íbúðamarkaðinn. Hann er að kólna mjög hratt aftur, og það getur haft áhrif á verðbólguna.“ Uppfærð vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var gefin út í gær, en hún lækkaði um 1,1 prósent á milli mánaða. Síðastliðið ár hefur hún hækkað um 2,7 prósent. „Að sjá húsnæðisverð lækka á milli mánaða mun hjálpa til við hjöðnunina, og hún verður líklegast, eða gæti verið meiri en spár eru að gera ráð fyrir vegna þess að fasteignaverð er að lækka.“ Vaxtalækkanir ekki í kortunum Spá Íslandsbanka gerir ráð fyrir að verðbólga verði í kringum átta prósent næstu mánuði, en hjaðni ekki mikið meira fyrr en í lok árs. „Verðbólgumarkmiðið er 2,5 prósent og við erum ennþá í kringum níu prósent. Þannig að það er alveg mjög langt í land, en þetta er klárlega eitthvað sem Seðlabankinn er mjög ánægður með.“ Þrátt fyrir það ætti fólk ekki að búast við vaxtalækkunum strax. „Við gerum ráð fyrir að peningastefnunefndin muni hækka vexti eilítið í ágúst og láta svo mögulega staðar numið,“ segir Bergþóra.
Verðlag Húsnæðismál Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira