Frammistaða Frederiks veki upp spurningar: „Eins og honum liði ekki vel“ Aron Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2023 11:00 Frederik Schram í leik með Val Vísir/Vilhelm Frammistaða Frederik Schram, markvarðar Vals, í leik liðsins gegn toppliði Víkings Reykjavíkur á dögunum var til umræðu í uppgjörsþætti Bestu deildarinnar, Stúkunni í gær. Frederik virkaði ekki alveg klár í leikinn og vakti frammistaða hans upp vangaveltur hjá sérfræðingum Stúkunnar, þeim Atla Viðari Björnssyni og Baldri Sigurðssyni. „Ég set stórt spurningarmerki við Frederik í leiknum,“ sagði Atli Viðar. „Ef við byrjum á öðru marki Víkinga, þar verður hann bara að gjöra svo vel að gera betur. Hann getur ekki gefið svona þægilegt mark niðri í nærhorni sínu. Manni fannst hann vera ólíkur sér í þessum leik, þetta mark er svo sannarlega ólíkt honum. Þá er uppspilið hans, þegar að hann var með boltann við tærnar á sér, í besta falli skrýtið allan leikinn. Hann notaði vinstri fótinn furðulega mikið og mér fannst hann alltaf virka þvingaður og stirður, eins og honum liði ekki vel. Ég velti því fyrir mér, á meðan að ég horfði á leikinn, hvort hann væri yfir höfuð heill heilsu. Þetta voru þannig tilburðir.“ Klippa: Frammistaða Frederik veki upp spurningar Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, tók þá boltann á lofti og segir menn þá giska á hvort Fredrik sé meiddur hægra megin í líkamanum. „Eins og þú segir tók hann boltann eiginlega alltaf strax, með fyrstu snertingu, yfir á vinstri fótinn og þegar að hann er að fara niður til hægri í þessu öðru marki Víkinga þá lítur hann bara alls ekki vel út.“ Þá segir Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar að Fredrik hafi, með frammistöðu sinni í sumar, sett gríðarlega háann standard á væntingum í hans garð. „Miðað við hvernig hann hefur spilað frá því að hann kom inn í deildina. Þetta var því óeðlilegt.“ Valur Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Frederik virkaði ekki alveg klár í leikinn og vakti frammistaða hans upp vangaveltur hjá sérfræðingum Stúkunnar, þeim Atla Viðari Björnssyni og Baldri Sigurðssyni. „Ég set stórt spurningarmerki við Frederik í leiknum,“ sagði Atli Viðar. „Ef við byrjum á öðru marki Víkinga, þar verður hann bara að gjöra svo vel að gera betur. Hann getur ekki gefið svona þægilegt mark niðri í nærhorni sínu. Manni fannst hann vera ólíkur sér í þessum leik, þetta mark er svo sannarlega ólíkt honum. Þá er uppspilið hans, þegar að hann var með boltann við tærnar á sér, í besta falli skrýtið allan leikinn. Hann notaði vinstri fótinn furðulega mikið og mér fannst hann alltaf virka þvingaður og stirður, eins og honum liði ekki vel. Ég velti því fyrir mér, á meðan að ég horfði á leikinn, hvort hann væri yfir höfuð heill heilsu. Þetta voru þannig tilburðir.“ Klippa: Frammistaða Frederik veki upp spurningar Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, tók þá boltann á lofti og segir menn þá giska á hvort Fredrik sé meiddur hægra megin í líkamanum. „Eins og þú segir tók hann boltann eiginlega alltaf strax, með fyrstu snertingu, yfir á vinstri fótinn og þegar að hann er að fara niður til hægri í þessu öðru marki Víkinga þá lítur hann bara alls ekki vel út.“ Þá segir Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar að Fredrik hafi, með frammistöðu sinni í sumar, sett gríðarlega háann standard á væntingum í hans garð. „Miðað við hvernig hann hefur spilað frá því að hann kom inn í deildina. Þetta var því óeðlilegt.“
Valur Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira