Held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag Kári Mímisson skrifar 14. ágúst 2023 22:09 Jökull var eðlilega sáttur eftir sigur kvöldsins. Vísir/Diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu sinna manna þegar Stjarnan lagði Fylki afar sannfærandi í Bestu deild karla í knattspyrnu í Árbænum nú í kvöld. Lokatölur urðu 4-0 fyrir Stjörnuna. „Ég er ánægður. Menn lögðu mikið í þetta, margt gott og einhverjir hlutir sem að við getum tekið með okkur, unnið í og gert betur. Við hefðum getað verið ákveðnari í pressunni í sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við svo ekki vera með nógu mikil tök á leiknum í fyrri hluta seinni hálfleiks. Þó að þeir hafi ekki skapað sér nein færi þá var tilfinningin að við gætum verið með meiri stjórn á leiknum.“ Hinn 17 ára gamli Helgi Fróði Ingason byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deildina í dag og það tók hann rétt rúmlega hálftíma að stimpla sig inn í leikinn þegar hann átti glæsilega sendingu á Emil Atlason sem þakkaði fyrir sig og stangaði boltann í netið. Fáum við að sjá meira af Helga í næstu leikjum? „Þú færð að sjá meira af öllum þessum strákum. Hann er stórkostlegur leikmaður, frábær drengur og frábær karakter. Hann hefur unnið hart að þessu og á þetta skilið og þó fyrr hefði verið. Ég held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag.“ Skiptingarnar hjá Stjörnunni gengu mjög vel upp í dag og það var ekki að sjá að liðið missti dampinn þegar varamennirnir mættu inn á. Jökull segir að breiddin sé mikil og margir sterkir leikmenn sem séu fyrir utan hópinn líka. „Ekki bara á bekknum heldur líka fyrir utan hóp. Það er bara verkefni fyrir hópinn, ekki bara mig heldur hópinn. Það er auðvitað mjög gott að við erum með þetta marga sem eru að leggja að leggja mjög mikið á sig alla daga. Þegar allir að leggja svona mikið á sig þá verður niðurstaðan þessi.“ Það var tilkynnt í dag að Stjarnan hafi samið við Kristian Riis, danskan varnarmann. Jökull segir að Kristian styrki liðið en hann þurfi að vinna fyrir sínum mínútum eins og aðrir. „Þetta er mjög sterkur karakter og öflugur leikmaður. Hann er svo sem lítið búinn að æfa með okkur. Þetta er mjög öflugur leikmaður sem styrkir okkur. Við viljum alltaf gera betur og þó við séum núna mjög afgerandi varnarlega sem lið þá auðvitað leitum við allra leiða til að gera betur og sjáum hvernig hann kemur inn í þetta. Hann eins og allir aðrir þarf að leggja mjög hart að sér til að vinna sér inn sæti hérna. Hann fær ekkert gefins þó að hann komi frá útlöndum. Nú þarf hann bara að leggja hart að sér og vinna sér inn mínútur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Fylkir Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
„Ég er ánægður. Menn lögðu mikið í þetta, margt gott og einhverjir hlutir sem að við getum tekið með okkur, unnið í og gert betur. Við hefðum getað verið ákveðnari í pressunni í sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við svo ekki vera með nógu mikil tök á leiknum í fyrri hluta seinni hálfleiks. Þó að þeir hafi ekki skapað sér nein færi þá var tilfinningin að við gætum verið með meiri stjórn á leiknum.“ Hinn 17 ára gamli Helgi Fróði Ingason byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deildina í dag og það tók hann rétt rúmlega hálftíma að stimpla sig inn í leikinn þegar hann átti glæsilega sendingu á Emil Atlason sem þakkaði fyrir sig og stangaði boltann í netið. Fáum við að sjá meira af Helga í næstu leikjum? „Þú færð að sjá meira af öllum þessum strákum. Hann er stórkostlegur leikmaður, frábær drengur og frábær karakter. Hann hefur unnið hart að þessu og á þetta skilið og þó fyrr hefði verið. Ég held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag.“ Skiptingarnar hjá Stjörnunni gengu mjög vel upp í dag og það var ekki að sjá að liðið missti dampinn þegar varamennirnir mættu inn á. Jökull segir að breiddin sé mikil og margir sterkir leikmenn sem séu fyrir utan hópinn líka. „Ekki bara á bekknum heldur líka fyrir utan hóp. Það er bara verkefni fyrir hópinn, ekki bara mig heldur hópinn. Það er auðvitað mjög gott að við erum með þetta marga sem eru að leggja að leggja mjög mikið á sig alla daga. Þegar allir að leggja svona mikið á sig þá verður niðurstaðan þessi.“ Það var tilkynnt í dag að Stjarnan hafi samið við Kristian Riis, danskan varnarmann. Jökull segir að Kristian styrki liðið en hann þurfi að vinna fyrir sínum mínútum eins og aðrir. „Þetta er mjög sterkur karakter og öflugur leikmaður. Hann er svo sem lítið búinn að æfa með okkur. Þetta er mjög öflugur leikmaður sem styrkir okkur. Við viljum alltaf gera betur og þó við séum núna mjög afgerandi varnarlega sem lið þá auðvitað leitum við allra leiða til að gera betur og sjáum hvernig hann kemur inn í þetta. Hann eins og allir aðrir þarf að leggja mjög hart að sér til að vinna sér inn sæti hérna. Hann fær ekkert gefins þó að hann komi frá útlöndum. Nú þarf hann bara að leggja hart að sér og vinna sér inn mínútur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Fylkir Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira