Gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir KA í kvöld: „Gefur okkur gæði og ró fram á við“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júlí 2023 08:00 Joan Simun Edmundsson í leik með Arminia Bielefeld í næst efstu deild Þýskalands á sínum tíma Vísir/Getty Færeyski landsliðsmaðurinn Jóan Simun Edmundsson verður í leikmannahópi KA sem tekur á móti írska liðinu Dundalk í Sambandsdeild Evrópu í kvöld og gæti því spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið. KA tilkynnti um komu Edmundsson, á þriðjudaginn síðastliðinn. Leikmaðurinn er uppalinn hjá B68 Tóftum í Færeyjum en gekk í raðir Newcastle United 2010. Hann lék þó aldrei með aðalliði félagsins. Edmundsson hefur einnig leikið með Gateshead á Englandi, Viking í Noregi, Fredericia, AB, Vejle og OB í Danmörku, B68 Tóftum og HB í heimalandinu, Arminia Bielefeld í Þýskalandi og Beveren í Belgíu. Þá hefur Edmundsson leikið 79 leiki fyrir færeyska landsliðið og skorað átta mörk. Bjóðum Jóan Símun Edmundsson hjartanlega velkominn í KA! #LifiFyrirKA https://t.co/j52J5Kfzj0 pic.twitter.com/TzbolEHxo3— KA (@KAakureyri) July 25, 2023 Færeyingurinn knái kom til landsins í gær og tók þátt í sinni fyrstu æfingu með KA seinni partinn. „Síðasti leikurinn hans var með landsliði Færeyja gegn Albaníu í undankeppni EM þann 20. júní. Hann hefur verið að æfa sjálfur yfir þennan tíma og er kannski ekki í sinni bestu leikæfingu þessa stundina. Við munum því koma honum rólega inn í þetta en hann er í leikmannahópi liðsins í kvöld.“ Hallgrímur þekkir vel til Edmundssons en þeir léku saman hjá OB í Danmörku og alveg ljóst í augum þjálfarans hvað Færeyingurinn kemur með að borðinu. „Hann gefur okkur mikið fram á við þar sem að hann getur spilað allar stöður þar. Hann býr yfir miklum hraða, er sterkur og er búinn að spila á mun hærra leveli á sínum ferli heldur en á Íslandi. Hann gefur okkur því einnig gæði og ró fram á við. Þá býr hann yfir afar góðum vinstri fót, er leikinn og er bæði með gott auga fyrir spili og getur skorað mörk þar að auki.“ KA Færeyjar Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
KA tilkynnti um komu Edmundsson, á þriðjudaginn síðastliðinn. Leikmaðurinn er uppalinn hjá B68 Tóftum í Færeyjum en gekk í raðir Newcastle United 2010. Hann lék þó aldrei með aðalliði félagsins. Edmundsson hefur einnig leikið með Gateshead á Englandi, Viking í Noregi, Fredericia, AB, Vejle og OB í Danmörku, B68 Tóftum og HB í heimalandinu, Arminia Bielefeld í Þýskalandi og Beveren í Belgíu. Þá hefur Edmundsson leikið 79 leiki fyrir færeyska landsliðið og skorað átta mörk. Bjóðum Jóan Símun Edmundsson hjartanlega velkominn í KA! #LifiFyrirKA https://t.co/j52J5Kfzj0 pic.twitter.com/TzbolEHxo3— KA (@KAakureyri) July 25, 2023 Færeyingurinn knái kom til landsins í gær og tók þátt í sinni fyrstu æfingu með KA seinni partinn. „Síðasti leikurinn hans var með landsliði Færeyja gegn Albaníu í undankeppni EM þann 20. júní. Hann hefur verið að æfa sjálfur yfir þennan tíma og er kannski ekki í sinni bestu leikæfingu þessa stundina. Við munum því koma honum rólega inn í þetta en hann er í leikmannahópi liðsins í kvöld.“ Hallgrímur þekkir vel til Edmundssons en þeir léku saman hjá OB í Danmörku og alveg ljóst í augum þjálfarans hvað Færeyingurinn kemur með að borðinu. „Hann gefur okkur mikið fram á við þar sem að hann getur spilað allar stöður þar. Hann býr yfir miklum hraða, er sterkur og er búinn að spila á mun hærra leveli á sínum ferli heldur en á Íslandi. Hann gefur okkur því einnig gæði og ró fram á við. Þá býr hann yfir afar góðum vinstri fót, er leikinn og er bæði með gott auga fyrir spili og getur skorað mörk þar að auki.“
KA Færeyjar Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira