„Við eigum enn þá dálítið inni og við þurfum að sækja það í næstu leikjum“ Kári Mímisson skrifar 21. júlí 2023 21:00 Óskar Hrafn gat leyft sér að brosa eftir leik. Vísir/Diego Það var létt yfir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, eftir 3-1 sigur liðsins á ÍBV nú í kvöld. Blikar kláruðu leikinn í fyrri hálfleik og voru 3-0 yfir í hálfleik. Eyjamenn hresstust mikið við í seinni hálfleik en Blikar náðu þó að sigla þessu tiltölulega sannfærandi heim í seinni hálfleik. „Ég er sáttur með að hafa klárað þennan leik. Við hefðum sennilega getað farið betur með færin og náð að klára hann fyrr en við misstum svona aðeins stjórnina í seinni hluta seinni hálfleiks. Við hefðum geta siglt þessu aðeins þægilegra heim en ÍBV er öflugt lið og það var einhvern veginn alltaf í kortunum að þeir væru að fara að gera áhlaup. Eins og staðan er núna þá sýnist mér að allir hafi sloppið heilir frá þessu og séu í tipptopp standi fyrir þriðjudaginn, þannig að ég er bara sáttur.“ Þú segir að allir hafi sloppið vel en bæði Viktor Karl og Gísli fara út af vellinum eftir að hafa lent í einhverju hnjaski. „Þú mátt nú ekki taka mig upp á því eftir helgi en mér sýnist að þeir séu í lagi. Gísli fékk eitthvað högg og Viktor líka. Þeir ættu að verða klárir á þriðjudaginn.“ Lið Breiðabliks hefur verið að spila vel á undanförnum vikum og slógu eins og flestir vita írsku meistaranna í Shamrock Rovers út úr forkeppni Meistaradeildarinnar. Óskar segist vera sáttur við spilamennsku liðsins en telur þó liðið eiga eitthvað inni. „Ég er alveg þokkalega sáttur. Mér finnst eins og að takturinn sé að koma. Í þessu þétta prógrammi þá hafa menn fundið taktinn. Ég get ekki verið neitt annað en ánægður jafnvel þó að við höfum tapað í undanúrslitum bikarsins gegn KA þar sem þeir áttu bara skínandi leik. Ég er sáttur með margt en margt sem við hefðum líka getað gert betur að mörgu leyti. Við eigum enn þá dálítið inni og við þurfum að sækja það í næstu leikjum.“ Breiðablik mætir danska stórveldinu FC Köbenhavn í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Sonur Óskars, Orri Steinn er samningsbundinn FCK og mætast því þeir feðgar í þessum leikjum. Óskar er spenntur fyrir viðureigninni sem hann telur þó eigi eftir að verða ansi erfiða. „Það leggst bara frábærlega í mig. Það verður mjög gaman að mæla okkur við dönsku meistaranna. Lið sem er með gríðarlega hefð og frábæran árangur í Evrópukeppnum undanfarin ár og undanfarna áratugi. Það verður bara virkilega spennandi verkefni enn við verðum að taka á móti þeim hérna á þriðjudaginn, kæfa þá og keyra á þá. Það er eina leiðin okkar á móti þeim.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Meistararnir kláruðu Eyjamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistarar Breiðabliks eru mættir í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á ÍBV. Blikar gengu frá dæminu strax í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. júlí 2023 17:15 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
„Ég er sáttur með að hafa klárað þennan leik. Við hefðum sennilega getað farið betur með færin og náð að klára hann fyrr en við misstum svona aðeins stjórnina í seinni hluta seinni hálfleiks. Við hefðum geta siglt þessu aðeins þægilegra heim en ÍBV er öflugt lið og það var einhvern veginn alltaf í kortunum að þeir væru að fara að gera áhlaup. Eins og staðan er núna þá sýnist mér að allir hafi sloppið heilir frá þessu og séu í tipptopp standi fyrir þriðjudaginn, þannig að ég er bara sáttur.“ Þú segir að allir hafi sloppið vel en bæði Viktor Karl og Gísli fara út af vellinum eftir að hafa lent í einhverju hnjaski. „Þú mátt nú ekki taka mig upp á því eftir helgi en mér sýnist að þeir séu í lagi. Gísli fékk eitthvað högg og Viktor líka. Þeir ættu að verða klárir á þriðjudaginn.“ Lið Breiðabliks hefur verið að spila vel á undanförnum vikum og slógu eins og flestir vita írsku meistaranna í Shamrock Rovers út úr forkeppni Meistaradeildarinnar. Óskar segist vera sáttur við spilamennsku liðsins en telur þó liðið eiga eitthvað inni. „Ég er alveg þokkalega sáttur. Mér finnst eins og að takturinn sé að koma. Í þessu þétta prógrammi þá hafa menn fundið taktinn. Ég get ekki verið neitt annað en ánægður jafnvel þó að við höfum tapað í undanúrslitum bikarsins gegn KA þar sem þeir áttu bara skínandi leik. Ég er sáttur með margt en margt sem við hefðum líka getað gert betur að mörgu leyti. Við eigum enn þá dálítið inni og við þurfum að sækja það í næstu leikjum.“ Breiðablik mætir danska stórveldinu FC Köbenhavn í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Sonur Óskars, Orri Steinn er samningsbundinn FCK og mætast því þeir feðgar í þessum leikjum. Óskar er spenntur fyrir viðureigninni sem hann telur þó eigi eftir að verða ansi erfiða. „Það leggst bara frábærlega í mig. Það verður mjög gaman að mæla okkur við dönsku meistaranna. Lið sem er með gríðarlega hefð og frábæran árangur í Evrópukeppnum undanfarin ár og undanfarna áratugi. Það verður bara virkilega spennandi verkefni enn við verðum að taka á móti þeim hérna á þriðjudaginn, kæfa þá og keyra á þá. Það er eina leiðin okkar á móti þeim.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Meistararnir kláruðu Eyjamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistarar Breiðabliks eru mættir í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á ÍBV. Blikar gengu frá dæminu strax í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. júlí 2023 17:15 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Meistararnir kláruðu Eyjamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistarar Breiðabliks eru mættir í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á ÍBV. Blikar gengu frá dæminu strax í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. júlí 2023 17:15