Eurovision-sigurvegarinn Toto Cutugno látinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 15:38 Cutugno á tónleikum í Ungverjalandi árið 2016. EPA Salvatore „Toto“ Cutugno, sem vann Eurovision söngvakeppnina árið 1990, er látinn áttræður að aldri. Hann söng lagið „Insieme: 1992“ sem fjallar um sameinaða Evrópu. Cutugno lést á þriðjudag á San Raffaele spítalanum í Mílanó. Banamein hans var krabbamein í blöðruhálskirtli sem hann hafði barist við um langt skeið. Hann var fæddur í bænum Fosdinovo í Toskana héraði árið 1943 og byrjaði sinn tónlistarferil 19 ára gamall, sem trymbill í hljómsveitinni Toto e i Tati. Seinna stofnaði hann diskóbandið Albatros. Með Albatros tók Cutugno fyrst þátt í Sanremo, tónlistarkeppninni þekktu, árið 1976 og hafnaði í þriðja sæti. En Sanremo hefur margsinnis verið notuð sem forkeppni Ítala í Eurovision. Árið 1978 hóf Cutugno sólóferil sem gekk vel og árið 1980 vann hann Sanremo keppnina með laginu „Solo noi“. Hann náði hins vegar fyrst frægð út fyrir landsteinana árið 1983 með laginu „L´Italiano.“ Cutugno var raðkeppandi í Sanremo og söng alls 15 sinnum, síðast árið 2010. Tapaði Sanremo en vann Eurovision Árið 1990 bauðst Cutugno að taka þátt í Eurovision keppninni, sem haldin var í júgóslavnesku borginni Zagreb, eftir að sigurvegarar Sanremo neituðu að taka þátt. Cutugno hafði þá hafnað í öðru sæti með lagið „Insieme: 1992“ sem er óður til Evrópusamstarfsins. Maastricht sáttmáli Evrópusambandsins var undirritaður árið 1992 sem titill lagsins vísar til. Skemmst er frá því að segja að Cutugno vann keppnina fyrir Ítalíu með 149 stigum á meðan Frakkland og Írland höfnuðu í öðru sæti með 132 og Ísland í fjórða sæti með 124. En það var Stjórnin sem söng „Eitt lag enn“ þetta ár. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, minntist Cutugno á samfélagsmiðlum eftir að andlátið var tilkynnt. „Far vel Toto Cutugno, sannur Ítali,“ sagði hún. Eurovision Ítalía Andlát Evrópusambandið Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Cutugno lést á þriðjudag á San Raffaele spítalanum í Mílanó. Banamein hans var krabbamein í blöðruhálskirtli sem hann hafði barist við um langt skeið. Hann var fæddur í bænum Fosdinovo í Toskana héraði árið 1943 og byrjaði sinn tónlistarferil 19 ára gamall, sem trymbill í hljómsveitinni Toto e i Tati. Seinna stofnaði hann diskóbandið Albatros. Með Albatros tók Cutugno fyrst þátt í Sanremo, tónlistarkeppninni þekktu, árið 1976 og hafnaði í þriðja sæti. En Sanremo hefur margsinnis verið notuð sem forkeppni Ítala í Eurovision. Árið 1978 hóf Cutugno sólóferil sem gekk vel og árið 1980 vann hann Sanremo keppnina með laginu „Solo noi“. Hann náði hins vegar fyrst frægð út fyrir landsteinana árið 1983 með laginu „L´Italiano.“ Cutugno var raðkeppandi í Sanremo og söng alls 15 sinnum, síðast árið 2010. Tapaði Sanremo en vann Eurovision Árið 1990 bauðst Cutugno að taka þátt í Eurovision keppninni, sem haldin var í júgóslavnesku borginni Zagreb, eftir að sigurvegarar Sanremo neituðu að taka þátt. Cutugno hafði þá hafnað í öðru sæti með lagið „Insieme: 1992“ sem er óður til Evrópusamstarfsins. Maastricht sáttmáli Evrópusambandsins var undirritaður árið 1992 sem titill lagsins vísar til. Skemmst er frá því að segja að Cutugno vann keppnina fyrir Ítalíu með 149 stigum á meðan Frakkland og Írland höfnuðu í öðru sæti með 132 og Ísland í fjórða sæti með 124. En það var Stjórnin sem söng „Eitt lag enn“ þetta ár. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, minntist Cutugno á samfélagsmiðlum eftir að andlátið var tilkynnt. „Far vel Toto Cutugno, sannur Ítali,“ sagði hún.
Eurovision Ítalía Andlát Evrópusambandið Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira