Kanna möguleika á sameiningu við Háskóla Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 15. ágúst 2023 12:18 Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, við undirritun viljayfirlýsingarinnar. Stjórnarráðið Kannað verður hvort fýsilegt sé að auka samstarf Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands og kemur til greina að sameina skólana. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af ráðherra háskólamála og rektorum skólanna. Einnig fer fram greining á húsnæðismálum Háskólans á Hólum en mygla fannst í húsnæðis hans fyrir fjórum árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir Ísland of fámennt land til að bjóða upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða í sjö háskólum án þess að þeir starfi betur saman. Greint er frá viljayfirlýsingunni á vef Stjórnarráðsins en háskólarnir tveir hafa lengi átt í samstarfi um rannsóknir og kennslu. Niðurstaða vinnuhóps var á þá leið að fjölmörg tækifæri lægju í auknu samstarfi eða sameiningu skólanna. Einnig væru hindranir sem þyrfti að leysa til að hugsanleg sameining yrði farsæl fyrir báða skóla. Háskólinn á Hólum með mikla sérstöðu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fagnar þessari vinnu og segir skólana tvo lengi hafa átt gott samstarf. ,,Nú munum við kanna hvernig hægt er að efla starfið í kennslu og rannsóknum með frekari samþættingu háskólanna bæði í Reykjavík og á Hólum. Háskóli Íslands er nú þegar með öflugt starf á landsbyggðinni á vegum Stofnunar Rannsóknasetra Hí og mun það nýtast okkur í vinnunni fram undan,” segir hann í tilkynningu. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, telur að aukið samstarf muni skila sér í fjölbreyttara námsframboði, öflugri rannsóknum og auknum tengslum við atvinnulífið og samfélagið. Óvissa hefur ríkt um framtíð húsnæðis Háskólans á Hólum. vísir/vilhelm „Háskólinn á Hólum er landsbyggðarskóli með mikla sérstöðu og byggja fræðasvið skólans undir mikilvægar atvinnugreinar í íslensku samfélagi sem allar eru í örum vexti. Þessar atvinnugreinar eru fiskeldi, ferðaþjónusta og íslenski hesturinn. Það er mikilvægt að þessar atvinnugreinar verði byggðar upp með sjálfbærni að leiðarljósi og þar spilar öflugt nám og rannsóknir lykilhlutverk. Síðast en ekki síst tel ég að aukið samstarf háskólanna tveggja sé góð leið til að tengja höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina saman og efla þannig byggðir landsins,” segir Hólmfríður í tilkynningu. Hægt að auka hagkvæmni Áslaug Arna segir mikla vinnu hafa átt sér stað um aukið samstarf háskóla hér á landi og sóknarfæri liggja í því að auka gæði og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. ,,Ég sé tækifæri í að nýta reynslu erlendis frá, m.a. í háskólakerfum þar sem háskólar starfa sem einn skóli en eru með sjálfstæðar öflugar starfseiningar annars staðar á landinu. Með því er hægt að auka hagkvæmni og á sama tíma efla gæði námsins.” Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skagafjörður Rekstur hins opinbera Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir Ísland of fámennt land til að bjóða upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða í sjö háskólum án þess að þeir starfi betur saman. Greint er frá viljayfirlýsingunni á vef Stjórnarráðsins en háskólarnir tveir hafa lengi átt í samstarfi um rannsóknir og kennslu. Niðurstaða vinnuhóps var á þá leið að fjölmörg tækifæri lægju í auknu samstarfi eða sameiningu skólanna. Einnig væru hindranir sem þyrfti að leysa til að hugsanleg sameining yrði farsæl fyrir báða skóla. Háskólinn á Hólum með mikla sérstöðu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fagnar þessari vinnu og segir skólana tvo lengi hafa átt gott samstarf. ,,Nú munum við kanna hvernig hægt er að efla starfið í kennslu og rannsóknum með frekari samþættingu háskólanna bæði í Reykjavík og á Hólum. Háskóli Íslands er nú þegar með öflugt starf á landsbyggðinni á vegum Stofnunar Rannsóknasetra Hí og mun það nýtast okkur í vinnunni fram undan,” segir hann í tilkynningu. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, telur að aukið samstarf muni skila sér í fjölbreyttara námsframboði, öflugri rannsóknum og auknum tengslum við atvinnulífið og samfélagið. Óvissa hefur ríkt um framtíð húsnæðis Háskólans á Hólum. vísir/vilhelm „Háskólinn á Hólum er landsbyggðarskóli með mikla sérstöðu og byggja fræðasvið skólans undir mikilvægar atvinnugreinar í íslensku samfélagi sem allar eru í örum vexti. Þessar atvinnugreinar eru fiskeldi, ferðaþjónusta og íslenski hesturinn. Það er mikilvægt að þessar atvinnugreinar verði byggðar upp með sjálfbærni að leiðarljósi og þar spilar öflugt nám og rannsóknir lykilhlutverk. Síðast en ekki síst tel ég að aukið samstarf háskólanna tveggja sé góð leið til að tengja höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina saman og efla þannig byggðir landsins,” segir Hólmfríður í tilkynningu. Hægt að auka hagkvæmni Áslaug Arna segir mikla vinnu hafa átt sér stað um aukið samstarf háskóla hér á landi og sóknarfæri liggja í því að auka gæði og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. ,,Ég sé tækifæri í að nýta reynslu erlendis frá, m.a. í háskólakerfum þar sem háskólar starfa sem einn skóli en eru með sjálfstæðar öflugar starfseiningar annars staðar á landinu. Með því er hægt að auka hagkvæmni og á sama tíma efla gæði námsins.”
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skagafjörður Rekstur hins opinbera Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira