140 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í ágúst Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2023 13:02 Um 120 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í júlí og um 140 þúsund í nýliðnum ágústmánuði. Gunnlaugur Róbertsson Um 120 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í júlí og um 140 þúsund í nýliðnum ágústmánuði. Þjóðgarðsvörður segir ekki uppselt á staðinn en oft sé þröngt þar á þingi. Starfsfólk suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs hefur haft meira en nóg að gera í sumar við að þjóna ferðamönnum en sjaldan eða aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið eins og í Skaftafelli og á Jökulsárlóni. 120 þúsund gestir komu til dæmis á Jökulsárlón í júlí og um 140 þúsund í ágúst. Þrátt fyrir allan þennan fjölda segir Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs með aðsetur á Höfn, að starfsemin hafi gengið ótrúlega vel í sumar. „Já, það hefur gengiðrosalega vel. Fólk er almennt kurteist og eru hérna til að skoða þessa frábæru náttúru, sem er í Vatnajökulsþjóðgarði. Allir eru mjög opnir fyrir fræðslu frá landvörðum og fræðslugöngur með landvörðum hafa verið mjög vel sóttar hjá okkur þannig að það eru bara allir komnir til að hafa gaman,” segir Steinunn Hödd. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, sem er mjög ánægð með hvað sumarið hefur gengið vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrr í sumar hófst gjaldtaka á bílastæðinu við Jökulsárlón. Hvernig hefur það komið út? „Það hefur gengið rosalega vel og engin stór vandamál, sem hafa komið upp. Gestirnir okkar eru yfirhöfuð tilbúnir til að borga fyrir þessa þjónustu, sem er í formi landvörslu, fræðslu, bílastæði og salerni, þannig að það hefur bara gengið ofboðslega vel.” Er uppselt á Jökulsárlón eða er hægt að taka endalaust við fólki þar? „Það er kannski ekki uppselt en það er orðið svolítið þröngt á þingi þarna yfir sumartímann en með haustinu fer aðeins að fækka.” Steinunn Hödd segir að ekki sé uppselt á Jökulsárlón en þar sé þó oft þröngt á þingi.Gunnlaugur Róbertsson En hvernig leggst haustið og vetur í Steinunni Hödd og hennar starfsfólk? „Haustið leggst bara mjög vel í okkur. Þá breytist aðeins starfsemin í þjóðgarðinum því þá förum við meira í að taka á móti fólki, sem er að fara í íshellaferðir og jöklagöngu á bæði Breiðamerkurjökli og Falljökli. Þá breytist aðeins samsetning gestanna og fækkar aðeins en verkefni landvarða og starfsfólksins eru alltaf þau sömu eða að standa vörð um náttúruna og passa að allir gangi vel um svæðið okkar,” segir Steinunn Hödd. Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Starfsfólk suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs hefur haft meira en nóg að gera í sumar við að þjóna ferðamönnum en sjaldan eða aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið eins og í Skaftafelli og á Jökulsárlóni. 120 þúsund gestir komu til dæmis á Jökulsárlón í júlí og um 140 þúsund í ágúst. Þrátt fyrir allan þennan fjölda segir Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs með aðsetur á Höfn, að starfsemin hafi gengið ótrúlega vel í sumar. „Já, það hefur gengiðrosalega vel. Fólk er almennt kurteist og eru hérna til að skoða þessa frábæru náttúru, sem er í Vatnajökulsþjóðgarði. Allir eru mjög opnir fyrir fræðslu frá landvörðum og fræðslugöngur með landvörðum hafa verið mjög vel sóttar hjá okkur þannig að það eru bara allir komnir til að hafa gaman,” segir Steinunn Hödd. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, sem er mjög ánægð með hvað sumarið hefur gengið vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrr í sumar hófst gjaldtaka á bílastæðinu við Jökulsárlón. Hvernig hefur það komið út? „Það hefur gengið rosalega vel og engin stór vandamál, sem hafa komið upp. Gestirnir okkar eru yfirhöfuð tilbúnir til að borga fyrir þessa þjónustu, sem er í formi landvörslu, fræðslu, bílastæði og salerni, þannig að það hefur bara gengið ofboðslega vel.” Er uppselt á Jökulsárlón eða er hægt að taka endalaust við fólki þar? „Það er kannski ekki uppselt en það er orðið svolítið þröngt á þingi þarna yfir sumartímann en með haustinu fer aðeins að fækka.” Steinunn Hödd segir að ekki sé uppselt á Jökulsárlón en þar sé þó oft þröngt á þingi.Gunnlaugur Róbertsson En hvernig leggst haustið og vetur í Steinunni Hödd og hennar starfsfólk? „Haustið leggst bara mjög vel í okkur. Þá breytist aðeins starfsemin í þjóðgarðinum því þá förum við meira í að taka á móti fólki, sem er að fara í íshellaferðir og jöklagöngu á bæði Breiðamerkurjökli og Falljökli. Þá breytist aðeins samsetning gestanna og fækkar aðeins en verkefni landvarða og starfsfólksins eru alltaf þau sömu eða að standa vörð um náttúruna og passa að allir gangi vel um svæðið okkar,” segir Steinunn Hödd.
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira