Um faraldurinn eingöngu - voru ráðleggingar stjórnvalda um bólusetningar gegn COVID-19 réttmætar? Kári Stefánsson og Ingileif Jónsdóttir skrifa 11. ágúst 2023 20:35 Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum pistlar sem lýsa efasemdum um að ákvarðarnir íslenskra stjórnvalda um að ráðleggja bólusetningar gegn COVID-19 hafi verið réttmætar. Þegar stjórnvöld ákváðu að ráðleggja bólusetningar í helstu áhættuhópum fyrst, einkum öldruðum og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, og síðan yngra fólki almennt lágu fyrir niðurstöður umfangsmikilla fasa 3 rannsókna sem sýndu ótrívætt fram á að bóluefnin vernda mjög vel gegn COVID-19 sjúkdómnum, best gegn alvarlegum og lífshótandi sjúkdómi. Öll bóluefnin sem voru notuð á Íslandi veita 90%-100% vernd gegn alvarlegum COVID sjúkdómi, dauða og/eða sjúkrahússinnlögn. Aukaverkarir voru almennt vægar og sambærilegar við þær sem orsakast af flestum bóluefnum og öðrum lyfjum, en öllum lyfjum og öllum bóluefnum fylgir einhver hætta á aukaverkunum. Allar skýrslur um framkvæmd og niðurstöður rannsókna sem voru lagðar fyrir leyfisveitendur í Evrópu (EMA) og Bandaríkjunum (FDA) eru öllum aðgengilegar og helstu niðurstöður rannsókna sem lágu að baki leyfisveitinga voru birtar í virtum vísindaritum (sjá heimildir). Bóluefnin sem notuð voru á Íslandi eru: Pfizer (mRNA bóluefni, 2 skammtar, 43.448 þátttakendur) 90-100% vernd í öllum hópum óháð aldri, kyni, kynþætti og undirliggjandi sjúkdómum, 94,7% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 90% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi (1). Fljótlega bættust við niðurstöður rannsókna sem sýndu að einn skammtur veitti 74-85% vernd gegn sjúkrahúsinnlögn af völdum COVID-19. Moderna (mRNA bóluefni, 2 skammtar, 28.207 þátttakendur) 90-95% vernd í öllum hópum óháð aldri, kyni, kynþætti og undirliggjandi sjúkdómum, 86,7% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 100% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi (2). AstraZeneca (veiruferjubóluefni, 2 skammtar, 11.636 þátttakendur) 79% vernd gegn COVID-19, 60% þátttakenda höfðu undirliggjandi sjúkdóm, 80% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 100% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi og dauða (3). Fljótlega bættust við niðurstöður rannsókna sem sýndu að einn skammtur veitti 94% vernd gegn sjúkrahúsinnlögn af völdum COVID-19. Janssen (veiruferjubóluefni, 1 skammtur, 43,783 þátttakendur) 67% vernd gegn COVID-19 sjúkdómi, 85,4% vernd gegn alvarlegum lífshótandi sjúkdómi, en 74% vernd gegn einkennalaus smiti, 63% vernd í öllum aldurshópum, báðum kynjum, ólíkum kynþáttum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma, 100% vernd sjúkrahúsinnlögn vegna COVID-19 (4). Bæði vernd gegn COVID-19 sjúkdómi, einkum alvarlegum sjúkdómi, og fátíðar alvarlegar aukaverkanir var með því besta sem þekkist. Vernd bólusetninga gegn smiti og dreifingu þess í nærumhverfi Vernd gegn COVID-19 smiti var minni en vonir stóðu til, en skipti máli þó hún væri skammvinn. Rannsóknir sýndu að 1 skammtur af Pfizer bóluefninu veitt 46% vernd gegn PCR staðfestu smiti og 2 skammtar veittu 92% vernd (1). Einn skammtur af Moderna bóluefninu var talinn veita 61% vernd gegn því að smita aðra. Einn skammtur af Janssen bóluefninu veitti 74% vernd gegn einkennalausri sýnkingu og var þannig talinn draga úr smitun annara (4). Þrátt fyrir að vernd bólusetningar gegn smiti væri verulega minni en gegn alvarlegum lífshótandi sjúkdómi og COVID-19 almennt þá minnkar hún dreifingu smits til annara í nánu umgengi og hefur þannig áhrif á dreifingu þess í samfélaginu. Rannsókn á um milljón manns sýndi að þeir sem smituðust og voru bólusettir með Pfizer eða AstraZeneca bóluefninu smituðu helmingi færri á heimilum sínum en þeir sem eru óbólusettir (5). Aukaverkanir í kjölfar COVID-19 sýkingar og bólusetninga gegn COVID-19: Stór samanburðarrannsókn á alvarlegum afleiðingum COVID-19 sýkingar annars vegar og bólusetninga með mRNA bóluefni gegn COVID-19 hins vegar sýndi að alvarlegar afleiðingar sem helst verða af COVID-19 sýkingu eru hjartsláttartruflanir, bráð nýrnabilun, lungnablóðrek, blóðtappar og hjartaáföll, en hjartavöðva- eða gollurshússbólga er er einnig auknin en minna. Flestar þessar alvarlegu afleiðingar COVID-19 sýkingarinnar eru ekki auknar eftir bólusetningu, m.v. staðlaðan viðmiðunarhóp (6). Þeir sem eru bólusettir með mRNA bóluefni (Pfizer) eru í 3,24 sinnum meiri áhættu á að fá hjartavöðva- eða gollurshússbólgu en viðmiðunarhópur staðlaður m.t.t. aldurs og kyns (884,828 í hvorum hópi), en þeir sem veikjast af COVID-19 eru í 18,28 sinnum meiri áhættu á að fá hjartavöðva- eða gollurshússbólgu en viðmiðunarhópur staðlaður m.t.t. aldurs og kyns (233.392 í hvorum hópi) (6). Rannsóknin sýndi á óyggjandi hátt að hættan á þessum tveim alvarlegu afleiðingum COVID-19 sýkingar er um 6 sinnum meiri en af bólusetningum. Blóðtappi var önnum alvarleg en mjög sjaldgæf aukaverkun af bólusetningum. Snemma birtust greinar um sjaldgæfa gerð blóðtappa með blóðflögufæð eftir bólusetningu með veiruferjubóluefni AstraZeneca, 5 tilfelli í Noregi og 11 í Þýskalandi og Austurríki. Í rannsókn Evrópsku lyfjastofnunarinnar EMA á 86 tilfellum blóðtappa (18 létust) innan tveggja vikna frá bólusetningu 25 milljóna einstaklinga sýndi að það var ekki aukin áhætta á blóðtöppum almennt, og þessi sjaldgæfa gerð blóðtappa með blóðflögufæð var mjög sjaldgæf og mat stofnunarinnar að heildar ávinningur af bólusetningum til að koma í veg fyrir COVID-19 væri meiri en áhættan. Ekki væri hægt að útiloka tengsl sjaldgæfrar gerðar blóðtappa með blóðflögufæð og bólusetinga, og er hún nú skráð sem möguleg aukaverkun tengd bóluefnum AstraZeneca og Janssen gegn COVID-19. Þar sem þessi mögulega aukaverkun kom einkum fram hjá konum undir 60 ára ákváðu íslensk stjórnvöld að þeim væru boðin önnur bóluefni, þ.e. mRNA bóluefni Pfizer og Moderna. Alvarleg ofnæmisviðbrögð og ofnæmislost eru afar sjaldgæfar aukaverkanir af mRNA bóluefnum Pfizer (11 af 1 milljón bólusettra) og Moderna (2,5) af 1 milljón bólusettra (1 og 2). Því var þeim sem höfðu sögu um alvarleg ofnæmisviðbrögð og ofnæmislost ráðlagt að þiggja veiruferjubóluefni AstraZeneca eða Janssen. Vernd bólusetninga gegn nýrri afbrigðum veirunnar sem veldur COVID, sem sum eru meira smitandi en það upprunalega Upprunalegu bóluefnin (2 skammtar mRNA eða veiruferjubóluefni) veita minni vernd gegn COVID sjúkdómi af völdum ómíkron afbrigðis veirunnar sem veldur COVID (48.9-65.5%) en gegn upprunalega afbrigðinu (90-100), en minni minnkun gegn delta (82.8-90.9%). Verndin eykst verulega eftir örvunarskammt (3ja skammt) með mRNA bóluefni (ómíkron 62.4-73.9%, delta 95.1-97%). Verndin minnkar með tímanum (7). Nú eru komin bólefni sem innihalda gen fyrir spike prótein bæði upprunalega afbrigðis COVID-19 veirunnar og ómíkron afbrigðisins og rannsóknir sýna að viðbótarskammtur af nýju bólefnunum gefur enn betra ónæmissvar gegn ómíkron en upprunalegu bóluefnin og hafa þannig breiðari virkni (8). Þessi nýju bóluefni hafa staðið Íslendingum til boða frá ársbyrjun 2023. Við viljum benda á að tíðni fullrar bólusetningar með viðbótarskömmtum gegn COVID-19 er einna hæst á Íslandi af há- og meðaltekjulöndum heims, sem á líklega stóran þátt í að dánartíðni á völdum COVID-19 er einna lægst. Við viljum ítreka þá skoðun okkar að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til í faraldrinum hafi verið rökréttar miðað við þær forsendur sem lágu fyrir og að flestar þeirra standist skoðun í ljósi þekkingar sem við höfum í dag á heimsfaraldri COVID-19. Það var gæfa okkar að íslensk stjórnvöld byggðu ákvarðanir á ráðgjöf sérfræðinga og tillögum sóttvarnarlæknis, sem var í nánum samskiptum við norræna, evrópska og alþjóðlega sérfræðihópa um bólusetningar og varnir gegn smitsjúkdómum. Ingileif Jónsdóttir, ónæmisfræðingur, prófessor emerita Kári Stefánsson, læknir og vísindamaður Heimildir: 1) Polack FP et al. N Engl J Med - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2034577 2) Baden LR et al. N Engl J Med - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2035389 3) Voysey M et al. The Lancet 2021 - https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(20)32661-1/fulltext 4) Sadoff J et al. N Engl J Med. 2021 - https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33882225/ 5) Harris RJ et al. N Engl J Med 2021 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmc2107717 6) Barda N et al. N Engl J Med 2021 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2110475 7) Andrews N et al. N Engl J Med 2022 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMoa2119451 8) Lee IT et al. The Lancet 2023 - https://doi.org/10.1016/S1473-3099(23)00295-5 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kári Stefánsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum pistlar sem lýsa efasemdum um að ákvarðarnir íslenskra stjórnvalda um að ráðleggja bólusetningar gegn COVID-19 hafi verið réttmætar. Þegar stjórnvöld ákváðu að ráðleggja bólusetningar í helstu áhættuhópum fyrst, einkum öldruðum og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, og síðan yngra fólki almennt lágu fyrir niðurstöður umfangsmikilla fasa 3 rannsókna sem sýndu ótrívætt fram á að bóluefnin vernda mjög vel gegn COVID-19 sjúkdómnum, best gegn alvarlegum og lífshótandi sjúkdómi. Öll bóluefnin sem voru notuð á Íslandi veita 90%-100% vernd gegn alvarlegum COVID sjúkdómi, dauða og/eða sjúkrahússinnlögn. Aukaverkarir voru almennt vægar og sambærilegar við þær sem orsakast af flestum bóluefnum og öðrum lyfjum, en öllum lyfjum og öllum bóluefnum fylgir einhver hætta á aukaverkunum. Allar skýrslur um framkvæmd og niðurstöður rannsókna sem voru lagðar fyrir leyfisveitendur í Evrópu (EMA) og Bandaríkjunum (FDA) eru öllum aðgengilegar og helstu niðurstöður rannsókna sem lágu að baki leyfisveitinga voru birtar í virtum vísindaritum (sjá heimildir). Bóluefnin sem notuð voru á Íslandi eru: Pfizer (mRNA bóluefni, 2 skammtar, 43.448 þátttakendur) 90-100% vernd í öllum hópum óháð aldri, kyni, kynþætti og undirliggjandi sjúkdómum, 94,7% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 90% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi (1). Fljótlega bættust við niðurstöður rannsókna sem sýndu að einn skammtur veitti 74-85% vernd gegn sjúkrahúsinnlögn af völdum COVID-19. Moderna (mRNA bóluefni, 2 skammtar, 28.207 þátttakendur) 90-95% vernd í öllum hópum óháð aldri, kyni, kynþætti og undirliggjandi sjúkdómum, 86,7% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 100% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi (2). AstraZeneca (veiruferjubóluefni, 2 skammtar, 11.636 þátttakendur) 79% vernd gegn COVID-19, 60% þátttakenda höfðu undirliggjandi sjúkdóm, 80% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 100% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi og dauða (3). Fljótlega bættust við niðurstöður rannsókna sem sýndu að einn skammtur veitti 94% vernd gegn sjúkrahúsinnlögn af völdum COVID-19. Janssen (veiruferjubóluefni, 1 skammtur, 43,783 þátttakendur) 67% vernd gegn COVID-19 sjúkdómi, 85,4% vernd gegn alvarlegum lífshótandi sjúkdómi, en 74% vernd gegn einkennalaus smiti, 63% vernd í öllum aldurshópum, báðum kynjum, ólíkum kynþáttum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma, 100% vernd sjúkrahúsinnlögn vegna COVID-19 (4). Bæði vernd gegn COVID-19 sjúkdómi, einkum alvarlegum sjúkdómi, og fátíðar alvarlegar aukaverkanir var með því besta sem þekkist. Vernd bólusetninga gegn smiti og dreifingu þess í nærumhverfi Vernd gegn COVID-19 smiti var minni en vonir stóðu til, en skipti máli þó hún væri skammvinn. Rannsóknir sýndu að 1 skammtur af Pfizer bóluefninu veitt 46% vernd gegn PCR staðfestu smiti og 2 skammtar veittu 92% vernd (1). Einn skammtur af Moderna bóluefninu var talinn veita 61% vernd gegn því að smita aðra. Einn skammtur af Janssen bóluefninu veitti 74% vernd gegn einkennalausri sýnkingu og var þannig talinn draga úr smitun annara (4). Þrátt fyrir að vernd bólusetningar gegn smiti væri verulega minni en gegn alvarlegum lífshótandi sjúkdómi og COVID-19 almennt þá minnkar hún dreifingu smits til annara í nánu umgengi og hefur þannig áhrif á dreifingu þess í samfélaginu. Rannsókn á um milljón manns sýndi að þeir sem smituðust og voru bólusettir með Pfizer eða AstraZeneca bóluefninu smituðu helmingi færri á heimilum sínum en þeir sem eru óbólusettir (5). Aukaverkanir í kjölfar COVID-19 sýkingar og bólusetninga gegn COVID-19: Stór samanburðarrannsókn á alvarlegum afleiðingum COVID-19 sýkingar annars vegar og bólusetninga með mRNA bóluefni gegn COVID-19 hins vegar sýndi að alvarlegar afleiðingar sem helst verða af COVID-19 sýkingu eru hjartsláttartruflanir, bráð nýrnabilun, lungnablóðrek, blóðtappar og hjartaáföll, en hjartavöðva- eða gollurshússbólga er er einnig auknin en minna. Flestar þessar alvarlegu afleiðingar COVID-19 sýkingarinnar eru ekki auknar eftir bólusetningu, m.v. staðlaðan viðmiðunarhóp (6). Þeir sem eru bólusettir með mRNA bóluefni (Pfizer) eru í 3,24 sinnum meiri áhættu á að fá hjartavöðva- eða gollurshússbólgu en viðmiðunarhópur staðlaður m.t.t. aldurs og kyns (884,828 í hvorum hópi), en þeir sem veikjast af COVID-19 eru í 18,28 sinnum meiri áhættu á að fá hjartavöðva- eða gollurshússbólgu en viðmiðunarhópur staðlaður m.t.t. aldurs og kyns (233.392 í hvorum hópi) (6). Rannsóknin sýndi á óyggjandi hátt að hættan á þessum tveim alvarlegu afleiðingum COVID-19 sýkingar er um 6 sinnum meiri en af bólusetningum. Blóðtappi var önnum alvarleg en mjög sjaldgæf aukaverkun af bólusetningum. Snemma birtust greinar um sjaldgæfa gerð blóðtappa með blóðflögufæð eftir bólusetningu með veiruferjubóluefni AstraZeneca, 5 tilfelli í Noregi og 11 í Þýskalandi og Austurríki. Í rannsókn Evrópsku lyfjastofnunarinnar EMA á 86 tilfellum blóðtappa (18 létust) innan tveggja vikna frá bólusetningu 25 milljóna einstaklinga sýndi að það var ekki aukin áhætta á blóðtöppum almennt, og þessi sjaldgæfa gerð blóðtappa með blóðflögufæð var mjög sjaldgæf og mat stofnunarinnar að heildar ávinningur af bólusetningum til að koma í veg fyrir COVID-19 væri meiri en áhættan. Ekki væri hægt að útiloka tengsl sjaldgæfrar gerðar blóðtappa með blóðflögufæð og bólusetinga, og er hún nú skráð sem möguleg aukaverkun tengd bóluefnum AstraZeneca og Janssen gegn COVID-19. Þar sem þessi mögulega aukaverkun kom einkum fram hjá konum undir 60 ára ákváðu íslensk stjórnvöld að þeim væru boðin önnur bóluefni, þ.e. mRNA bóluefni Pfizer og Moderna. Alvarleg ofnæmisviðbrögð og ofnæmislost eru afar sjaldgæfar aukaverkanir af mRNA bóluefnum Pfizer (11 af 1 milljón bólusettra) og Moderna (2,5) af 1 milljón bólusettra (1 og 2). Því var þeim sem höfðu sögu um alvarleg ofnæmisviðbrögð og ofnæmislost ráðlagt að þiggja veiruferjubóluefni AstraZeneca eða Janssen. Vernd bólusetninga gegn nýrri afbrigðum veirunnar sem veldur COVID, sem sum eru meira smitandi en það upprunalega Upprunalegu bóluefnin (2 skammtar mRNA eða veiruferjubóluefni) veita minni vernd gegn COVID sjúkdómi af völdum ómíkron afbrigðis veirunnar sem veldur COVID (48.9-65.5%) en gegn upprunalega afbrigðinu (90-100), en minni minnkun gegn delta (82.8-90.9%). Verndin eykst verulega eftir örvunarskammt (3ja skammt) með mRNA bóluefni (ómíkron 62.4-73.9%, delta 95.1-97%). Verndin minnkar með tímanum (7). Nú eru komin bólefni sem innihalda gen fyrir spike prótein bæði upprunalega afbrigðis COVID-19 veirunnar og ómíkron afbrigðisins og rannsóknir sýna að viðbótarskammtur af nýju bólefnunum gefur enn betra ónæmissvar gegn ómíkron en upprunalegu bóluefnin og hafa þannig breiðari virkni (8). Þessi nýju bóluefni hafa staðið Íslendingum til boða frá ársbyrjun 2023. Við viljum benda á að tíðni fullrar bólusetningar með viðbótarskömmtum gegn COVID-19 er einna hæst á Íslandi af há- og meðaltekjulöndum heims, sem á líklega stóran þátt í að dánartíðni á völdum COVID-19 er einna lægst. Við viljum ítreka þá skoðun okkar að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til í faraldrinum hafi verið rökréttar miðað við þær forsendur sem lágu fyrir og að flestar þeirra standist skoðun í ljósi þekkingar sem við höfum í dag á heimsfaraldri COVID-19. Það var gæfa okkar að íslensk stjórnvöld byggðu ákvarðanir á ráðgjöf sérfræðinga og tillögum sóttvarnarlæknis, sem var í nánum samskiptum við norræna, evrópska og alþjóðlega sérfræðihópa um bólusetningar og varnir gegn smitsjúkdómum. Ingileif Jónsdóttir, ónæmisfræðingur, prófessor emerita Kári Stefánsson, læknir og vísindamaður Heimildir: 1) Polack FP et al. N Engl J Med - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2034577 2) Baden LR et al. N Engl J Med - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2035389 3) Voysey M et al. The Lancet 2021 - https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(20)32661-1/fulltext 4) Sadoff J et al. N Engl J Med. 2021 - https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33882225/ 5) Harris RJ et al. N Engl J Med 2021 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmc2107717 6) Barda N et al. N Engl J Med 2021 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2110475 7) Andrews N et al. N Engl J Med 2022 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMoa2119451 8) Lee IT et al. The Lancet 2023 - https://doi.org/10.1016/S1473-3099(23)00295-5
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun