Mikilvægi tolla Margrét Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2023 16:01 Á Íslandi, líkt og í nær öllum öðrum löndum heims, eru lagðir tollar á innfluttar búvörur sambærilegar þeim sem framleiddar eru hér á landi. Er það gert í þeim tilgangi að jafna samkeppnisstöðu innlendu framleiðslunnar gagnvart innfluttum matvælum og þannig styðja við fæðuöryggi, fjölbreytt atvinnulíf og byggðafestu um landið. Reglulega koma fram hugmyndir hérlendis um lækkun eða jafnvel niðurfellingu tolla á innfluttar búvörur. Slíkar hugmyndir eru afar varhugaverðar enda beita öll okkar helstu viðskipta- og nágrannalönd þessu sama stjórntæki til að vernda sína innanlandsframleiðslu. Án tolla til að jafna stöðu innanlandsframleiðslu gagnvart innfluttum vörum væri ómögulegt fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir að keppa í verðum við erlendar. Skýrist það fyrst og fremst af því að framleiðslukostnaður hérlendis er mun hærri en víða annars staðar. Launa- og vaxtastig er hátt, markaðurinn smár, flutningskostnaður hár og framleiðslueiningar mun minni en þekkist víða erlendis. Því hefði það miklar afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað og íslenskt samfélag ef farið yrði í þá vegferð að gera hlutina með allt öðrum hætti hér en gert er alls staðar í kringum okkur. Aukinn þrýstingur frá hagsmunaaðilum Undanfarin misseri hefur umræða um tolla aukist samhliða hækkandi matvælaverði sem einkum má rekja til áhrifa af heimsfaraldrinum og síðar innrás Rússa í Úkraínu. Má segja að töluverður viðsnúningur hafi þá orðið í umræðunni um tolla og tollvernd en í lok árs 2020 var nokkuð víðtekinn skilningur á því að aukning á tollkvótum með samningi við ESB sem tók gildi árið 2018 hefði haft neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað. Þáverandi utanríkisráðherra boðaði endurskoðun á samningnum í ljósi þess að þar hallaði mjög á innlenda framleiðendur. En þegar matvælaverð fór hækkandi juku ýmsir hagsmunaaðilar þrýsting á stjórnvöld að fara í þveröfuga átt, lækka enn frekar tolla á landbúnaðarvörur og jafnvel fella þá niður. Í þeirri umræðu hefur sárlega vantað að ræða málin á breiðari grunni og velta upp hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa í för með sér. Það er nokkuð ljóst - og mönnum greinir ekki á um - að án tolla myndi íslensk landbúnaðarframleiðsla dragast saman og einhverjar greinar myndu hreinlega leggjast af. Samþjöppun á innanlandsframleiðslunni yrði líklega töluverð með tilheyrandi byggðaröskun í sveitum landsins. Þannig myndi afnám tolla bæði hafa neikvæð áhrif á sjálfbærni Íslands þegar kemur að fæðuöryggi sem og byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Tollarnir rýrna með hverju árinu Þó svo almennt ríki skilningur innan stjórnmálanna á mikilvægi þess að viðhafa tolla á búvörum er lítið rætt um hvernig þeir hafa þróast. Tollar á landbúnaðarvörur virka í flestum tilvikum þannig að annars vegar er greiddur magntollur sem er krónutala á hvert kíló af viðkomandi vöru og hins vegar verðtollur sem er hlutfall af verðgildi vörunnar. Tollar hafa hins vegar tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Þar má nefna að árið 2007 gerði Ísland samning við ESB þar sem bæði magn- og verðtollar á kjöt og kjötafurðir lækkuðu um 40% frá því sem almennt gerist. Síðan þá hefur magntollurinn, þ.e. föst krónutala á hvert kíló, ekki tekið neinum breytingum. Því hefur verðgildi tollanna minnkað með hverju árinu vegna rýrnunar á verðgildi krónunnar. Þessi þróun er lítið rædd, þó með örfáum undantekningum. Þar má nefna nýlega umfjöllun Bændablaðsins þar sem varaformaður Viðreisnar, Daði Már Kristófersson, tók hann stöðuna ágætlega saman með eftirfarandi orðum: „Við erum í raun að leyfa krónunni að taka ákvörðun fyrir okkur um að gera grundvallarbreytingu á íslenska landbúnaðarkerfinu án umræðu. Mér finnst það galið. Það skiptir engu máli hvort þú sért með eða á móti tollvernd. Að leyfa henni bara einhvern veginn að leggja sjálfa sig niður er mjög skrítið,“. Tökum samtalið Það er nauðsynlegt að halda til haga markmiðum tollverndar enda um mikilvæga stoð íslensks landbúnaðar að ræða. Afnám eða lækkun tolla, hvort sem er ákvörðun um að gera slíkt eða áframhaldandi rýrnun magntolla sökum verðbólgu líkt og lýst er hér að ofan, hefur ekki einungis áhrif á bændur, heldur alla þá sem koma að framleiðsluferlinu sem og þjónustuveitendur í dreifðari byggðum. Þar má nefna fóðurframleiðendur, dýralækna, starfsmenn afurðastöðva og svo má lengi telja. Þess vegna er mikilvægt að talsmenn slíkra hugmynda skoði allar hliðar málsins og séu tilbúnir í samtalið um afleidd áhrif. Ég er nokkuð viss um að það sé vænlegra að styðja við innlenda atvinnuuppbyggingu byggða á sjálfbærri nýtingu landsins fremur en að færa störf úr landi, fækka atvinnumöguleikum hérlendis og sjá jarðir fara í eyði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi, líkt og í nær öllum öðrum löndum heims, eru lagðir tollar á innfluttar búvörur sambærilegar þeim sem framleiddar eru hér á landi. Er það gert í þeim tilgangi að jafna samkeppnisstöðu innlendu framleiðslunnar gagnvart innfluttum matvælum og þannig styðja við fæðuöryggi, fjölbreytt atvinnulíf og byggðafestu um landið. Reglulega koma fram hugmyndir hérlendis um lækkun eða jafnvel niðurfellingu tolla á innfluttar búvörur. Slíkar hugmyndir eru afar varhugaverðar enda beita öll okkar helstu viðskipta- og nágrannalönd þessu sama stjórntæki til að vernda sína innanlandsframleiðslu. Án tolla til að jafna stöðu innanlandsframleiðslu gagnvart innfluttum vörum væri ómögulegt fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir að keppa í verðum við erlendar. Skýrist það fyrst og fremst af því að framleiðslukostnaður hérlendis er mun hærri en víða annars staðar. Launa- og vaxtastig er hátt, markaðurinn smár, flutningskostnaður hár og framleiðslueiningar mun minni en þekkist víða erlendis. Því hefði það miklar afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað og íslenskt samfélag ef farið yrði í þá vegferð að gera hlutina með allt öðrum hætti hér en gert er alls staðar í kringum okkur. Aukinn þrýstingur frá hagsmunaaðilum Undanfarin misseri hefur umræða um tolla aukist samhliða hækkandi matvælaverði sem einkum má rekja til áhrifa af heimsfaraldrinum og síðar innrás Rússa í Úkraínu. Má segja að töluverður viðsnúningur hafi þá orðið í umræðunni um tolla og tollvernd en í lok árs 2020 var nokkuð víðtekinn skilningur á því að aukning á tollkvótum með samningi við ESB sem tók gildi árið 2018 hefði haft neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað. Þáverandi utanríkisráðherra boðaði endurskoðun á samningnum í ljósi þess að þar hallaði mjög á innlenda framleiðendur. En þegar matvælaverð fór hækkandi juku ýmsir hagsmunaaðilar þrýsting á stjórnvöld að fara í þveröfuga átt, lækka enn frekar tolla á landbúnaðarvörur og jafnvel fella þá niður. Í þeirri umræðu hefur sárlega vantað að ræða málin á breiðari grunni og velta upp hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa í för með sér. Það er nokkuð ljóst - og mönnum greinir ekki á um - að án tolla myndi íslensk landbúnaðarframleiðsla dragast saman og einhverjar greinar myndu hreinlega leggjast af. Samþjöppun á innanlandsframleiðslunni yrði líklega töluverð með tilheyrandi byggðaröskun í sveitum landsins. Þannig myndi afnám tolla bæði hafa neikvæð áhrif á sjálfbærni Íslands þegar kemur að fæðuöryggi sem og byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Tollarnir rýrna með hverju árinu Þó svo almennt ríki skilningur innan stjórnmálanna á mikilvægi þess að viðhafa tolla á búvörum er lítið rætt um hvernig þeir hafa þróast. Tollar á landbúnaðarvörur virka í flestum tilvikum þannig að annars vegar er greiddur magntollur sem er krónutala á hvert kíló af viðkomandi vöru og hins vegar verðtollur sem er hlutfall af verðgildi vörunnar. Tollar hafa hins vegar tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Þar má nefna að árið 2007 gerði Ísland samning við ESB þar sem bæði magn- og verðtollar á kjöt og kjötafurðir lækkuðu um 40% frá því sem almennt gerist. Síðan þá hefur magntollurinn, þ.e. föst krónutala á hvert kíló, ekki tekið neinum breytingum. Því hefur verðgildi tollanna minnkað með hverju árinu vegna rýrnunar á verðgildi krónunnar. Þessi þróun er lítið rædd, þó með örfáum undantekningum. Þar má nefna nýlega umfjöllun Bændablaðsins þar sem varaformaður Viðreisnar, Daði Már Kristófersson, tók hann stöðuna ágætlega saman með eftirfarandi orðum: „Við erum í raun að leyfa krónunni að taka ákvörðun fyrir okkur um að gera grundvallarbreytingu á íslenska landbúnaðarkerfinu án umræðu. Mér finnst það galið. Það skiptir engu máli hvort þú sért með eða á móti tollvernd. Að leyfa henni bara einhvern veginn að leggja sjálfa sig niður er mjög skrítið,“. Tökum samtalið Það er nauðsynlegt að halda til haga markmiðum tollverndar enda um mikilvæga stoð íslensks landbúnaðar að ræða. Afnám eða lækkun tolla, hvort sem er ákvörðun um að gera slíkt eða áframhaldandi rýrnun magntolla sökum verðbólgu líkt og lýst er hér að ofan, hefur ekki einungis áhrif á bændur, heldur alla þá sem koma að framleiðsluferlinu sem og þjónustuveitendur í dreifðari byggðum. Þar má nefna fóðurframleiðendur, dýralækna, starfsmenn afurðastöðva og svo má lengi telja. Þess vegna er mikilvægt að talsmenn slíkra hugmynda skoði allar hliðar málsins og séu tilbúnir í samtalið um afleidd áhrif. Ég er nokkuð viss um að það sé vænlegra að styðja við innlenda atvinnuuppbyggingu byggða á sjálfbærri nýtingu landsins fremur en að færa störf úr landi, fækka atvinnumöguleikum hérlendis og sjá jarðir fara í eyði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun