Í þágu hverra á að forgangsraða innan Samgöngusáttmálans? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 10. september 2023 10:00 Samgöngusáttmálinn er tímamótasamningur um skýra framtíðarsýn í fjölbreyttum samgöngumátum fyrir höfuðborgarsvæðið. Vinna við uppfærslu hans er í gangi. Skilaboð síðustu daga eru að endurskoða þurfi samninginn. Ekki er til nægt fjármagn til að gera allt fyrir alla strax. Það þarf að forgangsraða verkefnum og fjármunum. Hvernig er hægt að uppfylla markmið sáttmálans um að þjóna öllum ferðamátum en á sama tíma forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Í þágu hverra á að forgangsraða? Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöðina Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöð Strætó í Mjódd, stöð sem er stærri en Hlemmur, stærri en Hamraborg, Lækjartorg og Fjörður. Mjóddin er fjölförnust, mest notuð. Frá áramótum hafa tæplega 39 þúsund inn- og útstig á virkum dögum vikulega komið í gegnum Mjóddina. Þannig er það ekki bara loftslags- og lýðheilsumál að draga úr umferð úr fjölmennasta hverfi borgarinnar heldur þarf líka horfa til hvar fjölförnustu staðirnir eru, hvar býr flesta fólkið sem nú þegar nýtir sér almenningssamgöngur. Hvar er hægt að draga úr umferð til að skapa pláss fyrir aðra bíla. Þannig er brýnt að horfa á heildarmyndina til að uppfylla markmið sáttmálans, þjóna öllum ferðamátum. Íbúaráð Breiðholts minnir á viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Betri samgangna Á fundi íbúaráðs Breiðholts í maí 2021 kom fram skýr vilji ráðsins að hvetja til að forgangsröðun Borgarlínu yrði endurskoðuð og að Breiðholtið yrði fært framar á forgangslista uppbyggingarinar. Ári seinna var undirrituð viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Betri samgangna í apríl 2022, er byggir á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið undirrituðu í september árið 2019, um vilja aðilanna til að flýta Borgalínuleið frá Vogabyggð upp í Breiðholt. Þann 30. ágúst sl. birtist vilji ráðsins á fundi sem brýndi hversu mikilvægt það væri að flýta uppbyggingu og forhönnun Borgarlínu upp í Mjódd sér í lagi þar sem vinna við nýtt deiliskipulag er í gangi, sviðsmyndagreining Vegagerðar og Betri samgangna er í vinnslu með svæði Borgarlínu milli Vogabyggðar og Mjóddar í gegnum Reykjanesbraut. Einstakt tækifæri er því núna að hlusta á íbúaráðið, virða viljayfirlýsinguna frá apríl 2022, forgangsraða fjármagni þar sem fjölmennasta stoppustoð höfuðborgarsvæðins er og nýta þau tækifæri sem felast í nýrri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í Mjódd. Borgarlínu forgangsraðað beint upp í Breiðholt Við sem búum í Austurborginni teljum að brýnir almanna- og umhverfislegir hagsmunir liggi í því tækifæri, að setja í uppfærslu sáttmálanns breytta forgansröðun borgarlínunnar og flýta uppbyggingu upp í Breiðholt þannig að það þjóni þeim 23 þúsund íbúum sem búa í hverfinu. Fjárfestingartækifæri framtíðar býr í Mjódd. Svæði sem dregur að sér þéttari byggð og skapar ný tækifæri fyrir fjárfestingu samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Nýjar íbúðir kalla á fleiri íbúa - fjölbreytt fólk, fleiri fjölskyldur - tækifæri til að móta hágæða borgarumhverfi í grónu hverfi. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Besta leiðin er græna leiðin Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annara vistvænni ferðamáta. Ferja fólkið þar sem flest fólk býr, þar sem fjölmennustu stoppistöðvar strætó eru og taka frá akreinar sem eingöngu eru ætlaðar undir almenningssamgöngur og fjölbreytta ferðamáta. Til þess þarf pólitískt hugrekki, hugrekki til að standa með almenningssamgöngum, forgangsraða fjármunum í þágu grænni lausna, fyrir fólk, fyrir umhverfið, fyrir heilsuna. Fjöldi ökutækja mun halda áfram að aukast í takt við aukna fólksfjölgun og því þarf hugrekki til að velja rétt. Forgangsraða rétt. Geymum stofnvegaframkvæmdir sem eingöngu þjóna einkabílnum, eru umferðar hvetjandi og hafa slæm áhrif á loftgæði. Framkvæmdir sem ekkert hafa með góðar og sterkar almenningssamgöngur að gera. Þar er lausnin. Græna leiðin er besta leiðin. Höfundur er formaður íbúaráðsins í Breiðholti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Strætó Reykjavík Borgarlína Sveitarstjórnarmál Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Samgöngusáttmálinn er tímamótasamningur um skýra framtíðarsýn í fjölbreyttum samgöngumátum fyrir höfuðborgarsvæðið. Vinna við uppfærslu hans er í gangi. Skilaboð síðustu daga eru að endurskoða þurfi samninginn. Ekki er til nægt fjármagn til að gera allt fyrir alla strax. Það þarf að forgangsraða verkefnum og fjármunum. Hvernig er hægt að uppfylla markmið sáttmálans um að þjóna öllum ferðamátum en á sama tíma forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Í þágu hverra á að forgangsraða? Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöðina Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöð Strætó í Mjódd, stöð sem er stærri en Hlemmur, stærri en Hamraborg, Lækjartorg og Fjörður. Mjóddin er fjölförnust, mest notuð. Frá áramótum hafa tæplega 39 þúsund inn- og útstig á virkum dögum vikulega komið í gegnum Mjóddina. Þannig er það ekki bara loftslags- og lýðheilsumál að draga úr umferð úr fjölmennasta hverfi borgarinnar heldur þarf líka horfa til hvar fjölförnustu staðirnir eru, hvar býr flesta fólkið sem nú þegar nýtir sér almenningssamgöngur. Hvar er hægt að draga úr umferð til að skapa pláss fyrir aðra bíla. Þannig er brýnt að horfa á heildarmyndina til að uppfylla markmið sáttmálans, þjóna öllum ferðamátum. Íbúaráð Breiðholts minnir á viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Betri samgangna Á fundi íbúaráðs Breiðholts í maí 2021 kom fram skýr vilji ráðsins að hvetja til að forgangsröðun Borgarlínu yrði endurskoðuð og að Breiðholtið yrði fært framar á forgangslista uppbyggingarinar. Ári seinna var undirrituð viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Betri samgangna í apríl 2022, er byggir á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið undirrituðu í september árið 2019, um vilja aðilanna til að flýta Borgalínuleið frá Vogabyggð upp í Breiðholt. Þann 30. ágúst sl. birtist vilji ráðsins á fundi sem brýndi hversu mikilvægt það væri að flýta uppbyggingu og forhönnun Borgarlínu upp í Mjódd sér í lagi þar sem vinna við nýtt deiliskipulag er í gangi, sviðsmyndagreining Vegagerðar og Betri samgangna er í vinnslu með svæði Borgarlínu milli Vogabyggðar og Mjóddar í gegnum Reykjanesbraut. Einstakt tækifæri er því núna að hlusta á íbúaráðið, virða viljayfirlýsinguna frá apríl 2022, forgangsraða fjármagni þar sem fjölmennasta stoppustoð höfuðborgarsvæðins er og nýta þau tækifæri sem felast í nýrri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í Mjódd. Borgarlínu forgangsraðað beint upp í Breiðholt Við sem búum í Austurborginni teljum að brýnir almanna- og umhverfislegir hagsmunir liggi í því tækifæri, að setja í uppfærslu sáttmálanns breytta forgansröðun borgarlínunnar og flýta uppbyggingu upp í Breiðholt þannig að það þjóni þeim 23 þúsund íbúum sem búa í hverfinu. Fjárfestingartækifæri framtíðar býr í Mjódd. Svæði sem dregur að sér þéttari byggð og skapar ný tækifæri fyrir fjárfestingu samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Nýjar íbúðir kalla á fleiri íbúa - fjölbreytt fólk, fleiri fjölskyldur - tækifæri til að móta hágæða borgarumhverfi í grónu hverfi. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Besta leiðin er græna leiðin Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annara vistvænni ferðamáta. Ferja fólkið þar sem flest fólk býr, þar sem fjölmennustu stoppistöðvar strætó eru og taka frá akreinar sem eingöngu eru ætlaðar undir almenningssamgöngur og fjölbreytta ferðamáta. Til þess þarf pólitískt hugrekki, hugrekki til að standa með almenningssamgöngum, forgangsraða fjármunum í þágu grænni lausna, fyrir fólk, fyrir umhverfið, fyrir heilsuna. Fjöldi ökutækja mun halda áfram að aukast í takt við aukna fólksfjölgun og því þarf hugrekki til að velja rétt. Forgangsraða rétt. Geymum stofnvegaframkvæmdir sem eingöngu þjóna einkabílnum, eru umferðar hvetjandi og hafa slæm áhrif á loftgæði. Framkvæmdir sem ekkert hafa með góðar og sterkar almenningssamgöngur að gera. Þar er lausnin. Græna leiðin er besta leiðin. Höfundur er formaður íbúaráðsins í Breiðholti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun