Keppa við Evrópubúa í iðn- og verkgreinum Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2023 16:03 Íslendingarnir sem fóru til Gdansk í Póllandi ásamt Georgi Páli Skúlasyni, formanni Verkiðnar / Skills Iceland og Sigurði Borgari Ólafssyni, liðsstjóra. Ellefu Íslendingar taka nú þátt í Euroskills, sem er Evrópumót iðn-, verk- og tæknigreina sem fer fram í Gdansk í Póllandi þessa dagana. Mótið er haldið annað hvert ár en aldrei hafa fleiri Íslendingar tekið þátt. Euroskills veðrur sett með opnunarhátíð í kvöld og hefjast leikar svo á morgun. Þeir standa yfir fram á föstudag og verður lokaathöfn og verðlaunaafhending haldin á laugardaginn, 9. september. Á síðasta Evrópumóti unnu Íslendingar til silfurverðlauna í rafeindavirkjun en það mót var haldið í Búdapest í Ungverjalandi. Þeir sem keppa nú fyrir Íslandshönd báru sigur úr býtum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldið var í Laugardalshöll í mars. Alls keppa um sex hundruð manns frá 32 ríkjum í 42 greinum í Gdanks í ár. „Að taka þátt í Euroskills er mjög mikilvægt fyrir framþróun í iðnaði og ekki síður fyrir iðn -og verknám á Íslandi,“ segir Georg Páll Skúlason, formaður Verkiðnar eða Skills Iceland eins og samtökin heita á alþjóðavettvangi, í tilkynningu. Euroskills er haldin af WorldSkills Europe sem er hluti af alþjóðlegu WorldSkills hreyfingunni og hefur það að markmiði að kynna iðn- og verknám og möguleika þess. „Samtökin vinna markvisst með stjórnvöldum og iðnaði til að undirbúa samfélagið undir störf framtíðarinnar. Hvert þátttökuland keppist um að þróa færni sína í hverri grein og þátttaka í Euroskills stuðlar einnig að öflugri starfsþróun þeirra iðn- og verkgreinakennara sem taka þátt í þjálfun okkar efnilegu fulltrúa sem keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Georg Páll. Sigurður Borgar Ólafsson er liðsstjóri íslenska landsliðshópsins, en hann er útskrifaður framreiðslumaður og tók þátt í síðasta Euroskills sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi árið 2018. „Það er mikið stuð í hópnum og mikill spenningur að hefja leika á Euroskills hér í Gdansk. Þetta er mjög öflugur hópur, enda best í sínu fagi á Íslandi eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í sinni iðn- og verkgrein. Það er ekki mikilvægast að landa gullverðlaunum á Euroskills, heldur mikið frekar að vera ánægður og líða vel með að taka þátt. Koma síðan heim til Íslands með mikla reynslu og gott veganesti sem hægt er að miðla áfram,“ segir Sigurður Borgar. Hópurinn: Bakaraiðn - Finnur Guðberg Ívarsson, Hótel- og matvælaskólinn.Framreiðsla - Finnur Gauti Vilhelmsson, Hótel- og matvælaskólinn.Grafísk miðlun - Olivier Piotr Lis, Tækniskólinn.Hársnyrtiiðn - Irena Fönn Clemmensen, Verkmenntaskólinn á Akureyri.Iðnaðarstýringar - Benedikt Máni Finnsson, Tækniskólinn.Kjötiðn - Bríet Berndsen Ingvadóttir, Hótel- og matvælaskólinn.Matreiðsla - Hinrik Örn Halldórsson, Hótel- og matvælaskólinn.Pípulagnir - Kristófer Daði Kárason, Tækniskólinn.Rafeindavirkjun - Hlynur Karlsson, Tækniskólinn.Rafvirkjun - Przemyslaw Patryk Slota, Verkmenntaskóli Austurlands.Trésmíði – Van Huy Nguyen, Tækniskólinn. Íslendingar erlendis Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Euroskills veðrur sett með opnunarhátíð í kvöld og hefjast leikar svo á morgun. Þeir standa yfir fram á föstudag og verður lokaathöfn og verðlaunaafhending haldin á laugardaginn, 9. september. Á síðasta Evrópumóti unnu Íslendingar til silfurverðlauna í rafeindavirkjun en það mót var haldið í Búdapest í Ungverjalandi. Þeir sem keppa nú fyrir Íslandshönd báru sigur úr býtum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldið var í Laugardalshöll í mars. Alls keppa um sex hundruð manns frá 32 ríkjum í 42 greinum í Gdanks í ár. „Að taka þátt í Euroskills er mjög mikilvægt fyrir framþróun í iðnaði og ekki síður fyrir iðn -og verknám á Íslandi,“ segir Georg Páll Skúlason, formaður Verkiðnar eða Skills Iceland eins og samtökin heita á alþjóðavettvangi, í tilkynningu. Euroskills er haldin af WorldSkills Europe sem er hluti af alþjóðlegu WorldSkills hreyfingunni og hefur það að markmiði að kynna iðn- og verknám og möguleika þess. „Samtökin vinna markvisst með stjórnvöldum og iðnaði til að undirbúa samfélagið undir störf framtíðarinnar. Hvert þátttökuland keppist um að þróa færni sína í hverri grein og þátttaka í Euroskills stuðlar einnig að öflugri starfsþróun þeirra iðn- og verkgreinakennara sem taka þátt í þjálfun okkar efnilegu fulltrúa sem keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Georg Páll. Sigurður Borgar Ólafsson er liðsstjóri íslenska landsliðshópsins, en hann er útskrifaður framreiðslumaður og tók þátt í síðasta Euroskills sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi árið 2018. „Það er mikið stuð í hópnum og mikill spenningur að hefja leika á Euroskills hér í Gdansk. Þetta er mjög öflugur hópur, enda best í sínu fagi á Íslandi eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í sinni iðn- og verkgrein. Það er ekki mikilvægast að landa gullverðlaunum á Euroskills, heldur mikið frekar að vera ánægður og líða vel með að taka þátt. Koma síðan heim til Íslands með mikla reynslu og gott veganesti sem hægt er að miðla áfram,“ segir Sigurður Borgar. Hópurinn: Bakaraiðn - Finnur Guðberg Ívarsson, Hótel- og matvælaskólinn.Framreiðsla - Finnur Gauti Vilhelmsson, Hótel- og matvælaskólinn.Grafísk miðlun - Olivier Piotr Lis, Tækniskólinn.Hársnyrtiiðn - Irena Fönn Clemmensen, Verkmenntaskólinn á Akureyri.Iðnaðarstýringar - Benedikt Máni Finnsson, Tækniskólinn.Kjötiðn - Bríet Berndsen Ingvadóttir, Hótel- og matvælaskólinn.Matreiðsla - Hinrik Örn Halldórsson, Hótel- og matvælaskólinn.Pípulagnir - Kristófer Daði Kárason, Tækniskólinn.Rafeindavirkjun - Hlynur Karlsson, Tækniskólinn.Rafvirkjun - Przemyslaw Patryk Slota, Verkmenntaskóli Austurlands.Trésmíði – Van Huy Nguyen, Tækniskólinn.
Íslendingar erlendis Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira