Myrti ólétta kærustu sína Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júlí 2023 15:46 Hnefaleikakappinn Felix Verdejo Sánchez á vigtun í Madison Square Garden í New York árið 2016. Sánchez var í gær dæmdur fyrir að myrða ólétta kærustu sína. AP/Bebeto Matthews Hnefaleikakappinn Félix Verdejo Sánchez hefur verið dæmdur fyrir að fremja mannrán og myrða Keishla Rodríguez Ortiz, sem var ólétt þegar hún var myrt. Tæp tvö ár eru síðan lík Ortiz fannst í lóni í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó. Auk þess að hafa verið ákærður fyrir morðið á Ortiz og ófæddu barni hennar þá var Sánchez einnig ákærður fyrir mannrá, bílrán og vopnalagabrot. Samkvæmt People var Ortiz kærasta Sánchez. Foreldrar Ortiz segja í samtali við El Nuevo Día að hún og Sánchez hafi kynnst þegar þau voru í grunnskóla. Þau hafi haldið áfram samskiptum síðan þá. Ortiz var mikill dýravinur en hún vann við að snyrta gæludýr, sjálf átti hún tvo ketti og tvo hunda. Þegar hún var ekki í vinnunni var hún yfirleitt að hjálpa flækingsdýrum. Verdejo var sakaður um að hafa ráðið Luis Antonio Cádiz Martínez til að hjálpa sér. Martínez fór yfir það fyrir dómi hvernig hann og Sánchez skipulögðu morðið. Sjálfur játaði hann aðild sína að málinu á síðasta ári. Sánchez keppti fyrir hönd Puerto Rico á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hér sést hann keppa við Ahmed Mejri frá Túnis.Getty/Scott Heavey Daginn eftir að þeir skipulögðu morðið sóttu þeir Ortiz á heimili hennar. Martínez segir hana hafa komið í bílinn og sýnt Sánchez jákvætt óléttupróf. Þá hafi þeir gripið í hár hennar og kýlt hana í kjálkann. Sánchez á þá að hafa byrlað henni ólyfjan með sprautu. Síðar keyrðu þeir í sitthvorum bílnum að brú, festu þungan stein við hana og köstuðu henni fram af brúnni. Vill að morðingi dóttur sinnar lifi José Antonio Rodríguez, faðir Ortiz, ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómssal eftir að Sánchez var dæmdur sekur. „Megi hann lifa út ævina og hugsa um allt sem hann gerði dóttur minni,“ sagði Rodríguez. Þá sagðist hann alls ekki óska þess að Sánchez deyi. „Ég óska þess að hann verði heill heilsu og að hann lifi eins lengi og hann getur. Ef hann vill lifa í tvö hundruð ár, leyfið honum það, en hann á að muna eftir því sem hann gerði dóttur minni, alltaf.“ Erlend sakamál Box Púertó Ríkó Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Auk þess að hafa verið ákærður fyrir morðið á Ortiz og ófæddu barni hennar þá var Sánchez einnig ákærður fyrir mannrá, bílrán og vopnalagabrot. Samkvæmt People var Ortiz kærasta Sánchez. Foreldrar Ortiz segja í samtali við El Nuevo Día að hún og Sánchez hafi kynnst þegar þau voru í grunnskóla. Þau hafi haldið áfram samskiptum síðan þá. Ortiz var mikill dýravinur en hún vann við að snyrta gæludýr, sjálf átti hún tvo ketti og tvo hunda. Þegar hún var ekki í vinnunni var hún yfirleitt að hjálpa flækingsdýrum. Verdejo var sakaður um að hafa ráðið Luis Antonio Cádiz Martínez til að hjálpa sér. Martínez fór yfir það fyrir dómi hvernig hann og Sánchez skipulögðu morðið. Sjálfur játaði hann aðild sína að málinu á síðasta ári. Sánchez keppti fyrir hönd Puerto Rico á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hér sést hann keppa við Ahmed Mejri frá Túnis.Getty/Scott Heavey Daginn eftir að þeir skipulögðu morðið sóttu þeir Ortiz á heimili hennar. Martínez segir hana hafa komið í bílinn og sýnt Sánchez jákvætt óléttupróf. Þá hafi þeir gripið í hár hennar og kýlt hana í kjálkann. Sánchez á þá að hafa byrlað henni ólyfjan með sprautu. Síðar keyrðu þeir í sitthvorum bílnum að brú, festu þungan stein við hana og köstuðu henni fram af brúnni. Vill að morðingi dóttur sinnar lifi José Antonio Rodríguez, faðir Ortiz, ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómssal eftir að Sánchez var dæmdur sekur. „Megi hann lifa út ævina og hugsa um allt sem hann gerði dóttur minni,“ sagði Rodríguez. Þá sagðist hann alls ekki óska þess að Sánchez deyi. „Ég óska þess að hann verði heill heilsu og að hann lifi eins lengi og hann getur. Ef hann vill lifa í tvö hundruð ár, leyfið honum það, en hann á að muna eftir því sem hann gerði dóttur minni, alltaf.“
Erlend sakamál Box Púertó Ríkó Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira