Segir Vinstri græn hafa gert brotthvarf sitt að skilyrði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 18:38 Jón Gunnarsson þegar hann kvaddi dómsmálaráðuneytið í júní. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna hafi gert kröfu um það að hann viki úr ríkisstjórn gegn því að verja hann gegn vantrauststillögu sem lögð var fram á þingi í vor. Hann segist ekki ætla að vera meðsekur með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra í hvalveiðimálinu og telur hana hafa gerst brotlega við lög. Jón var gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar segir hann Vinstri græn skorta heilindi en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jóni sem dómsmálaráðherra í júní síðastliðnum, en boðað hafði verið að hún myndi taka við af honum átján mánuðum eftir að ríkisstjórn var mynduð. Jón segir í hlaðvarpinu að þegar stjórnarandstaðan hafi lagt fram vantrauststillögu gegn honum á Alþingi í lok mars hafi Vinstri græn ekki verið tilbúin til að styðja hann nema með miklum trega. Hann segist sjálfur alltaf meta forsendur fyrir slíkri tillögu. „Ég fékk nú á mig vantrauststillögu í vor og heilmiklar yfirlýsingar um það að ég væri búinn að brjóta lög og á grundvelli þess var borin á mig vantrauststillaga,“ segir Jón. „Og samstarfsflokkarnir, meðal annars Vinstri græn, sem að Svandís er nú í, þau, með miklum trega, vörðu mig gagnvart þessu vantrausti og sögðu mér að það væri nú ekkert sjálfsagt að þau væru að gera það. Það voru bara skilaboðin sem að ég fékk beint frá þeim. Og mér var sagt það að þau hafi sett það sem skilyrði að ef að ég yrði varinn þessu vantrausti af þeirra hálfu að þá yrði ég að víkja úr ríkisstjórninni í vor.“ Vinstri græn hafi ekki starfað af heilindum Jón segir að þegar ráðherra gerist sekur um að brjóta gegn stjórnarskrá, sé það sjálfsagt að viðkomandi ráðherra víki. Hann segir allt benda til þess að Svandís hafi gerst brotleg við lög. Sjálfur telur hann sig ekki hefði komist upp með slík vinnubrögð. Hann segist ekki ætla að taka ábyrgð á vegferð Svandísar í hvalveiðimálinu. Þá segir Jón að Vinstri græn hafi sýnt óheilindi í stjórnarsamstarfinu á þessu kjörtímabili. „Ég var nú í eitt ár í samningaviðræðum við Vinstri græn um afgreiðslu útlendingalaganna, þar sem mér eiginlega sveið mest í samstarfi við þau á þessu kjörtímabili, sem ég held að hafi verið svolítil nýlunda, að það er að mér finnst skorta heilindi og mér fannst það öfugmæli þegar forsætisráðherra kom í fjölmiðla um daginn og sagði að þau störfuðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi af heilindum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Jón var gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar segir hann Vinstri græn skorta heilindi en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jóni sem dómsmálaráðherra í júní síðastliðnum, en boðað hafði verið að hún myndi taka við af honum átján mánuðum eftir að ríkisstjórn var mynduð. Jón segir í hlaðvarpinu að þegar stjórnarandstaðan hafi lagt fram vantrauststillögu gegn honum á Alþingi í lok mars hafi Vinstri græn ekki verið tilbúin til að styðja hann nema með miklum trega. Hann segist sjálfur alltaf meta forsendur fyrir slíkri tillögu. „Ég fékk nú á mig vantrauststillögu í vor og heilmiklar yfirlýsingar um það að ég væri búinn að brjóta lög og á grundvelli þess var borin á mig vantrauststillaga,“ segir Jón. „Og samstarfsflokkarnir, meðal annars Vinstri græn, sem að Svandís er nú í, þau, með miklum trega, vörðu mig gagnvart þessu vantrausti og sögðu mér að það væri nú ekkert sjálfsagt að þau væru að gera það. Það voru bara skilaboðin sem að ég fékk beint frá þeim. Og mér var sagt það að þau hafi sett það sem skilyrði að ef að ég yrði varinn þessu vantrausti af þeirra hálfu að þá yrði ég að víkja úr ríkisstjórninni í vor.“ Vinstri græn hafi ekki starfað af heilindum Jón segir að þegar ráðherra gerist sekur um að brjóta gegn stjórnarskrá, sé það sjálfsagt að viðkomandi ráðherra víki. Hann segir allt benda til þess að Svandís hafi gerst brotleg við lög. Sjálfur telur hann sig ekki hefði komist upp með slík vinnubrögð. Hann segist ekki ætla að taka ábyrgð á vegferð Svandísar í hvalveiðimálinu. Þá segir Jón að Vinstri græn hafi sýnt óheilindi í stjórnarsamstarfinu á þessu kjörtímabili. „Ég var nú í eitt ár í samningaviðræðum við Vinstri græn um afgreiðslu útlendingalaganna, þar sem mér eiginlega sveið mest í samstarfi við þau á þessu kjörtímabili, sem ég held að hafi verið svolítil nýlunda, að það er að mér finnst skorta heilindi og mér fannst það öfugmæli þegar forsætisráðherra kom í fjölmiðla um daginn og sagði að þau störfuðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi af heilindum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira