Borgarlína sé öllum fyrir bestu Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2023 08:19 Brent Toderian, fyrrverandi skipulagsstjóri Vancouver, og Maria Vassilakou, fyrrverandi varaborgarstjóri í Vínarborg, eru bæði þekktar stærðir í meðal spekúlanta í borgarskipulagi. Vísir/Arnar Tveir erlendir sérfræðingar í borgarskipulagi segjast sammála um það að Borgarlína sé frábært tækifæri fyrir Reykvíkinga að hætta að vera svona háðir einkabílnum. Gera þurfi þó almenningssamgöngur meira aðlaðandi. Brent Toderian og Maria Vassilakou koma frá Kanada og Austurríki og starfa bæði við að aðstoða borgir um allan heim við borgarskipulag. Þau voru bæði tvö hluti af málþingi sem fram fór í dag á vegum Betri samgangna um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða. Er þetta í annað sinn sem þau koma hingað til lands og kynna sér Reykjavík og borgarskipulagið. María segir það ljóst að Reykvíkingar séu afar háðir einkabílnum enda sé borgin hönnuð fyrir þá. „Þegar borgir eru skipulagðar út frá bílum kemur það niður á opinberu rými. Litlu rými er úthlutað þar sem fólk getur hist og notið útiveru. Breytingar sem þarf að gera á Reykjavík snúast um að skapa almannarými,“ segir María. Eru þau bæði sammála um það að gera þurfi borgina aðgengilegri fyrir þá sem kjósa að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur. Þá þurfi að gera almenningssamgöngur meira aðlaðandi. „Borgarlínan er frábært tækifæri og hugmynd. Stjórnendur margra borga eru að átta sig á því hve öflugir strætisvagnar eru og hvernig þeir stuðla að breytingum. Strætisvagnar njóta ekki nægrar virðingar því þeir teljast vart nógu spennandi. En þeir eru öflugir til fólksflutninga, einkum ef kerfið er skilvirkt og þeir fá nægilegt rými svo þá megi starfrækja með sem bestum hætti. Borgarlínan mun því skipta sköpum fyrir Reykjavík,“ segir Brent. Þá þurfi Reykvíkingar ekki endilega að hætta að keyra sjálfir. „Þótt bílarnir séu veikleiki Reykjavíkur eins og reyndin er í mörgum borgum er verkefnið ekki sett til höfuðs bílum. Við vitum jú að ef allir keyra kemst enginn leiðar sinnar. Það er öllum fyrir bestu, þar með talið bílstjóra, að göngur, hljólreiðar og almenningssamgöngur séu aðlagandi valkostur,“ segir Brent. Borgarlína Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Brent Toderian og Maria Vassilakou koma frá Kanada og Austurríki og starfa bæði við að aðstoða borgir um allan heim við borgarskipulag. Þau voru bæði tvö hluti af málþingi sem fram fór í dag á vegum Betri samgangna um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða. Er þetta í annað sinn sem þau koma hingað til lands og kynna sér Reykjavík og borgarskipulagið. María segir það ljóst að Reykvíkingar séu afar háðir einkabílnum enda sé borgin hönnuð fyrir þá. „Þegar borgir eru skipulagðar út frá bílum kemur það niður á opinberu rými. Litlu rými er úthlutað þar sem fólk getur hist og notið útiveru. Breytingar sem þarf að gera á Reykjavík snúast um að skapa almannarými,“ segir María. Eru þau bæði sammála um það að gera þurfi borgina aðgengilegri fyrir þá sem kjósa að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur. Þá þurfi að gera almenningssamgöngur meira aðlaðandi. „Borgarlínan er frábært tækifæri og hugmynd. Stjórnendur margra borga eru að átta sig á því hve öflugir strætisvagnar eru og hvernig þeir stuðla að breytingum. Strætisvagnar njóta ekki nægrar virðingar því þeir teljast vart nógu spennandi. En þeir eru öflugir til fólksflutninga, einkum ef kerfið er skilvirkt og þeir fá nægilegt rými svo þá megi starfrækja með sem bestum hætti. Borgarlínan mun því skipta sköpum fyrir Reykjavík,“ segir Brent. Þá þurfi Reykvíkingar ekki endilega að hætta að keyra sjálfir. „Þótt bílarnir séu veikleiki Reykjavíkur eins og reyndin er í mörgum borgum er verkefnið ekki sett til höfuðs bílum. Við vitum jú að ef allir keyra kemst enginn leiðar sinnar. Það er öllum fyrir bestu, þar með talið bílstjóra, að göngur, hljólreiðar og almenningssamgöngur séu aðlagandi valkostur,“ segir Brent.
Borgarlína Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira