Vaknaði „einhleypur“ við hlið kærustunnar í New York Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2023 17:20 Sigurður Ingvarsson og Alma Finnbogadóttir eru búin að vera saman í þrjú ár. Stefanie Keenan/Getty Images for UTA Sigurður Ingvarsson, leikari, vaknaði í morgun við hlið Ölmu kærustunnar sinnar í New York, þangað sem þau eru nýflutt. Honum krossbrá þegar vinur hans sendi honum slúðurfrétt og sá að hann væri nú orðinn „einhleypur,“ í hið minnsta í umfjöllun Smartlands. Í umfjölluninni eru teknir saman einhleypir og eftirsóttir karlmenn. „Ég hafna því alfarið að ég sé á lausu. Síðast þegar ég vissi hef ég verið í föstu sambandi í þrjú ár,“ segir Sigurður hlæjandi í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hver er að reyna að bregða fyrir mig fæti.“ Sigurði er lýst sem eftirsóttasta piparsvein landsins á vef Smartlands. Hann kannast ekki við lýsinguna. Hefurðu kannski bara gaman af þessu? „Ég segi það nú kannski ekki alveg. Ég fór reyndar að hugsa hvort að Alma hefði bara gleymt því að láta mig vita af þessu en svo reyndist ekki vera. Manni dettur bara í hug að Marta sjálf sé að reyna að krækja í mann,“ segir Sigurður í gríni. Þar vísar hann til Mörtu Maríu Winkel, ritstjóra Smartlands. Hann og Alma eru nýflutt til New York þar sem Alma er nú í námi. Sigurður hefur haft nóg að gera í leiklistinni að undanförnu og mun búa í New York næstu þrjá mánuði. Hann kveðst ekki ætla sér að lenda aftur á lista einhleypra á Smartlandi. „Maður vill gefa hinum raunverulegu piparsveinum landsins sviðið. Mér finnst nóg að eiga sviðið bara í leiklistinni,“ segir Sigurður léttur í bragði og bætir því við að lífið leiki við sig og Ölmu í New York. Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira
Í umfjölluninni eru teknir saman einhleypir og eftirsóttir karlmenn. „Ég hafna því alfarið að ég sé á lausu. Síðast þegar ég vissi hef ég verið í föstu sambandi í þrjú ár,“ segir Sigurður hlæjandi í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hver er að reyna að bregða fyrir mig fæti.“ Sigurði er lýst sem eftirsóttasta piparsvein landsins á vef Smartlands. Hann kannast ekki við lýsinguna. Hefurðu kannski bara gaman af þessu? „Ég segi það nú kannski ekki alveg. Ég fór reyndar að hugsa hvort að Alma hefði bara gleymt því að láta mig vita af þessu en svo reyndist ekki vera. Manni dettur bara í hug að Marta sjálf sé að reyna að krækja í mann,“ segir Sigurður í gríni. Þar vísar hann til Mörtu Maríu Winkel, ritstjóra Smartlands. Hann og Alma eru nýflutt til New York þar sem Alma er nú í námi. Sigurður hefur haft nóg að gera í leiklistinni að undanförnu og mun búa í New York næstu þrjá mánuði. Hann kveðst ekki ætla sér að lenda aftur á lista einhleypra á Smartlandi. „Maður vill gefa hinum raunverulegu piparsveinum landsins sviðið. Mér finnst nóg að eiga sviðið bara í leiklistinni,“ segir Sigurður léttur í bragði og bætir því við að lífið leiki við sig og Ölmu í New York.
Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira