Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2023 19:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við vixlverkun launahækkanna og verðlags. Kristján Þórður Snæbjarnason bendir hins vegar á að hækkun stýrivaxta geti ýtt undir verðbólgu. Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um núll komma fimm prósentur í morgun, í níu komma tuttugu og fimm prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir peningamálastefnu bankans undanfarin ár hafa að einhverju leyti borið árangur. Hins vegar þurfi að ná niður þrálátri verðbólgu og þar þurfi fyrirtæki að sýna ábyrgð. Þensla nú sé að einhverju leyti drifin áfram af ferðaþjónustu. „Við myndum gjarnan vilja sjá hækkandi gengi krónunnar koma fram í lægra vöruverði. Fyrirtækin voru fljót að hækka vöruverð þegar krónan seig en þau hafa ekki verið eins fljót til nú þegar krónan hefur styrkst,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að hið opinbera hafi líka ýtt undir verðbólguna sem mælist nú sjö komma sex prósent. „Við vildum gjarnan að hið opinbera myndi halda aftur að sér og líka í útgjöldum sínum,“ segir hann. Hann hvetur fólk sem er að sligast undan hárri greiðslubyrði lána vegna stýrivaxtahækkanna að endursemja við bankanna. „Ég myndi ráðleggja fólki það að tala við bankann sinn og fara yfir málin,“ segir hann. Ásgeir hefur undanfarin misseri beint því til aðila vinnumarkaðarins að halda aftur að launahækkunum svo víxlverkun launa og verðhækkana fari ekki af stað. „Við erum öll í saman í liði. Það er ekki hægt að fá aukinn kaupmátt í kjarasamningum nema með lágri verðbólgu,“ segir hann. Bændasamtökin fordæmdu ákvörðun Seðlabankans í dag og bentu á hækkanirnar undanfarið hafi aukið árlegan kostnað í landbúnaði um milljarða króna. Sérfræðingur hjá Eflingu sagði vegferð bankans draga niður kjör þeirra sem séu með húsnæðisskuldir og formenn verkalýðsfélaga lýstu yfir miklum vonbrigðum. Víxverkun hárra vaxta og verðbólgu væri miklu fremur vandi en launahækkanir í komandi kjarasamningum. „Við erum að sjá verðhækkanir á innlendum vörum sem eru komnar til vegna aukinna vaxta hjá skuldsettum fyrirtækjum. Vextirnir eru því að ýta undir verðbólguna. Við höfum líka séð að hækkun stýrivaxta er að skila sér í hækkun neysluverðs,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnason formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Seðlabankinn Vinnumarkaður Verðlag Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um núll komma fimm prósentur í morgun, í níu komma tuttugu og fimm prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir peningamálastefnu bankans undanfarin ár hafa að einhverju leyti borið árangur. Hins vegar þurfi að ná niður þrálátri verðbólgu og þar þurfi fyrirtæki að sýna ábyrgð. Þensla nú sé að einhverju leyti drifin áfram af ferðaþjónustu. „Við myndum gjarnan vilja sjá hækkandi gengi krónunnar koma fram í lægra vöruverði. Fyrirtækin voru fljót að hækka vöruverð þegar krónan seig en þau hafa ekki verið eins fljót til nú þegar krónan hefur styrkst,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að hið opinbera hafi líka ýtt undir verðbólguna sem mælist nú sjö komma sex prósent. „Við vildum gjarnan að hið opinbera myndi halda aftur að sér og líka í útgjöldum sínum,“ segir hann. Hann hvetur fólk sem er að sligast undan hárri greiðslubyrði lána vegna stýrivaxtahækkanna að endursemja við bankanna. „Ég myndi ráðleggja fólki það að tala við bankann sinn og fara yfir málin,“ segir hann. Ásgeir hefur undanfarin misseri beint því til aðila vinnumarkaðarins að halda aftur að launahækkunum svo víxlverkun launa og verðhækkana fari ekki af stað. „Við erum öll í saman í liði. Það er ekki hægt að fá aukinn kaupmátt í kjarasamningum nema með lágri verðbólgu,“ segir hann. Bændasamtökin fordæmdu ákvörðun Seðlabankans í dag og bentu á hækkanirnar undanfarið hafi aukið árlegan kostnað í landbúnaði um milljarða króna. Sérfræðingur hjá Eflingu sagði vegferð bankans draga niður kjör þeirra sem séu með húsnæðisskuldir og formenn verkalýðsfélaga lýstu yfir miklum vonbrigðum. Víxverkun hárra vaxta og verðbólgu væri miklu fremur vandi en launahækkanir í komandi kjarasamningum. „Við erum að sjá verðhækkanir á innlendum vörum sem eru komnar til vegna aukinna vaxta hjá skuldsettum fyrirtækjum. Vextirnir eru því að ýta undir verðbólguna. Við höfum líka séð að hækkun stýrivaxta er að skila sér í hækkun neysluverðs,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnason formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Seðlabankinn Vinnumarkaður Verðlag Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira