Versti dagur lífs míns Sigríður Björk Þormar skrifar 10. september 2023 11:00 Versti dagurinn okkur er alltaf settur í samhengi við það sem okkur finnst erfitt þá stundina en það eru sumir sem upplifa versta dag lífs þíns og það er sannarlega þegar þau fá fréttir um að náinn ættingi og hvað þá barnið þeirra hafi tekið eigið líf. Í dag er Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna og sest ég því niður og skrifa þennan pistil. Ég skrifa hann því ég er óttaslegin um börnin okkar. Sjálfsvíg barna og ungs fólks þá sérstaklega ungra drengja eru hæst á Íslandi af öllum norðurlöndunum þrátt fyrir að eitthvað hafi dregið úr þeim síðastliðin ár samkvæmt samnorrænni rannsókn er Högni Óskarsson geðlæknir birti niðurstöður úr á læknaþingi nú í janúar. Í almennu forvarnasamhengi beinum við aðgerðum okkar að inngripum fyrir skaðandi aðstæður því það er það sem orðið for-vörn felur í sér. Við fræðum krakkana okkar um hvað gera skuli við smokkinn, hvernig honum skuli hæglega komið fyrir með öruggum máta áður en samfarir eiga sér stað. En við erum ekki nógu dugleg við að fræða börnin okkar um sjálfsvígshugsanir eða kenna þeim bjargráð við mikilli vanlíðan eins og streitustjórnun fyrr en aðstæður eru orðnar mjög alvarlegar. Við þurfum að vera öflugri í því að efla sjálfsmynd ungs fólks markvisst innan skólakerfisins og draga úr áhættuþáttum í því umhverfi eins og óhóflegri notkun samfélagsmiðla sem sýnt hefur verið fram á að valda almennri vanlíðan. Góð samvinna og skilningur ólíkra hagsmunaaðila um að láta sig geðheilsu og vellíðan barnanna okkar varða er nauðsynlegri nú en nokkurn tíma áður. Píeta samtökin eru öflug samtök og verða sífellt sterkari sem samfélagslegt afl í baráttunni gegn sjálfsvígum. Stefna stjórnar Píeta samtakanna er að efla enn frekar forvarnastarf samtakanna og ná enn betur til samfélagsins í heild, sérstaklega til þeirra sem vinna með börnum. Samvinna milli félagsmiðstöðvanna, skólakerfisins, heilsugæslunnar og íþróttafélaganna með fræðslu til barnanna okkar um kvíða, depurð og erfiðar hugsanir sem upp geta komið með eða án tengsla við lífsviðburði er lífsnauðsynlegt inngrip. Það krefst viðhorfsbreytingar bæði hjá kerfi og foreldrum, fjármagns, þjálfunar starfsfólks og þróun inngripa. Við þurfum að grípa börnin okkar áður en þau falla. Jafnframt þarf að styrkja vinnu með syrgjendur, þá sérstaklega foreldra barna og systkina barna er tekið hafa eigið líf því þau er tvisvar til þrisvar sinnum líklegra til að taka eigið líf en aðrir. Algengt er að fólk og jafnvel fagfólk sé óttaslegið við að ræða sjálfsvígshugsanir eða tala um sjálfsvíg við ungt fólk því heyrst hefur að slíkt geti aukið hættuna á sjálfsvígum. Það er ekki rétt heldur hefur verið sýnt fram á að opin umræða geti dregið úr líkum á sjálfsvígum. Í dag eru Pieta samtökin með tónleika á KEX hostel fram koma Gugusar, Kaktus Einarsson, Kvikindi og Systur. Það er ókeypis aðgangur en Píeta samtökin taka á móti frjálsum framlögum við hurð. Höfundur er formaður stjórnar Pietasamtakanna og doktor í læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Versti dagurinn okkur er alltaf settur í samhengi við það sem okkur finnst erfitt þá stundina en það eru sumir sem upplifa versta dag lífs þíns og það er sannarlega þegar þau fá fréttir um að náinn ættingi og hvað þá barnið þeirra hafi tekið eigið líf. Í dag er Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna og sest ég því niður og skrifa þennan pistil. Ég skrifa hann því ég er óttaslegin um börnin okkar. Sjálfsvíg barna og ungs fólks þá sérstaklega ungra drengja eru hæst á Íslandi af öllum norðurlöndunum þrátt fyrir að eitthvað hafi dregið úr þeim síðastliðin ár samkvæmt samnorrænni rannsókn er Högni Óskarsson geðlæknir birti niðurstöður úr á læknaþingi nú í janúar. Í almennu forvarnasamhengi beinum við aðgerðum okkar að inngripum fyrir skaðandi aðstæður því það er það sem orðið for-vörn felur í sér. Við fræðum krakkana okkar um hvað gera skuli við smokkinn, hvernig honum skuli hæglega komið fyrir með öruggum máta áður en samfarir eiga sér stað. En við erum ekki nógu dugleg við að fræða börnin okkar um sjálfsvígshugsanir eða kenna þeim bjargráð við mikilli vanlíðan eins og streitustjórnun fyrr en aðstæður eru orðnar mjög alvarlegar. Við þurfum að vera öflugri í því að efla sjálfsmynd ungs fólks markvisst innan skólakerfisins og draga úr áhættuþáttum í því umhverfi eins og óhóflegri notkun samfélagsmiðla sem sýnt hefur verið fram á að valda almennri vanlíðan. Góð samvinna og skilningur ólíkra hagsmunaaðila um að láta sig geðheilsu og vellíðan barnanna okkar varða er nauðsynlegri nú en nokkurn tíma áður. Píeta samtökin eru öflug samtök og verða sífellt sterkari sem samfélagslegt afl í baráttunni gegn sjálfsvígum. Stefna stjórnar Píeta samtakanna er að efla enn frekar forvarnastarf samtakanna og ná enn betur til samfélagsins í heild, sérstaklega til þeirra sem vinna með börnum. Samvinna milli félagsmiðstöðvanna, skólakerfisins, heilsugæslunnar og íþróttafélaganna með fræðslu til barnanna okkar um kvíða, depurð og erfiðar hugsanir sem upp geta komið með eða án tengsla við lífsviðburði er lífsnauðsynlegt inngrip. Það krefst viðhorfsbreytingar bæði hjá kerfi og foreldrum, fjármagns, þjálfunar starfsfólks og þróun inngripa. Við þurfum að grípa börnin okkar áður en þau falla. Jafnframt þarf að styrkja vinnu með syrgjendur, þá sérstaklega foreldra barna og systkina barna er tekið hafa eigið líf því þau er tvisvar til þrisvar sinnum líklegra til að taka eigið líf en aðrir. Algengt er að fólk og jafnvel fagfólk sé óttaslegið við að ræða sjálfsvígshugsanir eða tala um sjálfsvíg við ungt fólk því heyrst hefur að slíkt geti aukið hættuna á sjálfsvígum. Það er ekki rétt heldur hefur verið sýnt fram á að opin umræða geti dregið úr líkum á sjálfsvígum. Í dag eru Pieta samtökin með tónleika á KEX hostel fram koma Gugusar, Kaktus Einarsson, Kvikindi og Systur. Það er ókeypis aðgangur en Píeta samtökin taka á móti frjálsum framlögum við hurð. Höfundur er formaður stjórnar Pietasamtakanna og doktor í læknavísindum.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar