DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 09:02 Leonardo DiCaprio er þekktur umhverfisverndarsinni. Hann hefur meðal annars verið ötull málsvari gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Vísir Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. Í færslunni vekur DiCaprio athygli á að tímabundið bann sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lagði við hvalveiðum í júní renni út um mánaðamótin. Ráðherrann tók ákvörðunina um bannið eftir að fagráð komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd hvalveiða við landið samræmdist ekki lögum um velferð dýra. „Íslenska ríkisstjórnin ætti að styðja vilja meirihluta Íslendinga sem vill núna stöðva hvalveiðar að eilífu,“ skrifar leikarinn til milljóna fylgjenda sinna. Ákall DiCaprio til íslenskra stjórnvalda birtist í svonefndu „story“ á Instagram.Skjáskot af Instagram Vísar DiCaprio til fréttar breska blaðsins The Guardian frá því í júní. Í henni er vísað í skoðanakönnun Maskínu frá því í byrjun júní sem benti til þess að rétt rúmur meirihluti væri andsnúinn hvalveiðum. Önnur könnun Maskínu, sem var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök, sýndi að 42 prósent væru andsnúin hvalveiðum í gær. Svandís hefur ekki gefið út hvort hún ætli að framlengja bannið eða leyfa veiðar þegar tímabundna bannið rennur út á föstudag. Starfshópur, sem hún skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum í skýrslu sem var birt í gær. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Bann Svandísar hefur valdið mikilli togstreitu innan ríkisstjórnarinnar en sjálfstæðismenn hafa verið sérstaklega ósáttir við ákvörðunina. Teitur Björn Einarsson, þingmaður flokksins og fulltrúi í atvinnuveganefnd þingsins, sagði í gær að ef bannið yrði framlengt hefði það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Þá boðaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, að vantrausti yrði lýst á Svandísi ef hún sneri ekki banninu við. DiCaprio er ekki fyrsta erlenda stórstjarnan sem vekur athygli á hvalveiðimálum á Íslandi í sumar. Bandaríski leikarinn Jason Momoa hvatti fylgjendur sína til þess að mótmæla hvalveiðum Íslendinga í maí og stjórnvöld til þess að framlengja bannið nú í síðustu viku. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Hollywood Tengdar fréttir Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Í færslunni vekur DiCaprio athygli á að tímabundið bann sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lagði við hvalveiðum í júní renni út um mánaðamótin. Ráðherrann tók ákvörðunina um bannið eftir að fagráð komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd hvalveiða við landið samræmdist ekki lögum um velferð dýra. „Íslenska ríkisstjórnin ætti að styðja vilja meirihluta Íslendinga sem vill núna stöðva hvalveiðar að eilífu,“ skrifar leikarinn til milljóna fylgjenda sinna. Ákall DiCaprio til íslenskra stjórnvalda birtist í svonefndu „story“ á Instagram.Skjáskot af Instagram Vísar DiCaprio til fréttar breska blaðsins The Guardian frá því í júní. Í henni er vísað í skoðanakönnun Maskínu frá því í byrjun júní sem benti til þess að rétt rúmur meirihluti væri andsnúinn hvalveiðum. Önnur könnun Maskínu, sem var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök, sýndi að 42 prósent væru andsnúin hvalveiðum í gær. Svandís hefur ekki gefið út hvort hún ætli að framlengja bannið eða leyfa veiðar þegar tímabundna bannið rennur út á föstudag. Starfshópur, sem hún skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum í skýrslu sem var birt í gær. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Bann Svandísar hefur valdið mikilli togstreitu innan ríkisstjórnarinnar en sjálfstæðismenn hafa verið sérstaklega ósáttir við ákvörðunina. Teitur Björn Einarsson, þingmaður flokksins og fulltrúi í atvinnuveganefnd þingsins, sagði í gær að ef bannið yrði framlengt hefði það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Þá boðaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, að vantrausti yrði lýst á Svandísi ef hún sneri ekki banninu við. DiCaprio er ekki fyrsta erlenda stórstjarnan sem vekur athygli á hvalveiðimálum á Íslandi í sumar. Bandaríski leikarinn Jason Momoa hvatti fylgjendur sína til þess að mótmæla hvalveiðum Íslendinga í maí og stjórnvöld til þess að framlengja bannið nú í síðustu viku.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Hollywood Tengdar fréttir Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03