Risavaxinn perúskur hvalur líklega þyngsta dýr allra tíma Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2023 17:00 Teikning eftir listamanninn af perúska hlunkinum. Perucetus colossus er talinn vera þyngsta dýr allra tíma. AP/Alberto Gennari Bein sem fundust af Perucetus colossus, 39 milljón ára gömlum risahval, benda til þess að hann sé líklega þyngsta dýr allra tíma. Þyngri en steypireyðin sem er núverandi titilhafi. Vísindamenn greindu frá þessu í grein í vísindatímaritinu Nature. Hvalurinn heitir Perucetus colossus sem þýðir „risahvalur frá Perú“ á latínu og var hann uppi á Eósen-jarðsöguskeiðinu fyrir um 39 milljónum árum síðan. Bein hvalsins voru uppgötvuð fyrir meira en áratug síðan af Mario Urbina við náttúrugripasafnið við San Marcos háskóla í Líma í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú. Mynd frá 2017 af vísindamönnum við einn af hryggjarliðum hvalsins í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú.AP Alþjóðlegt teymi fornleifafræðinga hefur verið meira en tíu ár að grafa upp beinin sem eru átján talsins: þrettán hryggjarliðir, fjögur rifbein og mjaðmabein. Hver hryggjarliður er meira en 100 kíló að þyngd og eru rifbeinin um 1,4 metrar að lengd. Alberto Collareta, steingervingafræðingur við Háskólann í Písa og greinarhöfundur greinarinnar í Nature, segir steingervinga hvalsins ólíka öllu því sem hann hefur séð áður. Styttri en steypireyð en sennilega þyngri Eftir uppgröftinn notuðu vísindamennirnir þrívíddarskanna til að rannsaka yfirborð beinanna og boruðu inn í þau til að skoða þau að innan. Þeir notuðu síðan ófullkomna beinagrindina til að reikna út stærð og þyngd hvalsins með nútíma sjávarspendýr til hliðsjónar. Samkvæmt útreikningum þeirra var hinn forni risi einhvers staðar á bilinu 85 til 340 tonn að þyngd og um tuttugu metrar að lengd. Stærsta steypireyð sem hefur mælst var um 180 tonn að þyngd og þá geta þær verið meira en 30 metrar að lengd. Vísindamennirnir Eusebio Diaz, Alfredo Martinez og Walter Aguirre vinna hörðum höndum að því að grafa upp hvalinn í júní árið 2017.AP Collareta sagði að perúski hvalurinn væri því líklega þyngsta dýr allra tíma þó hann væri ekki það lengsta. Ástæðan fyrir því að hann er líklega þyngri en steypireyðin, þrátt fyrir að vera styttri, er að bein hans eru þéttari og þyngri. Ofurþétt bein hvalsins benda til þess að hann hafi lifað í grunnsævi við strendur samkvæmt greinarhöfundum greinarinnar í Nature. Hins vegar er erfitt að vita hvað hvalurinn borðaði þar sem höfuðkúpa hans hefur ekki enn fundist. Dýr Perú Hvalir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Vísindamenn greindu frá þessu í grein í vísindatímaritinu Nature. Hvalurinn heitir Perucetus colossus sem þýðir „risahvalur frá Perú“ á latínu og var hann uppi á Eósen-jarðsöguskeiðinu fyrir um 39 milljónum árum síðan. Bein hvalsins voru uppgötvuð fyrir meira en áratug síðan af Mario Urbina við náttúrugripasafnið við San Marcos háskóla í Líma í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú. Mynd frá 2017 af vísindamönnum við einn af hryggjarliðum hvalsins í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú.AP Alþjóðlegt teymi fornleifafræðinga hefur verið meira en tíu ár að grafa upp beinin sem eru átján talsins: þrettán hryggjarliðir, fjögur rifbein og mjaðmabein. Hver hryggjarliður er meira en 100 kíló að þyngd og eru rifbeinin um 1,4 metrar að lengd. Alberto Collareta, steingervingafræðingur við Háskólann í Písa og greinarhöfundur greinarinnar í Nature, segir steingervinga hvalsins ólíka öllu því sem hann hefur séð áður. Styttri en steypireyð en sennilega þyngri Eftir uppgröftinn notuðu vísindamennirnir þrívíddarskanna til að rannsaka yfirborð beinanna og boruðu inn í þau til að skoða þau að innan. Þeir notuðu síðan ófullkomna beinagrindina til að reikna út stærð og þyngd hvalsins með nútíma sjávarspendýr til hliðsjónar. Samkvæmt útreikningum þeirra var hinn forni risi einhvers staðar á bilinu 85 til 340 tonn að þyngd og um tuttugu metrar að lengd. Stærsta steypireyð sem hefur mælst var um 180 tonn að þyngd og þá geta þær verið meira en 30 metrar að lengd. Vísindamennirnir Eusebio Diaz, Alfredo Martinez og Walter Aguirre vinna hörðum höndum að því að grafa upp hvalinn í júní árið 2017.AP Collareta sagði að perúski hvalurinn væri því líklega þyngsta dýr allra tíma þó hann væri ekki það lengsta. Ástæðan fyrir því að hann er líklega þyngri en steypireyðin, þrátt fyrir að vera styttri, er að bein hans eru þéttari og þyngri. Ofurþétt bein hvalsins benda til þess að hann hafi lifað í grunnsævi við strendur samkvæmt greinarhöfundum greinarinnar í Nature. Hins vegar er erfitt að vita hvað hvalurinn borðaði þar sem höfuðkúpa hans hefur ekki enn fundist.
Dýr Perú Hvalir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira