Sigur fyrir hvalina, fyrir Ísland og fyrir mannkynið Ralph Chami skrifar 24. ágúst 2023 12:00 Til hamingju Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Ísland fyrir að stöðva hvalveiðar í sumar og koma þannig í veg fyrir dráp á 150 langreyðum. Með þessari ákvörðun tekur þjóðin afstöðu með umhverfinu. Ekki er einungis um að ræða sigur fyrir hvalina, heldur fyrir hafið, fyrir umhverfið, fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum og mannkynið allt. Hvalir eru hluti náttúrunnar sem er nauðsynleg til þess að viðhalda lífi mannkyns.Hvalir gegna lykilhlutverki þegar kemur að heilbrigði sjávar og án þeirra höfum við hvorki heilbrigt haf né getum við lifað af. Hafið getur náð sér aftur, en einungis ef líffræðileg fjölbreytni er höfð í forgrunni. Hvalirnir eru prófsteinn á okkur og verndun hafsins. Á árum áður héldu milljónir hvala til í hafinu. Hafið dafnaði vel og sömuleiðis við. Nú vitum við sem eraðlangreyðar binda kolefni. Með því að halda hvölunum 150 á lífi hefur Ísland komið í veg fyrir kolefnislosun í andrúmsloftið sem því nemur. Efnahagslegt virði þess er nálægt 700 þúsund bandaríkjadölum (sem eru um það bil 92 milljónir íslenskra króna) í kolefnisbindingu og allt að 500 milljónir bandaríkjadala (ca 66 milljarðar íslenskra króna) ef tekið er tillit til æviframlags 150 langreyða til kolefnisbindingar í umhverfi sjávar. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að stöðva veiðarnar hefur verið gagnrýnd af ýmsum aðilum út frá meðalhófsreglunni í íslenskum lögum. En réttmætu markmiði að vernda hvali, heilbrigði sjávar og loftslagið er ekki hægt að ná öðruvísi en að einfaldlega koma í veg fyrir dráp á þeim. Auk þess er ávinningurinn af því að vernda hvali mun meiri en allt það sem fengið er með því að drepa þá. Því er þessi ákvörðun Íslands ekki einungis réttlætanleg heldur nauðsynleg. Bann Íslands við veiðum á þessum hvölum bjargar þeim fyrir hönd alls mannkyns. Þegar allt kemur til alls, skilar hvalurinn ávinningi í hafsvæði allra landa sem hann heimsækir. Allar þjóðir njóta góðs af hlutverki hvalanna gegn loftslagsbreytingum. Sagt er að þegar við sjáum ljósið getum við ekki lengur dvalið í myrkrinu. Við vitum sem er að hvalirnir eru mikilvægir hafinu og mannkyninu og þess vegna getum við ekki haldið áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað og látið eins og ekkert sé. Við stöndum á tímamótum þar sem loftslagshamfarir blasa við. Það er okkar hlutverk að vernda jörðina okkar, veita henni tækifæri til þess að jafna sig og taka stefnuna í átt að betri framtíð. Þar getur Ísland gengið fram með góðu fordæmi. Stöðvun hvalveiða er mikilvægur liður í því. Vel gert, íslenska þjóð. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi yfirmaður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Ísland fyrir að stöðva hvalveiðar í sumar og koma þannig í veg fyrir dráp á 150 langreyðum. Með þessari ákvörðun tekur þjóðin afstöðu með umhverfinu. Ekki er einungis um að ræða sigur fyrir hvalina, heldur fyrir hafið, fyrir umhverfið, fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum og mannkynið allt. Hvalir eru hluti náttúrunnar sem er nauðsynleg til þess að viðhalda lífi mannkyns.Hvalir gegna lykilhlutverki þegar kemur að heilbrigði sjávar og án þeirra höfum við hvorki heilbrigt haf né getum við lifað af. Hafið getur náð sér aftur, en einungis ef líffræðileg fjölbreytni er höfð í forgrunni. Hvalirnir eru prófsteinn á okkur og verndun hafsins. Á árum áður héldu milljónir hvala til í hafinu. Hafið dafnaði vel og sömuleiðis við. Nú vitum við sem eraðlangreyðar binda kolefni. Með því að halda hvölunum 150 á lífi hefur Ísland komið í veg fyrir kolefnislosun í andrúmsloftið sem því nemur. Efnahagslegt virði þess er nálægt 700 þúsund bandaríkjadölum (sem eru um það bil 92 milljónir íslenskra króna) í kolefnisbindingu og allt að 500 milljónir bandaríkjadala (ca 66 milljarðar íslenskra króna) ef tekið er tillit til æviframlags 150 langreyða til kolefnisbindingar í umhverfi sjávar. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að stöðva veiðarnar hefur verið gagnrýnd af ýmsum aðilum út frá meðalhófsreglunni í íslenskum lögum. En réttmætu markmiði að vernda hvali, heilbrigði sjávar og loftslagið er ekki hægt að ná öðruvísi en að einfaldlega koma í veg fyrir dráp á þeim. Auk þess er ávinningurinn af því að vernda hvali mun meiri en allt það sem fengið er með því að drepa þá. Því er þessi ákvörðun Íslands ekki einungis réttlætanleg heldur nauðsynleg. Bann Íslands við veiðum á þessum hvölum bjargar þeim fyrir hönd alls mannkyns. Þegar allt kemur til alls, skilar hvalurinn ávinningi í hafsvæði allra landa sem hann heimsækir. Allar þjóðir njóta góðs af hlutverki hvalanna gegn loftslagsbreytingum. Sagt er að þegar við sjáum ljósið getum við ekki lengur dvalið í myrkrinu. Við vitum sem er að hvalirnir eru mikilvægir hafinu og mannkyninu og þess vegna getum við ekki haldið áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað og látið eins og ekkert sé. Við stöndum á tímamótum þar sem loftslagshamfarir blasa við. Það er okkar hlutverk að vernda jörðina okkar, veita henni tækifæri til þess að jafna sig og taka stefnuna í átt að betri framtíð. Þar getur Ísland gengið fram með góðu fordæmi. Stöðvun hvalveiða er mikilvægur liður í því. Vel gert, íslenska þjóð. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi yfirmaður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar