Var nýmættur til Hong Kong þegar fellibylurinn skall á Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2023 19:11 Óttar Ómarsson er staddur í Hong Kong sem skiptinemi. Einn er látinn eftir að fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína. Íslenskur skiptinemi í Hong Kong segist aldrei hafa séð annað eins veður og síðastliðna nótt. Allt sem ekki var fest niður með keðju hafi flogið af stað, meira að segja tré. Fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína í gær og síðastliðna nótt. Gefin var út svokölluð T10 viðvörun vegna hans en um er að ræða hæstu viðvörun kínverskra yfirvalda vegna fellibylja. Óttar Ómarsson er skiptinemi við Polytechnic-háskólann í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong sem er á suðausturströndinni. Hann kom til borgarinnar á mánudaginn og því ekki búinn með fyrstu vikuna þegar bylurinn skall á. Klippa: Veðurofsi „Í gærkvöldi þá fór maður virkilega að sjá tré fljúga út um allt, enginn var á vappi. Eina sem maður sá voru sjúkrabílar að fara á milli. Allt sem var ekki fest með keðju eða reipi, það var bara á flugi um bæinn allan. Sérstaklega tré,“ segir Óttar. Allt það besta í búðinni klárað Hann er búsettur á sextándu hæð í blokk og fann vel fyrir því þegar vindurinn skall á húsinu. Sem betur fer brotnaði þó enginn gluggi en nemendur skólans höfðu verið varaðir við því. Svona leit borgin út í morgun eftir fellibylinn.Óttar Ómarsson „Svo var okkur sagt að fara að kaupa í matinn daginn áður, svipað eins og þetta var í Covid. Þá forum við á fimmtudagskvöld og það var alveg pakkað í búðunum. Tvö hundruð manna raðir og allir ávextirnir búnir. Það var reyndar nóg af klósettpappír. En allir núðlupakkarnir voru búnir, góðu „dumplings-arnir“ og bananarnir voru búnir. Ég var mjög leiður yfir því. Svo hamstrar maður í rauninni og gerir það sem manni var sagt,“ segir Óttar. Einhver tré höfðu verið rifin upp með rótum.Óttar Ómarsson Byggingin hreyfðist Honum tókst að sofa ágætlega í nótt þrátt fyrir að hafa vaknað nokkrum sinnum. „Maður hugsaði alveg, vó getur byggingin ekki staðist. Hún var smá að hreyfast. En það gerðist ekkert. Ég vaknaði einu sinni eða tvisvar. Maður dottaði aðeins en þetta var verst um miðja nótt,“ segir Óttar. Kína Íslendingar erlendis Hong Kong Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína í gær og síðastliðna nótt. Gefin var út svokölluð T10 viðvörun vegna hans en um er að ræða hæstu viðvörun kínverskra yfirvalda vegna fellibylja. Óttar Ómarsson er skiptinemi við Polytechnic-háskólann í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong sem er á suðausturströndinni. Hann kom til borgarinnar á mánudaginn og því ekki búinn með fyrstu vikuna þegar bylurinn skall á. Klippa: Veðurofsi „Í gærkvöldi þá fór maður virkilega að sjá tré fljúga út um allt, enginn var á vappi. Eina sem maður sá voru sjúkrabílar að fara á milli. Allt sem var ekki fest með keðju eða reipi, það var bara á flugi um bæinn allan. Sérstaklega tré,“ segir Óttar. Allt það besta í búðinni klárað Hann er búsettur á sextándu hæð í blokk og fann vel fyrir því þegar vindurinn skall á húsinu. Sem betur fer brotnaði þó enginn gluggi en nemendur skólans höfðu verið varaðir við því. Svona leit borgin út í morgun eftir fellibylinn.Óttar Ómarsson „Svo var okkur sagt að fara að kaupa í matinn daginn áður, svipað eins og þetta var í Covid. Þá forum við á fimmtudagskvöld og það var alveg pakkað í búðunum. Tvö hundruð manna raðir og allir ávextirnir búnir. Það var reyndar nóg af klósettpappír. En allir núðlupakkarnir voru búnir, góðu „dumplings-arnir“ og bananarnir voru búnir. Ég var mjög leiður yfir því. Svo hamstrar maður í rauninni og gerir það sem manni var sagt,“ segir Óttar. Einhver tré höfðu verið rifin upp með rótum.Óttar Ómarsson Byggingin hreyfðist Honum tókst að sofa ágætlega í nótt þrátt fyrir að hafa vaknað nokkrum sinnum. „Maður hugsaði alveg, vó getur byggingin ekki staðist. Hún var smá að hreyfast. En það gerðist ekkert. Ég vaknaði einu sinni eða tvisvar. Maður dottaði aðeins en þetta var verst um miðja nótt,“ segir Óttar.
Kína Íslendingar erlendis Hong Kong Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira