203 löndum boðið en þrjú útundan: „Viljum ekki að allt fari út böndunum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 13:31 Thomas Bach er forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. Vísir/Getty Ólympíusambönd 203 ríkja hafa verið boðin velkomin á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Aðeins þrjú sambönd eru útilokuð og segir Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, leikana eiga að verka sem sameinandi afl á tímum átaka. „Hlutverk Ólympíuleikanna er að sameina allan heiminn í friðsamlegri samkeppni,“ sagði Bach á hátíð í Saint-Denis í Frakklandi í gær. Tilefni hátíðarinnar er að eitt ár er í að leikarnir hefjist og voru opinberlega send út boð á Ólympíunefndir heimsins, þar á meðal til ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. „Í okkar viðkvæma heimi með átökum, sundrungu og styrjöldum þurfum við á þessu sameinandi afli að halda meira en nokkru sinni fyrr,” „Ólympíuleikarnir verða alltaf að byggja brýr. Þeir mega aldrei reisa veggi.” sagði Bach enn fremur. Hættulegt að setja tímaramma 206 Ólympíunefndir ríkja eiga aðild að IOC. 203 þeirra fengu boð um þátttöku á leikunum í gær. Þær þrjár sem skildar eru útundan eru Ólympíunefnd Gvatemala, sem er í banni, og Rússlands og Hvíta-Rússlands vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Til þeirra átaka vísar Bach með orðum sínum að ofan. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi megi taka þátt undir hlutlausum fána. „Þegar við höfum skýrari mynd þar munum við taka ákvörðun,“ segir Bach um það. Hann segir að IOC muni ekki setja sér ákveðinn tímaramma, eða frest, til að ákveða slíkt. Það geti boðið hættunni heim. „En við munum ekki setja ákveðinn frest vegna þess að ef við myndum setja frest gætum við staðið frammi fyrir aðstæðum þar sem allir haga sér fram að frestinum, og síðan fari allt úr böndunum strax og hann er liðinn.“ segir Bach. Það er hins vegar búist við því að ákvörðun um slíkt verði tekin á þingi IOC í Mumbaí í október. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Sjá meira
„Hlutverk Ólympíuleikanna er að sameina allan heiminn í friðsamlegri samkeppni,“ sagði Bach á hátíð í Saint-Denis í Frakklandi í gær. Tilefni hátíðarinnar er að eitt ár er í að leikarnir hefjist og voru opinberlega send út boð á Ólympíunefndir heimsins, þar á meðal til ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. „Í okkar viðkvæma heimi með átökum, sundrungu og styrjöldum þurfum við á þessu sameinandi afli að halda meira en nokkru sinni fyrr,” „Ólympíuleikarnir verða alltaf að byggja brýr. Þeir mega aldrei reisa veggi.” sagði Bach enn fremur. Hættulegt að setja tímaramma 206 Ólympíunefndir ríkja eiga aðild að IOC. 203 þeirra fengu boð um þátttöku á leikunum í gær. Þær þrjár sem skildar eru útundan eru Ólympíunefnd Gvatemala, sem er í banni, og Rússlands og Hvíta-Rússlands vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Til þeirra átaka vísar Bach með orðum sínum að ofan. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi megi taka þátt undir hlutlausum fána. „Þegar við höfum skýrari mynd þar munum við taka ákvörðun,“ segir Bach um það. Hann segir að IOC muni ekki setja sér ákveðinn tímaramma, eða frest, til að ákveða slíkt. Það geti boðið hættunni heim. „En við munum ekki setja ákveðinn frest vegna þess að ef við myndum setja frest gætum við staðið frammi fyrir aðstæðum þar sem allir haga sér fram að frestinum, og síðan fari allt úr böndunum strax og hann er liðinn.“ segir Bach. Það er hins vegar búist við því að ákvörðun um slíkt verði tekin á þingi IOC í Mumbaí í október.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Sjá meira