Sú argentínska með Ronaldo tattúið hatar ekki Messi og biður um frið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2023 15:01 Yamila Rodriguez á ferðinni með argentínska landsliðinu í fyrsta leik liðsins á HM í ár sem var á móti Ítalíu. Getty/Ulrik Pedersen Argentínska knattspyrnukonan Yamila Rodriguez kom sér í fréttirnar á dögunum þegar fólk áttaði sig á því að hún var með húðflúr af andliti Cristiano Ronaldo en Lionel Messi var aftur á móti hvergi sjáanlegur. Rodriguez var spurð út í ástæðuna fyrir því að hún heldur meira upp á Ronaldo en landa sinn sem er í guðatölu í heimalandinu. Hún var nefnilega líka með húðflúr af Diego Maradona. Argentina women s striker Yamila Rodriguez has been heavily abused, attacked and criticised by Messi fans only because she has a Cristiano Ronaldo tattoo.This is absolutely ridiculous and no one deserves to go through this only because they chose differently. pic.twitter.com/V0kEZ4bVu7— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) July 25, 2023 Rodriguez hefur greinilega mátt þola gagnrýni og óþægindi vegna umfjöllunarinnar um að hafa valið Ronaldo yfir Messi og bað um stundarfrið í færslu á samfélagsmiðlum. „Á hvaða tímapunkti sagðist ég vera á móti Messi? Hættið að segja hluti sem ég sagði ekki því sannleikurinn er sá er að ég er að upplifa slæma tíma. Þetta er ekki ykkur að kenna en gagnrýnendurnir eru miskunnarlausir. Má maður ekki eiga sitt átrúnaðargoð,“ spurði Yamila Rodriguez. they're bullying Yamila Rodriguez (Argentinian women natl team captain) for being a Ronaldo fan,jobless trolls spammed her IG comments..And the ones attacking her are probably not even Argentinian,bottom Barrel behavior. pic.twitter.com/YSdmZSsjt0— L nre (@lanrrrre) July 25, 2023 „Ég sagði aldrei að ég væri á móti Messi og myndi aldrei gera það. Messi er frábær fyrirliði landsliðsins okkar og það að ég segi að átrúnaðargoðið mitt og innblástur sé CR7 þýðir ekki að ég hati Messi. Ég er hrifnari af öðrum leikmanni sem heillaði mig. Hvað er vandamálið við það,“ spurði Rodriguez á samfélagsmiðlum. Rodriguez er 25 ára gömul en á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni. Ronaldo og Messi eru taldir vera tveir af bestu leikmönnum sögunnar og hafa unnið saman tólf Ballons d'Or eða Gullhnetti eins og við köllum þá. Í níu ár voru Ronaldo og Messi erkifjendur á Spáni með liðum Real Madrid og Barcelona. Nú spilar Messi með Inter Miami í Bandaríkjunum en Ronaldo með í Sádí-Arabíu. Ronaldo vann Evrópumeistaratitilinn 2016 en Messi varð heimsmeistari með Argentínu í desember í fyrra. pic.twitter.com/XoCMThenrP— Yamii Rodriguez (@YamiiRoddriguez) July 25, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Argentína Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Rodriguez var spurð út í ástæðuna fyrir því að hún heldur meira upp á Ronaldo en landa sinn sem er í guðatölu í heimalandinu. Hún var nefnilega líka með húðflúr af Diego Maradona. Argentina women s striker Yamila Rodriguez has been heavily abused, attacked and criticised by Messi fans only because she has a Cristiano Ronaldo tattoo.This is absolutely ridiculous and no one deserves to go through this only because they chose differently. pic.twitter.com/V0kEZ4bVu7— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) July 25, 2023 Rodriguez hefur greinilega mátt þola gagnrýni og óþægindi vegna umfjöllunarinnar um að hafa valið Ronaldo yfir Messi og bað um stundarfrið í færslu á samfélagsmiðlum. „Á hvaða tímapunkti sagðist ég vera á móti Messi? Hættið að segja hluti sem ég sagði ekki því sannleikurinn er sá er að ég er að upplifa slæma tíma. Þetta er ekki ykkur að kenna en gagnrýnendurnir eru miskunnarlausir. Má maður ekki eiga sitt átrúnaðargoð,“ spurði Yamila Rodriguez. they're bullying Yamila Rodriguez (Argentinian women natl team captain) for being a Ronaldo fan,jobless trolls spammed her IG comments..And the ones attacking her are probably not even Argentinian,bottom Barrel behavior. pic.twitter.com/YSdmZSsjt0— L nre (@lanrrrre) July 25, 2023 „Ég sagði aldrei að ég væri á móti Messi og myndi aldrei gera það. Messi er frábær fyrirliði landsliðsins okkar og það að ég segi að átrúnaðargoðið mitt og innblástur sé CR7 þýðir ekki að ég hati Messi. Ég er hrifnari af öðrum leikmanni sem heillaði mig. Hvað er vandamálið við það,“ spurði Rodriguez á samfélagsmiðlum. Rodriguez er 25 ára gömul en á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni. Ronaldo og Messi eru taldir vera tveir af bestu leikmönnum sögunnar og hafa unnið saman tólf Ballons d'Or eða Gullhnetti eins og við köllum þá. Í níu ár voru Ronaldo og Messi erkifjendur á Spáni með liðum Real Madrid og Barcelona. Nú spilar Messi með Inter Miami í Bandaríkjunum en Ronaldo með í Sádí-Arabíu. Ronaldo vann Evrópumeistaratitilinn 2016 en Messi varð heimsmeistari með Argentínu í desember í fyrra. pic.twitter.com/XoCMThenrP— Yamii Rodriguez (@YamiiRoddriguez) July 25, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Argentína Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira