Réttlæti hins sterka, málskostnaðartrygging og löggeymsla Jörgen Ingimar Hansson skrifar 10. ágúst 2023 12:31 Í þessari grein ætla ég að fjalla um tvær öflugar lagagildrur Alþingis og dómskerfisins sem eingöngu snúa að þeim sem lenda í dómsmáli og hafa lítið fé milli handanna, það er málskostnaðartryggingu og löggeymslugerð. Félítill aðili getur lent í því þegar í upphafi reksturs á dómsmáli að vera krafinn um tryggingu fyrir hugsanlegum málskostnaði, það er að segja svokallaða málskostnaðartryggingu. Venjulega þarf sá sem tapar máli að greiða hinum aðilanum svokallaðan málskostnað sem yfirleitt hleypur á einhverjum milljónum króna. Til einskis er að krefja hinn fjárhagslega sterka um hið sama. Hann mun eiga auðvelt með að sýna fram á greiðslugetu sína. Einungis varnaraðili getur lagt fram kröfu um málskostnaðartryggingu og aðeins í upphafi málsrekstrar. Henni er ætlað að tryggja að sækjandi málsins muni örugglega greiða málskostnaðinn tapi hann málinu.Greiðslutrygging gengur út á það að sóknaraðili setji til dæmis fasteign að veði eða leggi dómsákvarðaða upphæð inn á reikning í vörslu dómsins sem þá er væntanlega að hluta eða alveg eign andstæðingsins fari málið honum í vil. Ef um sjálft aðalmálið (efnismálið) er að ræða getur tryggingin numið einhverjum milljónum króna. Sú upphæð er þá fryst allan þann tíma sem málareksturinn stendur yfir sem vel gæti verið nokkur ár. Viðkomandi er þá hindraður í að nota þá fjármuni á meðan. Ef hins vegar er um hluta máls að ræða, eins og til dæmis matsmál til umfjöllunar um einhvern hluta aðalmálsins, getur upphæðin frekar verið hundruðir þúsunda króna sem eru frystar í einhverja mánuði eða eitt ár. Setji stefnandi ekki tryggingu segir í lögunum að málinu skuli vísað frá dómi. Er þetta ekki réttlæti hins sterka eða eigum við í þessu tilfelli heldur að tala um hnefarétt? Ég fékk á sínum tíma lánað um tíu síðna plagg um málskostnaðartryggingu þar sem fram kom að tilgangurinn með lögunum hefði verið að losna við aðila úr dómskerfinu sem væru að reka tilgangslaus mál. Vakti það athygli mína að ekkert dæmi var um að tryggingin hefði verið úrskurðuð af þeim orsökum, heldur einungis vegna þess að af einhverjum ástæðum hefði ekki verið talið öruggt að sá sem sótti málið væri borgunarmaður fyrir málskostnaðinum ef til hans kæmi. Þrátt fyrir það að venjan sé sú í dómsmálum að sá sem haldi einhverju fram sé sá sem sanna þurfi mál sitt voru þarna dæmi um hið gagnstæða, að sá sem krafan var gerð til yrði að sýna fram á að hann væri borgunarmaður. Samkvæmt því er niðurstaðan sú að raunverulegur tilgangur laganna hafi verið sá að hindra þá sem hafi lítið handa á milli í að fara í dómsmál eða gera þeim að minnsta kosti óskunda fyrir bragðið. Það ætla ég að minnsta kosti að sé afleiðing þeirra. Þarna setja Alþingi og dómskerfið þann staðal að það að eiga takmarkað fé sé það sama og að reka tilgangslaust mál. Hér bókstaflega verður að spyrja: Með þessar upplýsingar í huga er einhver þeirrar skoðunar að allir séu jafnir gagnvart lögunum óháð efnahag? Lögin virðast beinast að því að þeir sem eru best staddir í þjóðfélaginu geti varist hvers konar hatursmálsóknum hinna efnaminni. Engin lög eru til þess að vernda hina efnaminni fyrir hatursmálsóknum hinna efnameiri. Eftir því sem ég best get skilið á umfjöllun í fréttum hafði mál Samherja gegn starfsmönnum Seðlabankans þá náttúru. Hún var látin viðgangast árum saman án þess að nokkur gripi í taumana.Nú skulum við skoða aðeins löggeymslu og hvað hún þýðir. Henni er unnt að beita gegn aðila sem hefur tapað máli í undirrétti og fengið á sig dæmdan málskostnað en áfrýjar til efra dómstigs. Með henni er þó ekki unnt að koma beinlínis í veg fyrir áfrýjunina heldur er unnt að gera áfrýjandann gjaldþrota nema hann setji trygginguna. Ekki þarf fyrst að gera árangurslaust fjárnám eins og þörf er á í innheimtumálum og hægir mjög á framkvæmdinni heldur er gengið beint í gjaldþrotsgerðina að undangenginni meðferð hjá sýslumanni. Að því loknu, sem gæti tekið nokkra mánuði, missir sá, sem þessu er beitt gegn, forræði yfir sínum fjármálum með öllum þeim skaða sem það getur valdið. Hvort sem hann vinnur málið á efra dómsstigi eða ekki verður hann að gera upp sín mál og þá einnig við aðra kröfuhafa og væntanlega að greiða skiptastjóranum verulegt fé fyrir hans ómak þannig að þetta gæti verið mikill fjárhagslegur skaði, óháð niðurstöðu efra dómstigs. Sterk hefð er fyrir því hér á landi að sá sem lendir í fjárþurrð sleppi oftast sæmilega vel frá henni. Yfirleitt byggist það á því að enginn lánadrottinn sjái sér hag í því að gera viðkomandi gjaldþrota enda verður hann að greiða nokkur hundruð þúsund krónur til ríkissjóðs fyrir að gera það án þess að fá af því nokkurn ávinning umfram aðra kröfuhafa. Eftir því sem ég best veit þarf sá sem beitir löggeymslu aðeins að greiða brot af ofangreindri greiðslu fyrir að koma einhverjum í venjulegt gjaldþrot, jafnvel upphæð sem aðeins nemur tugum þúsunda.Sá sem beittur er löggeymslu en vinnur dómsmálið getur farið í skaðabótamál við þann sem hefur beitt því. Ég held reyndar að það sé varla raunhæft nema í mjög stóru máli þar sem miklir fjármunir eru í húfi, helst tugir milljóna, þannig að þau lög virðast aðeins sýndarmennska og virðist ágætt sýnidæmi um hvernig lögin eru sett, það er fyrir hinn sterka. Auðvitað á að leggja málskostnaðartryggingu og löggeymslu niður og þó fyrr hefði verið. Athyglisvert er að Alþingi setji svona lög og upplýsandi hvernig það fer með vald sitt gagnvart almenningi. Að minnsta kosti eru þessar lagasetningar og framkvæmd þeirra öllum til skammar sem komið hafa nálægt þeim án þess að vekja athygli á ósanngirninni í þeim. Tekið skal fram að fyllri lýsingu á málinu er að fá í nýlegri bók minni: Réttlæti hins sterka. Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Að lokum þarf að spyrja hvort almenningi sé óhætt í dómssölum. Ég tel að Alþingi og dómskerfið hafi séð til þess að svo sé ekki. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Alþingi Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Í þessari grein ætla ég að fjalla um tvær öflugar lagagildrur Alþingis og dómskerfisins sem eingöngu snúa að þeim sem lenda í dómsmáli og hafa lítið fé milli handanna, það er málskostnaðartryggingu og löggeymslugerð. Félítill aðili getur lent í því þegar í upphafi reksturs á dómsmáli að vera krafinn um tryggingu fyrir hugsanlegum málskostnaði, það er að segja svokallaða málskostnaðartryggingu. Venjulega þarf sá sem tapar máli að greiða hinum aðilanum svokallaðan málskostnað sem yfirleitt hleypur á einhverjum milljónum króna. Til einskis er að krefja hinn fjárhagslega sterka um hið sama. Hann mun eiga auðvelt með að sýna fram á greiðslugetu sína. Einungis varnaraðili getur lagt fram kröfu um málskostnaðartryggingu og aðeins í upphafi málsrekstrar. Henni er ætlað að tryggja að sækjandi málsins muni örugglega greiða málskostnaðinn tapi hann málinu.Greiðslutrygging gengur út á það að sóknaraðili setji til dæmis fasteign að veði eða leggi dómsákvarðaða upphæð inn á reikning í vörslu dómsins sem þá er væntanlega að hluta eða alveg eign andstæðingsins fari málið honum í vil. Ef um sjálft aðalmálið (efnismálið) er að ræða getur tryggingin numið einhverjum milljónum króna. Sú upphæð er þá fryst allan þann tíma sem málareksturinn stendur yfir sem vel gæti verið nokkur ár. Viðkomandi er þá hindraður í að nota þá fjármuni á meðan. Ef hins vegar er um hluta máls að ræða, eins og til dæmis matsmál til umfjöllunar um einhvern hluta aðalmálsins, getur upphæðin frekar verið hundruðir þúsunda króna sem eru frystar í einhverja mánuði eða eitt ár. Setji stefnandi ekki tryggingu segir í lögunum að málinu skuli vísað frá dómi. Er þetta ekki réttlæti hins sterka eða eigum við í þessu tilfelli heldur að tala um hnefarétt? Ég fékk á sínum tíma lánað um tíu síðna plagg um málskostnaðartryggingu þar sem fram kom að tilgangurinn með lögunum hefði verið að losna við aðila úr dómskerfinu sem væru að reka tilgangslaus mál. Vakti það athygli mína að ekkert dæmi var um að tryggingin hefði verið úrskurðuð af þeim orsökum, heldur einungis vegna þess að af einhverjum ástæðum hefði ekki verið talið öruggt að sá sem sótti málið væri borgunarmaður fyrir málskostnaðinum ef til hans kæmi. Þrátt fyrir það að venjan sé sú í dómsmálum að sá sem haldi einhverju fram sé sá sem sanna þurfi mál sitt voru þarna dæmi um hið gagnstæða, að sá sem krafan var gerð til yrði að sýna fram á að hann væri borgunarmaður. Samkvæmt því er niðurstaðan sú að raunverulegur tilgangur laganna hafi verið sá að hindra þá sem hafi lítið handa á milli í að fara í dómsmál eða gera þeim að minnsta kosti óskunda fyrir bragðið. Það ætla ég að minnsta kosti að sé afleiðing þeirra. Þarna setja Alþingi og dómskerfið þann staðal að það að eiga takmarkað fé sé það sama og að reka tilgangslaust mál. Hér bókstaflega verður að spyrja: Með þessar upplýsingar í huga er einhver þeirrar skoðunar að allir séu jafnir gagnvart lögunum óháð efnahag? Lögin virðast beinast að því að þeir sem eru best staddir í þjóðfélaginu geti varist hvers konar hatursmálsóknum hinna efnaminni. Engin lög eru til þess að vernda hina efnaminni fyrir hatursmálsóknum hinna efnameiri. Eftir því sem ég best get skilið á umfjöllun í fréttum hafði mál Samherja gegn starfsmönnum Seðlabankans þá náttúru. Hún var látin viðgangast árum saman án þess að nokkur gripi í taumana.Nú skulum við skoða aðeins löggeymslu og hvað hún þýðir. Henni er unnt að beita gegn aðila sem hefur tapað máli í undirrétti og fengið á sig dæmdan málskostnað en áfrýjar til efra dómstigs. Með henni er þó ekki unnt að koma beinlínis í veg fyrir áfrýjunina heldur er unnt að gera áfrýjandann gjaldþrota nema hann setji trygginguna. Ekki þarf fyrst að gera árangurslaust fjárnám eins og þörf er á í innheimtumálum og hægir mjög á framkvæmdinni heldur er gengið beint í gjaldþrotsgerðina að undangenginni meðferð hjá sýslumanni. Að því loknu, sem gæti tekið nokkra mánuði, missir sá, sem þessu er beitt gegn, forræði yfir sínum fjármálum með öllum þeim skaða sem það getur valdið. Hvort sem hann vinnur málið á efra dómsstigi eða ekki verður hann að gera upp sín mál og þá einnig við aðra kröfuhafa og væntanlega að greiða skiptastjóranum verulegt fé fyrir hans ómak þannig að þetta gæti verið mikill fjárhagslegur skaði, óháð niðurstöðu efra dómstigs. Sterk hefð er fyrir því hér á landi að sá sem lendir í fjárþurrð sleppi oftast sæmilega vel frá henni. Yfirleitt byggist það á því að enginn lánadrottinn sjái sér hag í því að gera viðkomandi gjaldþrota enda verður hann að greiða nokkur hundruð þúsund krónur til ríkissjóðs fyrir að gera það án þess að fá af því nokkurn ávinning umfram aðra kröfuhafa. Eftir því sem ég best veit þarf sá sem beitir löggeymslu aðeins að greiða brot af ofangreindri greiðslu fyrir að koma einhverjum í venjulegt gjaldþrot, jafnvel upphæð sem aðeins nemur tugum þúsunda.Sá sem beittur er löggeymslu en vinnur dómsmálið getur farið í skaðabótamál við þann sem hefur beitt því. Ég held reyndar að það sé varla raunhæft nema í mjög stóru máli þar sem miklir fjármunir eru í húfi, helst tugir milljóna, þannig að þau lög virðast aðeins sýndarmennska og virðist ágætt sýnidæmi um hvernig lögin eru sett, það er fyrir hinn sterka. Auðvitað á að leggja málskostnaðartryggingu og löggeymslu niður og þó fyrr hefði verið. Athyglisvert er að Alþingi setji svona lög og upplýsandi hvernig það fer með vald sitt gagnvart almenningi. Að minnsta kosti eru þessar lagasetningar og framkvæmd þeirra öllum til skammar sem komið hafa nálægt þeim án þess að vekja athygli á ósanngirninni í þeim. Tekið skal fram að fyllri lýsingu á málinu er að fá í nýlegri bók minni: Réttlæti hins sterka. Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Að lokum þarf að spyrja hvort almenningi sé óhætt í dómssölum. Ég tel að Alþingi og dómskerfið hafi séð til þess að svo sé ekki. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar