Anníe, Katrín og BKG byrja heimsleikana í ár á fjallahjólum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru góðar vinkonur en þekkja það líka vel að keppa á móti hvorri annarri á heimsleikum. Instagram/@anniethorisdottir Keppni um heimsmeistaratitil karla og kvenna í CrossFit hefst í dag í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. Ísland á þrjá keppendur í aðalkeppninni í ár og það eru allt miklir reynsluboltar. Keppnin stendur yfir næstu fjóra daga og það er ljóst að það mun reyna mikið á keppendur þessa næstu daga. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa um heimsmeistaratitil kvenna og Björgvin Karl Guðmundsson keppir um heimsmeistaratitil karla. Þetta eru þrettándu heimsleikar Anníe þar af þeir tólftu hjá henni í einstaklingskeppni en bæði Katrín Tanja og Björgvin Karl eru mætt á sína tíundu heimsleika. Fyrsta greinin í dag er fjallahjólakeppni. Heimsleikarnir hafa oft byrjað á útisundi í vatni við Madison en ekki í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Fjallajólakeppnin snýst um að fara sem flesta hringi á fjallahjóli á fjörutíu mínútum. Keppendur verða að keppa á Trek Bikes Marlin 8 fjallahjólum. Konurnar hefja keppni klukkan hálf tvö að íslenskum tíma en karlarnir klukkutíma seinna. Athygli vekur að keppendur geta ekki hjólað inn í næsta hring heldur þurfa þá að fara af hjólinu og fera hjólið yfir hindrun og inn í næsta hring. Tvær aðrar greinar fara fram á þessum fyrsta degi. Fyrri greinin hefst klukkan 16.15 hjá konunum og klukkan 17.15 hjá körlunum. Lokagreinin hefst síðan klukkan 19.15 hjá konunum og klukkan 20.05 hjá körlunum. Sú fyrri er fjölþrautaræfing á leikvanginum þar sem þau þurfa meðal annars að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum, klára 25 upphífingar, fara fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá og henda þungum boltum hundrað sinnum upp fyrir ákveðið mark. Eftir það þurfa keppendur að fara aftur fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá, klára aftur 25 upphífingar og enda síðan á því að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum á ný. Þau hafa átján mínútur til að klára þetta. Lokagrein dagsins er síðan önnur þrautagrein þar sem reynir mikið á fimleikahæfileika keppenda um leið og þau eru í kappi við tímann. Þar þurfa keppendur þurfa meðal annars að ganga á höndum, gera handstöðulyftur og snúa sér í heilan hring í handstöðu. Það má sjá þessa krefjandi æfingu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Keppnin stendur yfir næstu fjóra daga og það er ljóst að það mun reyna mikið á keppendur þessa næstu daga. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa um heimsmeistaratitil kvenna og Björgvin Karl Guðmundsson keppir um heimsmeistaratitil karla. Þetta eru þrettándu heimsleikar Anníe þar af þeir tólftu hjá henni í einstaklingskeppni en bæði Katrín Tanja og Björgvin Karl eru mætt á sína tíundu heimsleika. Fyrsta greinin í dag er fjallahjólakeppni. Heimsleikarnir hafa oft byrjað á útisundi í vatni við Madison en ekki í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Fjallajólakeppnin snýst um að fara sem flesta hringi á fjallahjóli á fjörutíu mínútum. Keppendur verða að keppa á Trek Bikes Marlin 8 fjallahjólum. Konurnar hefja keppni klukkan hálf tvö að íslenskum tíma en karlarnir klukkutíma seinna. Athygli vekur að keppendur geta ekki hjólað inn í næsta hring heldur þurfa þá að fara af hjólinu og fera hjólið yfir hindrun og inn í næsta hring. Tvær aðrar greinar fara fram á þessum fyrsta degi. Fyrri greinin hefst klukkan 16.15 hjá konunum og klukkan 17.15 hjá körlunum. Lokagreinin hefst síðan klukkan 19.15 hjá konunum og klukkan 20.05 hjá körlunum. Sú fyrri er fjölþrautaræfing á leikvanginum þar sem þau þurfa meðal annars að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum, klára 25 upphífingar, fara fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá og henda þungum boltum hundrað sinnum upp fyrir ákveðið mark. Eftir það þurfa keppendur að fara aftur fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá, klára aftur 25 upphífingar og enda síðan á því að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum á ný. Þau hafa átján mínútur til að klára þetta. Lokagrein dagsins er síðan önnur þrautagrein þar sem reynir mikið á fimleikahæfileika keppenda um leið og þau eru í kappi við tímann. Þar þurfa keppendur þurfa meðal annars að ganga á höndum, gera handstöðulyftur og snúa sér í heilan hring í handstöðu. Það má sjá þessa krefjandi æfingu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira