Starfield: Stærsti leikur ársins er ekki sá besti en ég elska hann Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2023 08:47 Reikistjörnur Starfield eru fjölmargar en flestar eru þær frekar tómlegar, sem er svo sem raunverulegt. Bethesda Softworks Fárra leikja hefur verið beðið af jafn mikilli eftirvæntingu og Starfield. Það er fyrsti leikur fyrirtækisins Bethesda, sem eru þekktastir fyrir Fallout og Elder Scrolls leikina, sem gerist í nýjum söguheimi í nokkra áratugi. Ég er mjög ánægður með þennan leik en verð að viðurkenna að á köflum hefur hann verið óþolandi og margar ákvarðanir hafa verið teknar sem er ill skiljanlegar. Hann er gífurlega stór og það virðist sem spilarar hafi nóg fyrir stafni. Í söguheimi leiksins þurftu menn að yfirgefa jörðina í flýti og komu þeir sér meðal annars fyrir í Alpha Centauri sólkerfinu en þangað komu mennirnir fyrst árið 2156. Þeir hafa svo dreift sér frekar um Vetrarbrautina og skipt sér upp í hinar ýmsu fylkingar. Starfield setur spilara í geimgalla námuverkamanns sem rambar á mikla og merkilega uppgötvun í iðrum fjarlægrar reikistjörnu árið 2330. Spilarar flækjast svo inn í umfangsmikla atburðarrás, eða bara einbeita sér að hliðarverkefnum og gera bókstaflega allt annað. Það er líka hægt. Stærðarinnar leikur Það er hellingur af Fallout og Skyrim í Starfield en leikurinn er þó mun stærri en þeir báðir til samans. Þá er ég ekki að tala um ferkílómetra eða eitthvað slíkt. Starfield er bara stór. Það er alveg rosalega mikið um að vera og ég hef aldrei átt jafn erfitt með að halda mér við efnið. Án þess að ég telji mig vera að skemma eitthvað, þá gerist það mjög fljótt í leiknum að spilarar fá geimskip í hendurnar og vélmenni sem fylgir með því. Á leiðinni frá fyrstu reikistjörnu leiksins segir vélmennið, eins og ég væri að biðja þig um að koma við í búðinni á leiðinni heim, að við þurfum að stoppa smá í nærliggjandi geimstöð og þurrka þar út hóp geimræningja. Ég veit ekki hvort vélmennið hafi verið að fylgjast með en nokkrum mínútum áður hafði ég verið að vinna í námu. Nú á ég að fara einn og stráfella geimræningja í massavís. Ég gerði það reyndar og það var tiltölulega auðvelt en þetta fannst mér heldur mikið stökk. Bardagar í geimnum geta verið nokkuð skemmtilegir. Bethesda Softworks Angar af Firefly Forsvarsmenn Bethesda hafa lýst leiknum sem NASA-punk og er augljóslega reynt að fara ekki of langt í vísindaskáldskapnum. Það gerir mikið fyrir leikinn og ég fæ á köflum mjög mikinn keim af hinum frábæru þáttum Firefly í leiknum, sem er heldur betur jákvætt. Fylkingar leiksinsn líkjast meira að segja nokkuð mikið fylkingum Firefly. Það eru ríku nýlendurnar sem eru nýbúnar í stríði við fátækari nýlendurnar en þar búa mikið af kúrekum. Svo eru einhverjir ofsatrúamenn sem myrða allt sem á vegi þeirra verður. Ef þið þekkið Firefly vitið þið hvað ég er að tala um en þetta er svolítill útúrdúr Hefst yfirdrullið Eins og segir í fyrirsögninni, þá elska ég þennan leik. Þetta er þó leikur frá Bethesda og eðli málsins samkvæmt er ansi margt sem ég er tilbúinn til að drulla yfir í Starfield. Þetta gæti orðið langur kafli en ég vil byrja á notendaviðmótinu. Notendaviðmót Starfield er alveg hræðilegt og þá meina ég hræðilegt. Ég hata það svo mikið og sérstaklega þegar kemur að því að sem spilarar týna upp á ferð sinni um Vetrarbrautina. Ég er ekki frá því að ég hafi eytt meiri tíma í að flytja hluti á milli persóna og geymslna en að spila leikinn sjálfan, sem er gjörsamlega fáránleg hönnun. Þetta hefur alltaf verið vandamál með Bethesda leiki og ég hreinlega skil ekki hvernig þetta gerist alltaf aftur og fjandans aftur. Ferðalag spilara um Vetrarbrautina á sér að lang mestu stað á biðskjám.Bethesda Softworks Það er í alvörunni enn þannig að hver einasti lykill sem maður finnur, er sjáanlegur sem stakur hlutur í notendaviðmótinu. Sem er eins óþolandi og það getur mögulega verið, því maður finnur að minnsta kosti sjö þúsund lykla í þessum leik. PC spilarar geta moddað þetta seinna meir, en þessir moddar eru alltaf meðal þeirra vinsælustu í leikjum Bethesda, en ekki fólk sem spilar á Xbox. Þetta er einfaldlega óþolandi illa hannað og ég held að þetta lið gæti ekki hannað gott notendaviðmót þó líf þeirra lægju við. Ferðalög á biðskjám Þá komum við að ferðalögum í Starfield. Þau eru umdeild en að mínu mati má kenna forsvarsmönnum Bethesda um stóran hluta þeirra deilna sem hafa átt sér stað um þann hluta leiksins. Í auglýsingaherferðinni fyrir útgáfu Starfield var gefið í skyn að geimferðir væru ekki ósvipaðar No Man's Sky og Star Citizen. Það er að segja að spilarar gætu flogið um á skipum sínum og lent þeim hvar sem er. Það er tæknilega séð satt en nánast öll ferðalög eiga sér stað á biðskjám, þar sem maður velur hvert maður vill fara og leikurinn flytur mann þangað. Í milli tíðinni horfir maður á hálf tóman skjá, meðan tölvan hleður upp nýja svæðið. Það er ekki þannig séð mikið um geimflug í Starfield, nema í sérstökum köflum þar sem leikurinn vill geimbardaga. Margir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þetta og ég skil það að vissu leyti. En í stað þess að líkja Starfield við NMS og SC væri eðlilegra að líkja honum við Mass Effect-leikina og þá sérstaklega þann fyrsta. Þar er maður með sambærilegan ferðamáta, þar sem maður velur reikistjörnu og leikurinn fer með mann þangað. Svo fer maður um stórt svæði og finnur áhugaverða hluti og geimverur og menn til að myrða, eða ekki. Það er líka hægt að finna ekki neitt. Nokkrar borgir má finna í Starfield.Bethesda Softworks Einhverra hluta vegna eru engin smærri kort af svæðum Starfield. Ekki einu sinni borgum og öðrum byggðum bólum, sem er ótrúlega skrítið. Þessar borgir eru þó nokkuð skemmtilegar og þá sérstaklega borgin Neon. Hún stendur uppúr. Spilurum hjálpað lítið Þá kem ég að því hvað leikurinn er stór og flókinn. Hann er mögulega of stór og of flókinn. Inn í leiknum sjálfum eru fjölmörg kerfi sem erfitt getur verið að skilja og sérstaklega þar sem leikurinn hjálpar manni nánast ekkert. Spilarar geta búið til sín eigin geimskip. Ég hef séð fólk á netinu leika sér að búa til Millenium Falcon og önnur fræg geimskip í skipasmíðakerfi Starfield. Þetta virkar skemmtilegt en ég hef bara einu sinni reynt það. Sú tilraun endaði með því að ég F4-aði leikinn og fór í Civ 6. Starfield hjálpaði mér bókstaflega ekki rassgat. Í skipasmíðinni eru þó innri kerfi sem ég bara skil ekki hvernig virka og maður fær enga hjálp. Ég hef varla hugmynd um hvernig þetta virkar og manni er hreinlega ekki sagt það. Svipað er upp á teningnum þegar kemur að því að reisa bækistöðvar út í geimi. Það virkar brjálæðislega flókið og tímafrekt. Bækistöðvar í Fallout 4 voru mögulega einn allra versti hluti þessa leiks og mér sýnist mögulegt að það verði eitthvað svipað upp á teningnum núna. Möguleikarnir eru þó miklu meiri en í Fallout 4 og mismunandi reikistjörnur gefa þessu aukna fjölbreytni. Þetta gæti orðið áhugavert þegar maður kemst inn í þetta. Ég viðurkenni að ég þarf að skoða bækistöðvarnar betur. Mögulega er ég að vera ógeðslega heimskur en jafnvel þó ég hafi horft á heilu heimildarmyndirnar um hvernig þetta virkar á YouTube skil ég þetta ekki enn. Jú, ég er líklega að vera ógeðslega heimskur. Færri gallar en ég átti von á Því hafði verið haldið fram fyrir útgáfu Starfield að leikurinn innihéldi ekki mikið af göllum. Það er svei mér þá ekki fjarri lagi, svona miðað við aðra leiki Bethesdsa. Ég hef ekki rekist á marga og leikurinn hefur bara einu sinni „crashað“, svo ég muni til. Annars er mikið um smávægilega galla, fólk á borðum og annað, sem verður að teljast eðlilegt fyrir svo stóran leik. Ætti kannski ekki að gera það reyndar. Annars hef ég voða lítið að segja hér. Það eru gallar í leiknum en ekkert sem kemur mikið niður á honum. Lítur betur út Þar sem Starfield er svo stór hafa starfsmenn Bethesda þurft að halda aftur af grafíkinni. Leikurinn keyrir á nýrri útgáfu af gömlu kerfi Bethesda sem heitir Creation Engine 2 og óhætt er að segja að leikurinn líti mun betur út en fyrri leikir eins og Fallout 4, sem verður þó að teljast eðlilegt. Maður sér mikið af smáatriðum í umhverfi leiksins, sem maður er ekki vanur í Bethesda leikjum. Starfield er á flestum sviðum þegar kemur að grafík stærðarinnar uppfærsla frá þessum fyrri leikjum. Fólk sem hefur áhuga á að kafa dýpra í grafík Starfield getur horft á yfirferð Digital Foundry, þar sem menn vita hvað þeir eru að tala um, annað en hér. Frekar lengi að komast í gang Þá held ég að yfirdrullið sé búið. Næstum því. Starfield er lengi að komast í gang og ég gerði þau mistök að fara út af sporinu tiltölulega snemma og reyna að móta mína eigin leið. Það gekk illa og leiddi til mikils pirrings. Kallinn minn hafði ekki nægjanlega mikla hæfileika til að byggja bækistöðvar, fljúga geimskipum og berjast almennilega. Ég var alltaf með of mikið af drasli á mér, átti erfitt með að komast langar vegalengdir og dó oft. Ég var orðinn mjög reiður út í Starfield. Álit mitt á leiknum breyttist þó mjög þegar ég ákvað að hætta öllu rugli og fylgja megin sögunni alveg eftir. Ég hætti líka að taka upp allt sem var á líkum óvinna minna og allt sem á vegi mínum varð. Ég safnaði líka hæfileikum hraðar og geimfarinn minn varð betri og betri. Upplifunin var orðin allt önnur. Ég fór að skemmta mér konunglega og rambaði á þó nokkur mjög skemmtileg verkefni í leiknum, sem snúast ekki bara um að fara þangað og sækja þetta eða drepa hinn. Ég man ekki eftir að hafa rekist á aðra eins dýpt í verkefnum í öðrum leikjum Bethesda. Þá finnst mér þau skrifuð betur en áður, það er að segja að þau eru innihaldsríkari, áhugaverðari og það er meira púðri varið í hliðarpersónur. Eðli málsins samkvæmt er ég ekki búinn með leikinn enn. Ég er ekki einu sinni viss um að það sé hægt, þannig. Meðlimir hljómsveitarinnar Imagine Dragons voru einhverra hluta vegna fengnir til að semja nýtt lag um Starfield. Guðirnir einir vita af hverju. Endalaust að gera Það hvað leikurinn er stór er ekki einfaldlega galli. Það er líka mikill kostur, því það er endalaust hægt að finna sér eitthvað að gera í þessum leik. Það er til dæmis hægt að eyða heilu klukkutímunum í að vafra um á ónýtri jörðinni eða tunglinu, gerast geimræningi, fragflutningamaður, hausaveiðari eða bara brjálaður morðingi. Það er ekki hægt að drepa börn, sem mér finnst alltaf ákveðinn heigulsháttur en ég vil helst ekki tala um það opinberlega. Fallout 4 var ekki sérstaklega sterkur skotleikur en starfsmenn Bethesda virðast hafa girt sig í brók þar. Það ætti svo sem ekki að vera erfitt að betrumbæta skotfimini frá Fallout 4 en það hefur allavegar verið gert. Skotbardagar eru mun betri í Starfield. Vopnin eru sömuleiðis mjög fjölbreytt, vel hönnuð og jafnvel áhugaverð. Spilarar geta svo breytt þeim og bætt að vild og til að sniða vopnin að því hvernig þeir spila leikinn. Þetta virkar mjög vel. Samantekt-ish Jæja. Þetta varð allt of langt hjá mér og nú þarf að reyna að taka hugsanir mínar saman. Hvað skal segja? Svokallaðir „moddarar“ eru strax byrjaðir að laga helstu galla leiksins og munu án efa bæta við hann í gegnum árin, ef marka má reynslu af öðrum leikjum Bethesda eins og Fallout 4, Skyrim og jafnvel eldri leikjum, þar sem moddarar hafa gert heila aukapakka fyrir leikina. Ég get reyndar ekki beðið eftir því að notendaviðmót Starfield og þá sérstaklega það hvernig leikurinn tæklar „inventory“ verður tekið í gegn. Starfield er ekki fallegasti leikur í heimi, né sá besti. Hann er risa-, risastór, flókinn og heillengi að komast í gang. Ég elska hann samt og ég veit að ég er að fara að eyða allt, allt, allt of miklum tíma í þessum leik því hann er skemmtilegur. Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Immortals of Aveum: Erfitt að vera meira miðlungs Einn af framleiðendum Immortals of Aveum lýsti honum einu sinn sem Call of Duty með galdra og er hann kallaður „Fyrstu persónu galdraskotleikur“. Það er ekkert fjarri lagi en í leiknum setur maður sig í spor hermanns og galdramanns í dularfullum heimi þar sem ríki berjast í endalausu stríði um yfirráð yfir göldrum. 31. ágúst 2023 08:45 Baldur's Gate 3: Mögulega heimsins besti hlutverkaleikur Baldur‘s Gate 3 er líklega besti Dungeons & Dragons leikur sem gerður hefur verið. Spilun hans er einkar skemmtileg og fjölbreytt. Í fljótu bragði man ég ekki eftir að hafa upplifað annað eins frelsi við að leysa úr verkefnum leiks og drepa skrímsli og drullusokka. 29. ágúst 2023 11:13 Synapse: Hugarorkan ræður ríkjum í Sýndarveruleika Synapse, nýjasti sýndarveruleikaleikur PSVR2, sýnir mátt tækninnar gífurlega vel. Hann er hraður og skemmtilegur, þó hann geti verið einsleitur á köflum. Í Synapse fær maður að fleygja hlutum og óvinum til og frá með hugarorkunni, skjóta óvini með byssum eða sprengja þá í loft upp. 12. júlí 2023 08:45 Final Fantasy XVI: Guðir berjast í sjónrænu ævintýri Final Fantasy leikjaserían er ein þeirra elstu og vinsælustu í heimi. Nýjasti leikurinn, sem ber nafnið Final Fantasy XVI, er stútfullur af sjónrænum og skemmtilegum hasar. Bardagakerfi leiksins og hasarinn heldur leiknum á lofti, sem er á köflum frekar hægur. 29. júní 2023 09:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Ég er mjög ánægður með þennan leik en verð að viðurkenna að á köflum hefur hann verið óþolandi og margar ákvarðanir hafa verið teknar sem er ill skiljanlegar. Hann er gífurlega stór og það virðist sem spilarar hafi nóg fyrir stafni. Í söguheimi leiksins þurftu menn að yfirgefa jörðina í flýti og komu þeir sér meðal annars fyrir í Alpha Centauri sólkerfinu en þangað komu mennirnir fyrst árið 2156. Þeir hafa svo dreift sér frekar um Vetrarbrautina og skipt sér upp í hinar ýmsu fylkingar. Starfield setur spilara í geimgalla námuverkamanns sem rambar á mikla og merkilega uppgötvun í iðrum fjarlægrar reikistjörnu árið 2330. Spilarar flækjast svo inn í umfangsmikla atburðarrás, eða bara einbeita sér að hliðarverkefnum og gera bókstaflega allt annað. Það er líka hægt. Stærðarinnar leikur Það er hellingur af Fallout og Skyrim í Starfield en leikurinn er þó mun stærri en þeir báðir til samans. Þá er ég ekki að tala um ferkílómetra eða eitthvað slíkt. Starfield er bara stór. Það er alveg rosalega mikið um að vera og ég hef aldrei átt jafn erfitt með að halda mér við efnið. Án þess að ég telji mig vera að skemma eitthvað, þá gerist það mjög fljótt í leiknum að spilarar fá geimskip í hendurnar og vélmenni sem fylgir með því. Á leiðinni frá fyrstu reikistjörnu leiksins segir vélmennið, eins og ég væri að biðja þig um að koma við í búðinni á leiðinni heim, að við þurfum að stoppa smá í nærliggjandi geimstöð og þurrka þar út hóp geimræningja. Ég veit ekki hvort vélmennið hafi verið að fylgjast með en nokkrum mínútum áður hafði ég verið að vinna í námu. Nú á ég að fara einn og stráfella geimræningja í massavís. Ég gerði það reyndar og það var tiltölulega auðvelt en þetta fannst mér heldur mikið stökk. Bardagar í geimnum geta verið nokkuð skemmtilegir. Bethesda Softworks Angar af Firefly Forsvarsmenn Bethesda hafa lýst leiknum sem NASA-punk og er augljóslega reynt að fara ekki of langt í vísindaskáldskapnum. Það gerir mikið fyrir leikinn og ég fæ á köflum mjög mikinn keim af hinum frábæru þáttum Firefly í leiknum, sem er heldur betur jákvætt. Fylkingar leiksinsn líkjast meira að segja nokkuð mikið fylkingum Firefly. Það eru ríku nýlendurnar sem eru nýbúnar í stríði við fátækari nýlendurnar en þar búa mikið af kúrekum. Svo eru einhverjir ofsatrúamenn sem myrða allt sem á vegi þeirra verður. Ef þið þekkið Firefly vitið þið hvað ég er að tala um en þetta er svolítill útúrdúr Hefst yfirdrullið Eins og segir í fyrirsögninni, þá elska ég þennan leik. Þetta er þó leikur frá Bethesda og eðli málsins samkvæmt er ansi margt sem ég er tilbúinn til að drulla yfir í Starfield. Þetta gæti orðið langur kafli en ég vil byrja á notendaviðmótinu. Notendaviðmót Starfield er alveg hræðilegt og þá meina ég hræðilegt. Ég hata það svo mikið og sérstaklega þegar kemur að því að sem spilarar týna upp á ferð sinni um Vetrarbrautina. Ég er ekki frá því að ég hafi eytt meiri tíma í að flytja hluti á milli persóna og geymslna en að spila leikinn sjálfan, sem er gjörsamlega fáránleg hönnun. Þetta hefur alltaf verið vandamál með Bethesda leiki og ég hreinlega skil ekki hvernig þetta gerist alltaf aftur og fjandans aftur. Ferðalag spilara um Vetrarbrautina á sér að lang mestu stað á biðskjám.Bethesda Softworks Það er í alvörunni enn þannig að hver einasti lykill sem maður finnur, er sjáanlegur sem stakur hlutur í notendaviðmótinu. Sem er eins óþolandi og það getur mögulega verið, því maður finnur að minnsta kosti sjö þúsund lykla í þessum leik. PC spilarar geta moddað þetta seinna meir, en þessir moddar eru alltaf meðal þeirra vinsælustu í leikjum Bethesda, en ekki fólk sem spilar á Xbox. Þetta er einfaldlega óþolandi illa hannað og ég held að þetta lið gæti ekki hannað gott notendaviðmót þó líf þeirra lægju við. Ferðalög á biðskjám Þá komum við að ferðalögum í Starfield. Þau eru umdeild en að mínu mati má kenna forsvarsmönnum Bethesda um stóran hluta þeirra deilna sem hafa átt sér stað um þann hluta leiksins. Í auglýsingaherferðinni fyrir útgáfu Starfield var gefið í skyn að geimferðir væru ekki ósvipaðar No Man's Sky og Star Citizen. Það er að segja að spilarar gætu flogið um á skipum sínum og lent þeim hvar sem er. Það er tæknilega séð satt en nánast öll ferðalög eiga sér stað á biðskjám, þar sem maður velur hvert maður vill fara og leikurinn flytur mann þangað. Í milli tíðinni horfir maður á hálf tóman skjá, meðan tölvan hleður upp nýja svæðið. Það er ekki þannig séð mikið um geimflug í Starfield, nema í sérstökum köflum þar sem leikurinn vill geimbardaga. Margir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þetta og ég skil það að vissu leyti. En í stað þess að líkja Starfield við NMS og SC væri eðlilegra að líkja honum við Mass Effect-leikina og þá sérstaklega þann fyrsta. Þar er maður með sambærilegan ferðamáta, þar sem maður velur reikistjörnu og leikurinn fer með mann þangað. Svo fer maður um stórt svæði og finnur áhugaverða hluti og geimverur og menn til að myrða, eða ekki. Það er líka hægt að finna ekki neitt. Nokkrar borgir má finna í Starfield.Bethesda Softworks Einhverra hluta vegna eru engin smærri kort af svæðum Starfield. Ekki einu sinni borgum og öðrum byggðum bólum, sem er ótrúlega skrítið. Þessar borgir eru þó nokkuð skemmtilegar og þá sérstaklega borgin Neon. Hún stendur uppúr. Spilurum hjálpað lítið Þá kem ég að því hvað leikurinn er stór og flókinn. Hann er mögulega of stór og of flókinn. Inn í leiknum sjálfum eru fjölmörg kerfi sem erfitt getur verið að skilja og sérstaklega þar sem leikurinn hjálpar manni nánast ekkert. Spilarar geta búið til sín eigin geimskip. Ég hef séð fólk á netinu leika sér að búa til Millenium Falcon og önnur fræg geimskip í skipasmíðakerfi Starfield. Þetta virkar skemmtilegt en ég hef bara einu sinni reynt það. Sú tilraun endaði með því að ég F4-aði leikinn og fór í Civ 6. Starfield hjálpaði mér bókstaflega ekki rassgat. Í skipasmíðinni eru þó innri kerfi sem ég bara skil ekki hvernig virka og maður fær enga hjálp. Ég hef varla hugmynd um hvernig þetta virkar og manni er hreinlega ekki sagt það. Svipað er upp á teningnum þegar kemur að því að reisa bækistöðvar út í geimi. Það virkar brjálæðislega flókið og tímafrekt. Bækistöðvar í Fallout 4 voru mögulega einn allra versti hluti þessa leiks og mér sýnist mögulegt að það verði eitthvað svipað upp á teningnum núna. Möguleikarnir eru þó miklu meiri en í Fallout 4 og mismunandi reikistjörnur gefa þessu aukna fjölbreytni. Þetta gæti orðið áhugavert þegar maður kemst inn í þetta. Ég viðurkenni að ég þarf að skoða bækistöðvarnar betur. Mögulega er ég að vera ógeðslega heimskur en jafnvel þó ég hafi horft á heilu heimildarmyndirnar um hvernig þetta virkar á YouTube skil ég þetta ekki enn. Jú, ég er líklega að vera ógeðslega heimskur. Færri gallar en ég átti von á Því hafði verið haldið fram fyrir útgáfu Starfield að leikurinn innihéldi ekki mikið af göllum. Það er svei mér þá ekki fjarri lagi, svona miðað við aðra leiki Bethesdsa. Ég hef ekki rekist á marga og leikurinn hefur bara einu sinni „crashað“, svo ég muni til. Annars er mikið um smávægilega galla, fólk á borðum og annað, sem verður að teljast eðlilegt fyrir svo stóran leik. Ætti kannski ekki að gera það reyndar. Annars hef ég voða lítið að segja hér. Það eru gallar í leiknum en ekkert sem kemur mikið niður á honum. Lítur betur út Þar sem Starfield er svo stór hafa starfsmenn Bethesda þurft að halda aftur af grafíkinni. Leikurinn keyrir á nýrri útgáfu af gömlu kerfi Bethesda sem heitir Creation Engine 2 og óhætt er að segja að leikurinn líti mun betur út en fyrri leikir eins og Fallout 4, sem verður þó að teljast eðlilegt. Maður sér mikið af smáatriðum í umhverfi leiksins, sem maður er ekki vanur í Bethesda leikjum. Starfield er á flestum sviðum þegar kemur að grafík stærðarinnar uppfærsla frá þessum fyrri leikjum. Fólk sem hefur áhuga á að kafa dýpra í grafík Starfield getur horft á yfirferð Digital Foundry, þar sem menn vita hvað þeir eru að tala um, annað en hér. Frekar lengi að komast í gang Þá held ég að yfirdrullið sé búið. Næstum því. Starfield er lengi að komast í gang og ég gerði þau mistök að fara út af sporinu tiltölulega snemma og reyna að móta mína eigin leið. Það gekk illa og leiddi til mikils pirrings. Kallinn minn hafði ekki nægjanlega mikla hæfileika til að byggja bækistöðvar, fljúga geimskipum og berjast almennilega. Ég var alltaf með of mikið af drasli á mér, átti erfitt með að komast langar vegalengdir og dó oft. Ég var orðinn mjög reiður út í Starfield. Álit mitt á leiknum breyttist þó mjög þegar ég ákvað að hætta öllu rugli og fylgja megin sögunni alveg eftir. Ég hætti líka að taka upp allt sem var á líkum óvinna minna og allt sem á vegi mínum varð. Ég safnaði líka hæfileikum hraðar og geimfarinn minn varð betri og betri. Upplifunin var orðin allt önnur. Ég fór að skemmta mér konunglega og rambaði á þó nokkur mjög skemmtileg verkefni í leiknum, sem snúast ekki bara um að fara þangað og sækja þetta eða drepa hinn. Ég man ekki eftir að hafa rekist á aðra eins dýpt í verkefnum í öðrum leikjum Bethesda. Þá finnst mér þau skrifuð betur en áður, það er að segja að þau eru innihaldsríkari, áhugaverðari og það er meira púðri varið í hliðarpersónur. Eðli málsins samkvæmt er ég ekki búinn með leikinn enn. Ég er ekki einu sinni viss um að það sé hægt, þannig. Meðlimir hljómsveitarinnar Imagine Dragons voru einhverra hluta vegna fengnir til að semja nýtt lag um Starfield. Guðirnir einir vita af hverju. Endalaust að gera Það hvað leikurinn er stór er ekki einfaldlega galli. Það er líka mikill kostur, því það er endalaust hægt að finna sér eitthvað að gera í þessum leik. Það er til dæmis hægt að eyða heilu klukkutímunum í að vafra um á ónýtri jörðinni eða tunglinu, gerast geimræningi, fragflutningamaður, hausaveiðari eða bara brjálaður morðingi. Það er ekki hægt að drepa börn, sem mér finnst alltaf ákveðinn heigulsháttur en ég vil helst ekki tala um það opinberlega. Fallout 4 var ekki sérstaklega sterkur skotleikur en starfsmenn Bethesda virðast hafa girt sig í brók þar. Það ætti svo sem ekki að vera erfitt að betrumbæta skotfimini frá Fallout 4 en það hefur allavegar verið gert. Skotbardagar eru mun betri í Starfield. Vopnin eru sömuleiðis mjög fjölbreytt, vel hönnuð og jafnvel áhugaverð. Spilarar geta svo breytt þeim og bætt að vild og til að sniða vopnin að því hvernig þeir spila leikinn. Þetta virkar mjög vel. Samantekt-ish Jæja. Þetta varð allt of langt hjá mér og nú þarf að reyna að taka hugsanir mínar saman. Hvað skal segja? Svokallaðir „moddarar“ eru strax byrjaðir að laga helstu galla leiksins og munu án efa bæta við hann í gegnum árin, ef marka má reynslu af öðrum leikjum Bethesda eins og Fallout 4, Skyrim og jafnvel eldri leikjum, þar sem moddarar hafa gert heila aukapakka fyrir leikina. Ég get reyndar ekki beðið eftir því að notendaviðmót Starfield og þá sérstaklega það hvernig leikurinn tæklar „inventory“ verður tekið í gegn. Starfield er ekki fallegasti leikur í heimi, né sá besti. Hann er risa-, risastór, flókinn og heillengi að komast í gang. Ég elska hann samt og ég veit að ég er að fara að eyða allt, allt, allt of miklum tíma í þessum leik því hann er skemmtilegur.
Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Immortals of Aveum: Erfitt að vera meira miðlungs Einn af framleiðendum Immortals of Aveum lýsti honum einu sinn sem Call of Duty með galdra og er hann kallaður „Fyrstu persónu galdraskotleikur“. Það er ekkert fjarri lagi en í leiknum setur maður sig í spor hermanns og galdramanns í dularfullum heimi þar sem ríki berjast í endalausu stríði um yfirráð yfir göldrum. 31. ágúst 2023 08:45 Baldur's Gate 3: Mögulega heimsins besti hlutverkaleikur Baldur‘s Gate 3 er líklega besti Dungeons & Dragons leikur sem gerður hefur verið. Spilun hans er einkar skemmtileg og fjölbreytt. Í fljótu bragði man ég ekki eftir að hafa upplifað annað eins frelsi við að leysa úr verkefnum leiks og drepa skrímsli og drullusokka. 29. ágúst 2023 11:13 Synapse: Hugarorkan ræður ríkjum í Sýndarveruleika Synapse, nýjasti sýndarveruleikaleikur PSVR2, sýnir mátt tækninnar gífurlega vel. Hann er hraður og skemmtilegur, þó hann geti verið einsleitur á köflum. Í Synapse fær maður að fleygja hlutum og óvinum til og frá með hugarorkunni, skjóta óvini með byssum eða sprengja þá í loft upp. 12. júlí 2023 08:45 Final Fantasy XVI: Guðir berjast í sjónrænu ævintýri Final Fantasy leikjaserían er ein þeirra elstu og vinsælustu í heimi. Nýjasti leikurinn, sem ber nafnið Final Fantasy XVI, er stútfullur af sjónrænum og skemmtilegum hasar. Bardagakerfi leiksins og hasarinn heldur leiknum á lofti, sem er á köflum frekar hægur. 29. júní 2023 09:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Immortals of Aveum: Erfitt að vera meira miðlungs Einn af framleiðendum Immortals of Aveum lýsti honum einu sinn sem Call of Duty með galdra og er hann kallaður „Fyrstu persónu galdraskotleikur“. Það er ekkert fjarri lagi en í leiknum setur maður sig í spor hermanns og galdramanns í dularfullum heimi þar sem ríki berjast í endalausu stríði um yfirráð yfir göldrum. 31. ágúst 2023 08:45
Baldur's Gate 3: Mögulega heimsins besti hlutverkaleikur Baldur‘s Gate 3 er líklega besti Dungeons & Dragons leikur sem gerður hefur verið. Spilun hans er einkar skemmtileg og fjölbreytt. Í fljótu bragði man ég ekki eftir að hafa upplifað annað eins frelsi við að leysa úr verkefnum leiks og drepa skrímsli og drullusokka. 29. ágúst 2023 11:13
Synapse: Hugarorkan ræður ríkjum í Sýndarveruleika Synapse, nýjasti sýndarveruleikaleikur PSVR2, sýnir mátt tækninnar gífurlega vel. Hann er hraður og skemmtilegur, þó hann geti verið einsleitur á köflum. Í Synapse fær maður að fleygja hlutum og óvinum til og frá með hugarorkunni, skjóta óvini með byssum eða sprengja þá í loft upp. 12. júlí 2023 08:45
Final Fantasy XVI: Guðir berjast í sjónrænu ævintýri Final Fantasy leikjaserían er ein þeirra elstu og vinsælustu í heimi. Nýjasti leikurinn, sem ber nafnið Final Fantasy XVI, er stútfullur af sjónrænum og skemmtilegum hasar. Bardagakerfi leiksins og hasarinn heldur leiknum á lofti, sem er á köflum frekar hægur. 29. júní 2023 09:00