Reykholtshátíð í Reykholti um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2023 12:31 Mikill fjöldi fólks sækir alltaf Reykholtshátíð. Valgerður G. Halldórsdóttir Það verður mikið um að vera í Reykholti í Borgarfirði um helgina því þar fer fram Reykholtshátíð í tuttugasta og sjöunda skipti. Fjölmargir listamenn munu koma fram á hátíðinni, auk þess sem vígsluafmæli Reykholtskirkju verður minnst á morgun. Hátíðin er meðal rótgrónustu tónlistarhátíða landsins en á henni koma fram tónlistarmenn úr ýmsum áttum en efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt, bæði kammerverk, kórverk og einsöngslög. Listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar eru hjónin Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson en Þórunn Ósk fer hér yfir helstu atriði hátíðarinnar. „Það eru fernir tónleikar. Opnunartónleikarnir voru í gærkvöldi þar sem Anna Dóra Sturludóttir, messósópran, ein af okkar ástsælustu messósópran söngkonum söng inn hátíðina. Eftir hádegi í dag eru síðan kórtónleikar og í kvöld eru mjög blandaðir tónleikar, bæði fiðlusónötur og einsöngur þar sem Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi kemur og syngur nýjar tónsmíðar eftir vinkonu sína í Hjarðarholti. Þannig að þetta er svolítið tengt vesturlandinu. Þeir Pétur og Bjarni Frímann flytja Sónötu fyrir fiðlu og píanó nr.2 eftir Béla Bartók og þeir ljúka svo tónleikunum ásamt Sigurði Bjarka með flutningi Tríós fyrir fiðlu, selló og píanó nr. 1 í d-moll eftir Felix Mendelssohn. Svo á morgun eru lokatónleikar klukkan fjögur þar sem verður ekkert nema gaman,“ segir Þórunn Ósk. Efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt og áhugaverð. Valgerður G. Halldórdóttir Þórunn segir Reykholtshátíðina mjög upplífgandi fyrir staðinn og draga alltaf mikið af fólki til sín. Hátíðarmessa verður haldin á morgun í kirkjunni í tilefni af vígsluafmæli hennar og svo býður Snorrastofa upp á fyrirlestur um Sæmund Fróða. „Það eru allir hjartanlega velkomnir og tónleikarnir eru fjölbreyttir, skemmtilegir og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Líka þeir, sem eru ekkert vanir að hlusta á klassíska tónlist endilega, það geta allir haft gaman af Reykholtshátíðinni“, bætir Þórunn Ósk við. Heimasíða hátíðarinnar Borgarbyggð Menning Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Hátíðin er meðal rótgrónustu tónlistarhátíða landsins en á henni koma fram tónlistarmenn úr ýmsum áttum en efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt, bæði kammerverk, kórverk og einsöngslög. Listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar eru hjónin Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson en Þórunn Ósk fer hér yfir helstu atriði hátíðarinnar. „Það eru fernir tónleikar. Opnunartónleikarnir voru í gærkvöldi þar sem Anna Dóra Sturludóttir, messósópran, ein af okkar ástsælustu messósópran söngkonum söng inn hátíðina. Eftir hádegi í dag eru síðan kórtónleikar og í kvöld eru mjög blandaðir tónleikar, bæði fiðlusónötur og einsöngur þar sem Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi kemur og syngur nýjar tónsmíðar eftir vinkonu sína í Hjarðarholti. Þannig að þetta er svolítið tengt vesturlandinu. Þeir Pétur og Bjarni Frímann flytja Sónötu fyrir fiðlu og píanó nr.2 eftir Béla Bartók og þeir ljúka svo tónleikunum ásamt Sigurði Bjarka með flutningi Tríós fyrir fiðlu, selló og píanó nr. 1 í d-moll eftir Felix Mendelssohn. Svo á morgun eru lokatónleikar klukkan fjögur þar sem verður ekkert nema gaman,“ segir Þórunn Ósk. Efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt og áhugaverð. Valgerður G. Halldórdóttir Þórunn segir Reykholtshátíðina mjög upplífgandi fyrir staðinn og draga alltaf mikið af fólki til sín. Hátíðarmessa verður haldin á morgun í kirkjunni í tilefni af vígsluafmæli hennar og svo býður Snorrastofa upp á fyrirlestur um Sæmund Fróða. „Það eru allir hjartanlega velkomnir og tónleikarnir eru fjölbreyttir, skemmtilegir og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Líka þeir, sem eru ekkert vanir að hlusta á klassíska tónlist endilega, það geta allir haft gaman af Reykholtshátíðinni“, bætir Þórunn Ósk við. Heimasíða hátíðarinnar
Borgarbyggð Menning Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira